Frambjóðandi skotinn í höfuðið þegar hann stillti sér upp fyrir sjálfu með kjósanda Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 12. júní 2018 19:33 Skálmöld hefur ríkt í Mexíkó í meira en áratug eða frá því að yfirvöld skáru upp herör gegn fíkniefnasmyglurum sem brugðust við með skæruhernaði. Vísir/Getty 112 stjórnmálamenn hafa nú verið myrtir í Mexíkó í aðdraganda kosninga sem fara fram fyrsta næsta mánaðar. Nýjasta morðið átti sér stað í borginni Piedras Negras, skammt frá landamærunum við Bandaríkin, hvar þingframbjóðandi var skotinn í höfuðið um leið og hann stillti sér upp til að taka sjálfu með kjósanda. Frambjóðandinn, Pernando Purón, hafði nýlokið við að flytja ræðu þar sem hann lofaði umbótum í öryggismálum og hertri löggæslu. Þegar hann steig af sviðinu mætti honum aðdáandi sem vildi fá mynd af sér með Purón. Sjónarvottar segja að þegar Purón stillti sér upp fyrir myndatökuna hafi skeggjaður maður komið aftan að honum með skammbyssu og skotið hann í hnakkann. Morðinginn lét sig hverfa í glundroðanum sem fylgdi í kjölfarið. Glæpagengi ráða lögum og lofum á stórum svæðum í Mexíkó, ekki síst við landamæri Bandaríkjanna. Það er eftirspurnin eftir kókaíni og öðrum fíkniefnum í Bandaríkjunum sem elur og nærir blóðugt stríð í Mexíkó um yfirráð yfir smyglinu. Morðalda hefur gengið yfir landið frá því 2006. Allt að hundrað þúsund hafa fallið í átökunum og enginn er óhultur, hvorki dómarar og lögregla né stjórnmálamenn og fréttamenn. Bara í fyrra voru meira en 23 þúsund myrtir í Mexíkó og komandi kosningar snúast að miklu leyti um hvernig hægt sé að stöðva blóðbaðið. Tollastríðið við Trump stjórnina í Bandaríkjunum er þó einnig ofarlega á baugi. Kosnið verður til þings, forseta og svæðis- og borgarstjórna. Mexíkó Tengdar fréttir Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 „Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. 16. maí 2018 09:03 Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Höfuð og fót vantaði á annað líkið en í fyrst var talið að um slys væri að ræða. 12. maí 2018 17:23 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
112 stjórnmálamenn hafa nú verið myrtir í Mexíkó í aðdraganda kosninga sem fara fram fyrsta næsta mánaðar. Nýjasta morðið átti sér stað í borginni Piedras Negras, skammt frá landamærunum við Bandaríkin, hvar þingframbjóðandi var skotinn í höfuðið um leið og hann stillti sér upp til að taka sjálfu með kjósanda. Frambjóðandinn, Pernando Purón, hafði nýlokið við að flytja ræðu þar sem hann lofaði umbótum í öryggismálum og hertri löggæslu. Þegar hann steig af sviðinu mætti honum aðdáandi sem vildi fá mynd af sér með Purón. Sjónarvottar segja að þegar Purón stillti sér upp fyrir myndatökuna hafi skeggjaður maður komið aftan að honum með skammbyssu og skotið hann í hnakkann. Morðinginn lét sig hverfa í glundroðanum sem fylgdi í kjölfarið. Glæpagengi ráða lögum og lofum á stórum svæðum í Mexíkó, ekki síst við landamæri Bandaríkjanna. Það er eftirspurnin eftir kókaíni og öðrum fíkniefnum í Bandaríkjunum sem elur og nærir blóðugt stríð í Mexíkó um yfirráð yfir smyglinu. Morðalda hefur gengið yfir landið frá því 2006. Allt að hundrað þúsund hafa fallið í átökunum og enginn er óhultur, hvorki dómarar og lögregla né stjórnmálamenn og fréttamenn. Bara í fyrra voru meira en 23 þúsund myrtir í Mexíkó og komandi kosningar snúast að miklu leyti um hvernig hægt sé að stöðva blóðbaðið. Tollastríðið við Trump stjórnina í Bandaríkjunum er þó einnig ofarlega á baugi. Kosnið verður til þings, forseta og svæðis- og borgarstjórna.
Mexíkó Tengdar fréttir Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16 „Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. 16. maí 2018 09:03 Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Höfuð og fót vantaði á annað líkið en í fyrst var talið að um slys væri að ræða. 12. maí 2018 17:23 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Mexíkó svarar fyrir sig með tollum á bandarískar vörur Tollarnir eiga að bíta í heimaríkjum þingmanna repúblikana fyrir þingkosningar sem fara fram í nóvember. 6. júní 2018 07:16
„Þeir fóru til að taka hann af lífi“ Mexíkóski blaðamaðurinn Juan Carlos Huerta var myrtur í gær og varð þar með fjórði blaðamaðurinn sem myrtur er í Mexíkó á þessu ári. 16. maí 2018 09:03
Telja hjólreiðamenn hafa í raun verið myrta á hrottafenginn hátt í Mexíkó Höfuð og fót vantaði á annað líkið en í fyrst var talið að um slys væri að ræða. 12. maí 2018 17:23