Einn þekktasti hönnuður samtímans með sýningu í Reykjavík Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 13. júní 2018 09:00 Tom Dixon er einn þekktasti hönnuður samtímans. Samsett/GettyImages-Tom Dixon Hönnuðurinn Tom Dixon heldur sýninguna Around the World í nokkrum borgum víðs vegar um heiminn og var Reykjavík valin sem ein þeirra. Um er að ræða sérstakan viðburð í samstarfi við Lumex hér á landi. Dixon er einn þekktasti hönnuður samtímans og verður hann staddur á Íslandi í lok vikunnar vegna sýningarinnar. Dixon er í 90 daga ævintýri um heiminn þar sem hann kynnir nýjungar í lýsingu, húsgögnum og fylgihlutum fyrir heimilið. Borgirnar sem hann heldur sýningu í eru London, New York, Casablanca, Singapore, Toronto, Cape town, Berlín, Lima, Sydney, Tokyo, Hong Kong og svo Reykjavík. Sett verður upp sýning í KEXverksmiðjunni fyrir neðan Kex hostel og verður umgjörðin öll hin glæsilegasta. Sýningin verður opin 16. og 17. júní frá 11 til 17. Afsláttur er af Tom Dixon vörunum á meðan sýningunni stendur og einn heppinn sýningargestur á kost á því að vinna MELT ljósið í nýrri svartri útgáfu. MELT ljósiðMynd/Tom DixonÁ meðal þess sem Dixon sýnir hér á landi er dularfullur og svartur MELT með dáleiðandi sjónrænum áhrifum, rafmögnuðum bláum ljósum, geimaldarlegum og bólstruðum silfur leðurhúsgögnum ásamt nýjum vefnaðar- og glervörum. Þessi sýning er án efa eitthvað sem áhugafólk um hönnun hér á landi mun ekki láta framhjá sér fara. Dixon er „fastagestur“ á síðum tímaritsins Hús og híbýli enda hefur hönnun Dixon verið áberandi á heimilum íslenskra fagurkera síðustu ár. Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Hönnuðurinn Tom Dixon heldur sýninguna Around the World í nokkrum borgum víðs vegar um heiminn og var Reykjavík valin sem ein þeirra. Um er að ræða sérstakan viðburð í samstarfi við Lumex hér á landi. Dixon er einn þekktasti hönnuður samtímans og verður hann staddur á Íslandi í lok vikunnar vegna sýningarinnar. Dixon er í 90 daga ævintýri um heiminn þar sem hann kynnir nýjungar í lýsingu, húsgögnum og fylgihlutum fyrir heimilið. Borgirnar sem hann heldur sýningu í eru London, New York, Casablanca, Singapore, Toronto, Cape town, Berlín, Lima, Sydney, Tokyo, Hong Kong og svo Reykjavík. Sett verður upp sýning í KEXverksmiðjunni fyrir neðan Kex hostel og verður umgjörðin öll hin glæsilegasta. Sýningin verður opin 16. og 17. júní frá 11 til 17. Afsláttur er af Tom Dixon vörunum á meðan sýningunni stendur og einn heppinn sýningargestur á kost á því að vinna MELT ljósið í nýrri svartri útgáfu. MELT ljósiðMynd/Tom DixonÁ meðal þess sem Dixon sýnir hér á landi er dularfullur og svartur MELT með dáleiðandi sjónrænum áhrifum, rafmögnuðum bláum ljósum, geimaldarlegum og bólstruðum silfur leðurhúsgögnum ásamt nýjum vefnaðar- og glervörum. Þessi sýning er án efa eitthvað sem áhugafólk um hönnun hér á landi mun ekki láta framhjá sér fara. Dixon er „fastagestur“ á síðum tímaritsins Hús og híbýli enda hefur hönnun Dixon verið áberandi á heimilum íslenskra fagurkera síðustu ár.
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Lífið samstarf Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira