Fjölmörg íslensk börn notið góðs af skóstærð og góðmennsku Birkis Bjarna Arnar Björnsson skrifar 11. júní 2018 23:00 „Okkur líður mjög vel. Frábær veður og frábær völlur, hótelið fínt og maturinn frábær. Þetta gæti ekki verið betra.“ Þetta segir Birkir Bjarnason sem tók því rólega á æfingu í gær. Hann meiddist í lærvöðva í leiknum gegn Gana á fimmtudag en segir þau meiðsli ekki alvarleg. Birkir var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum, hvernig er samanburðurinn við Frakkland og Rússland? „Þetta er að mörgu leyti svipað. Við erum ekki einir á hótelinu núna. Kannski er þetta svipað en aðeins stærra.“ Hann segir að leikmennirnir verði ekki fyrir mikilli truflun á hótelinu. Eftir langa og stranga æfingu í gær fengu þeir frí, en í hvað fór frítíminn? „Við reyndum að njóta veðursins, borðuðum vel, horfðum á bíómynd og gerðum ýmislegt.“ Birkir var ekki hrifinn af myndinni, Game night. Vonandi enn skemmtilegra en EM Eftir æfinguna í dag fór Birkir í meðferð hjá sjúkraþjálfara og ætlaði síðan að njóta þess að vera hérna.Ertu orðinn spenntur?„Já mjög og er búinn að vera spenntur nokkuð lengi. Núna er þetta alveg að detta inn og maður er orðinn verulega spenntur.“ Er þetta svipuð tilfinning og í Frakklandi?„Kannski aðeins öðruvísi. Þetta var auðvitað í fyrsta skipti sem við fórum á stórmóti í Frakklandi. Þá vissi maður kannski ekki alveg hvað maður var að fara út í. Núna er þetta öðruvísi, maður hefur verið í þessum sporum áður en þetta er svolítið stærra og vonandi skemmtilegra þannig að það verður vonandi fjör.“Gott að aðrir geti notið Birkir hefur í mörg ár gefið unglingum hafa ekki mikil fjárráð fótboltaskó sína og þau eru orðin ansi mörg skópörin sem hann hefur skilið eftir á góðum stað. Birkir er með frekar litla fætur, notar skó númer 39 eða 40. „Ég fæ mörg skópör hjá Adidas og oft fæ ég senda vitlausa skóstærð og það er gott að geta gefið strákum og stelpum skó sem hafa kannski minni möguleika á að kaupa þá. Það er bara gott að geta gert það. Hefurðu einhverja hugmynd hvað þú ert búinn að gefa mörg pör?„Nei, ég veit það ekki. Ég kem yfirleitt með marga skó fyrir hvern leik og ég hef bara ekki töluna á því. Ég er búinn að gera þetta í nokkur ár og vonandi held ég því bara áfram.“ Þannig að þú átt marga vini sem eru í skóm sem þú hefur fært þeim? „Það er gott að aðrir geti notið þeirra ef ég get það ekki. Það er bara gaman að því.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
„Okkur líður mjög vel. Frábær veður og frábær völlur, hótelið fínt og maturinn frábær. Þetta gæti ekki verið betra.“ Þetta segir Birkir Bjarnason sem tók því rólega á æfingu í gær. Hann meiddist í lærvöðva í leiknum gegn Gana á fimmtudag en segir þau meiðsli ekki alvarleg. Birkir var með á Evrópumótinu fyrir tveimur árum, hvernig er samanburðurinn við Frakkland og Rússland? „Þetta er að mörgu leyti svipað. Við erum ekki einir á hótelinu núna. Kannski er þetta svipað en aðeins stærra.“ Hann segir að leikmennirnir verði ekki fyrir mikilli truflun á hótelinu. Eftir langa og stranga æfingu í gær fengu þeir frí, en í hvað fór frítíminn? „Við reyndum að njóta veðursins, borðuðum vel, horfðum á bíómynd og gerðum ýmislegt.“ Birkir var ekki hrifinn af myndinni, Game night. Vonandi enn skemmtilegra en EM Eftir æfinguna í dag fór Birkir í meðferð hjá sjúkraþjálfara og ætlaði síðan að njóta þess að vera hérna.Ertu orðinn spenntur?„Já mjög og er búinn að vera spenntur nokkuð lengi. Núna er þetta alveg að detta inn og maður er orðinn verulega spenntur.“ Er þetta svipuð tilfinning og í Frakklandi?„Kannski aðeins öðruvísi. Þetta var auðvitað í fyrsta skipti sem við fórum á stórmóti í Frakklandi. Þá vissi maður kannski ekki alveg hvað maður var að fara út í. Núna er þetta öðruvísi, maður hefur verið í þessum sporum áður en þetta er svolítið stærra og vonandi skemmtilegra þannig að það verður vonandi fjör.“Gott að aðrir geti notið Birkir hefur í mörg ár gefið unglingum hafa ekki mikil fjárráð fótboltaskó sína og þau eru orðin ansi mörg skópörin sem hann hefur skilið eftir á góðum stað. Birkir er með frekar litla fætur, notar skó númer 39 eða 40. „Ég fæ mörg skópör hjá Adidas og oft fæ ég senda vitlausa skóstærð og það er gott að geta gefið strákum og stelpum skó sem hafa kannski minni möguleika á að kaupa þá. Það er bara gott að geta gert það. Hefurðu einhverja hugmynd hvað þú ert búinn að gefa mörg pör?„Nei, ég veit það ekki. Ég kem yfirleitt með marga skó fyrir hvern leik og ég hef bara ekki töluna á því. Ég er búinn að gera þetta í nokkur ár og vonandi held ég því bara áfram.“ Þannig að þú átt marga vini sem eru í skóm sem þú hefur fært þeim? „Það er gott að aðrir geti notið þeirra ef ég get það ekki. Það er bara gaman að því.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Frattesi hetja Inter í Bæjaralandi Aron Elís með slitið krossband Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti