Fjölmörg íslensk börn notið góðs af skóstærð og góðmennsku Birkis Bjarna Arnar Björnsson skrifar 11. júní 2018 23:00 „Okkur líður mjög vel. Frábær veður og frábær völlur, hótelið fínt og maturinn frábær. Þetta gæti ekki verið betra.“ Þetta segir Birkir Bjarnason sem tók því rólega á æfingu í gær. Hann meiddist í lærvöðva í leiknum gegn Gana á fimmtudag en segir þau meiðsli ekki alvarleg. Birkir var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum, hvernig er samanburðurinn við Frakkland og Rússland? „Þetta er að mörgu leyti svipað. Við erum ekki einir á hótelinu núna. Kannski er þetta svipað en aðeins stærra.“ Hann segir að leikmennirnir verði ekki fyrir mikilli truflun á hótelinu. Eftir langa og stranga æfingu í gær fengu þeir frí, en í hvað fór frítíminn? „Við reyndum að njóta veðursins, borðuðum vel, horfðum á bíómynd og gerðum ýmislegt.“ Birkir var ekki hrifinn af myndinni, Game night. Vonandi enn skemmtilegra en EM Eftir æfinguna í dag fór Birkir í meðferð hjá sjúkraþjálfara og ætlaði síðan að njóta þess að vera hérna.Ertu orðinn spenntur?„Já mjög og er búinn að vera spenntur nokkuð lengi. Núna er þetta alveg að detta inn og maður er orðinn verulega spenntur.“ Er þetta svipuð tilfinning og í Frakklandi?„Kannski aðeins öðruvísi. Þetta var auðvitað í fyrsta skipti sem við fórum á stórmóti í Frakklandi. Þá vissi maður kannski ekki alveg hvað maður var að fara út í. Núna er þetta öðruvísi, maður hefur verið í þessum sporum áður en þetta er svolítið stærra og vonandi skemmtilegra þannig að það verður vonandi fjör.“Gott að aðrir geti notið Birkir hefur í mörg ár gefið unglingum hafa ekki mikil fjárráð fótboltaskó sína og þau eru orðin ansi mörg skópörin sem hann hefur skilið eftir á góðum stað. Birkir er með frekar litla fætur, notar skó númer 39 eða 40. „Ég fæ mörg skópör hjá Adidas og oft fæ ég senda vitlausa skóstærð og það er gott að geta gefið strákum og stelpum skó sem hafa kannski minni möguleika á að kaupa þá. Það er bara gott að geta gert það. Hefurðu einhverja hugmynd hvað þú ert búinn að gefa mörg pör?„Nei, ég veit það ekki. Ég kem yfirleitt með marga skó fyrir hvern leik og ég hef bara ekki töluna á því. Ég er búinn að gera þetta í nokkur ár og vonandi held ég því bara áfram.“ Þannig að þú átt marga vini sem eru í skóm sem þú hefur fært þeim? „Það er gott að aðrir geti notið þeirra ef ég get það ekki. Það er bara gaman að því.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
„Okkur líður mjög vel. Frábær veður og frábær völlur, hótelið fínt og maturinn frábær. Þetta gæti ekki verið betra.“ Þetta segir Birkir Bjarnason sem tók því rólega á æfingu í gær. Hann meiddist í lærvöðva í leiknum gegn Gana á fimmtudag en segir þau meiðsli ekki alvarleg. Birkir var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum, hvernig er samanburðurinn við Frakkland og Rússland? „Þetta er að mörgu leyti svipað. Við erum ekki einir á hótelinu núna. Kannski er þetta svipað en aðeins stærra.“ Hann segir að leikmennirnir verði ekki fyrir mikilli truflun á hótelinu. Eftir langa og stranga æfingu í gær fengu þeir frí, en í hvað fór frítíminn? „Við reyndum að njóta veðursins, borðuðum vel, horfðum á bíómynd og gerðum ýmislegt.“ Birkir var ekki hrifinn af myndinni, Game night. Vonandi enn skemmtilegra en EM Eftir æfinguna í dag fór Birkir í meðferð hjá sjúkraþjálfara og ætlaði síðan að njóta þess að vera hérna.Ertu orðinn spenntur?„Já mjög og er búinn að vera spenntur nokkuð lengi. Núna er þetta alveg að detta inn og maður er orðinn verulega spenntur.“ Er þetta svipuð tilfinning og í Frakklandi?„Kannski aðeins öðruvísi. Þetta var auðvitað í fyrsta skipti sem við fórum á stórmóti í Frakklandi. Þá vissi maður kannski ekki alveg hvað maður var að fara út í. Núna er þetta öðruvísi, maður hefur verið í þessum sporum áður en þetta er svolítið stærra og vonandi skemmtilegra þannig að það verður vonandi fjör.“Gott að aðrir geti notið Birkir hefur í mörg ár gefið unglingum hafa ekki mikil fjárráð fótboltaskó sína og þau eru orðin ansi mörg skópörin sem hann hefur skilið eftir á góðum stað. Birkir er með frekar litla fætur, notar skó númer 39 eða 40. „Ég fæ mörg skópör hjá Adidas og oft fæ ég senda vitlausa skóstærð og það er gott að geta gefið strákum og stelpum skó sem hafa kannski minni möguleika á að kaupa þá. Það er bara gott að geta gert það. Hefurðu einhverja hugmynd hvað þú ert búinn að gefa mörg pör?„Nei, ég veit það ekki. Ég kem yfirleitt með marga skó fyrir hvern leik og ég hef bara ekki töluna á því. Ég er búinn að gera þetta í nokkur ár og vonandi held ég því bara áfram.“ Þannig að þú átt marga vini sem eru í skóm sem þú hefur fært þeim? „Það er gott að aðrir geti notið þeirra ef ég get það ekki. Það er bara gaman að því.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira