HM 2026 verður í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júní 2018 10:59 Vísir/getty Heimsmeistaramótið árið 2026 verður haldið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Kosið var á þingi FIFA í Moskvu í dag. Valið var á milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada eða Morokkó og vann sameiginlegt framboð Norður-Ameríku örugglega með 67 prósent atkvæðanna eða 134 af 203. Morokkó fékk 65 atkvæði. 48 þáttökuþjóðir munu taka þátt í lokakeppni HM 2026 og munu leikirnir fara fram í 16 borgum í löndunum þremur. Þjóðirnar þrjár ætla í fyrsta skipti að skipta út einum opnunarleik fyrir þrjá, einn í hverju landi. Framboð þeirra var undir slagorðinu „fótbolti fyrir alla“ og snérist mikið um sameiningu allra þjóðflokka og þjóðerna og allir væru velkomnir saman til Norður-Ameríku. Þá var spáð að HM 2026 skili 11 milljörðum dollara í gróða fyrir alþjóða knattspyrnusambandið. Áhættan við lokakeppni í Norður-Ameríku var mun minni en í Morokkó og þarf til dæmis ekki að byggja einn einasta leikvang frá grunni heldur aðeins endurgera sjö þeirra. Þegar árið 2026 gengur í garð verða 32 ár síðan HM var síðast í Norður-Ameríku, í Bandaríkjunum 1994. Í millitíðinni hefur HM verið haldið í öllum öðrum heimsálfum, í sumum oftar en einu sinni. Fulltrúar KSÍ á þinginu kusu sameinaða framboð Norður-Ameríku þjóðarinnar. Íran var eina þjóðin sem kaus hvorugt framboðið. Allar Norðurlandaþjóðirnar völdu sameinaða framboðið. Niðurstöður kosningarinnar má sjá í heild sinni hér. Fótbolti HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir 48 liða HM í Katar 2022? Suður-ameríska knattspyrnusambandið sendi í vikunni fyrirspurn á FIFA um að taka upp 48 liða HM í Katar 2022 en áætlun FIFA um að stækka mótið átti að taka gildi síðar. 13. apríl 2018 07:00 Umsókn Morokkó um HM 2026 staðfest │Kosið 13. júní Umsókn Morokkó um að halda HM 2026 í fótbolta hefur staðist skoðun FIFA og mun keppa við umsókn Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó þrátt fyrir að teljast áhættusöm í þremur flokkum mats FIFA. 2. júní 2018 09:45 Skora á KSÍ að greiða ekki atkvæði með HM í Marokkó Vinafélag Vestur-Sahara hvetur Knattspyrnusamband Íslands til þess að styðja ekki umsókn Marokkó um að halda HM í knattspyrnu árið 2026. 4. maí 2018 08:26 Er Trump að skemma fyrir HM-umsókn Bandaríkjamanna? Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í umræðuna um HM 2026 í gærkvöld en Bandaríkjamenn vilja halda keppnina með Kanada og Mexíkó. 27. apríl 2018 11:00 Blatter: HM á að vera í einu landi Þó svo Sepp Blatter sé horfinn á braut frá FIFA þá er hann enn duglegur við að koma sínum hugmyndum á framfæri við knattspyrnuheiminn. 9. maí 2018 14:30 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Heimsmeistaramótið árið 2026 verður haldið í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada. Kosið var á þingi FIFA í Moskvu í dag. Valið var á milli Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada eða Morokkó og vann sameiginlegt framboð Norður-Ameríku örugglega með 67 prósent atkvæðanna eða 134 af 203. Morokkó fékk 65 atkvæði. 48 þáttökuþjóðir munu taka þátt í lokakeppni HM 2026 og munu leikirnir fara fram í 16 borgum í löndunum þremur. Þjóðirnar þrjár ætla í fyrsta skipti að skipta út einum opnunarleik fyrir þrjá, einn í hverju landi. Framboð þeirra var undir slagorðinu „fótbolti fyrir alla“ og snérist mikið um sameiningu allra þjóðflokka og þjóðerna og allir væru velkomnir saman til Norður-Ameríku. Þá var spáð að HM 2026 skili 11 milljörðum dollara í gróða fyrir alþjóða knattspyrnusambandið. Áhættan við lokakeppni í Norður-Ameríku var mun minni en í Morokkó og þarf til dæmis ekki að byggja einn einasta leikvang frá grunni heldur aðeins endurgera sjö þeirra. Þegar árið 2026 gengur í garð verða 32 ár síðan HM var síðast í Norður-Ameríku, í Bandaríkjunum 1994. Í millitíðinni hefur HM verið haldið í öllum öðrum heimsálfum, í sumum oftar en einu sinni. Fulltrúar KSÍ á þinginu kusu sameinaða framboð Norður-Ameríku þjóðarinnar. Íran var eina þjóðin sem kaus hvorugt framboðið. Allar Norðurlandaþjóðirnar völdu sameinaða framboðið. Niðurstöður kosningarinnar má sjá í heild sinni hér.
Fótbolti HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir 48 liða HM í Katar 2022? Suður-ameríska knattspyrnusambandið sendi í vikunni fyrirspurn á FIFA um að taka upp 48 liða HM í Katar 2022 en áætlun FIFA um að stækka mótið átti að taka gildi síðar. 13. apríl 2018 07:00 Umsókn Morokkó um HM 2026 staðfest │Kosið 13. júní Umsókn Morokkó um að halda HM 2026 í fótbolta hefur staðist skoðun FIFA og mun keppa við umsókn Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó þrátt fyrir að teljast áhættusöm í þremur flokkum mats FIFA. 2. júní 2018 09:45 Skora á KSÍ að greiða ekki atkvæði með HM í Marokkó Vinafélag Vestur-Sahara hvetur Knattspyrnusamband Íslands til þess að styðja ekki umsókn Marokkó um að halda HM í knattspyrnu árið 2026. 4. maí 2018 08:26 Er Trump að skemma fyrir HM-umsókn Bandaríkjamanna? Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í umræðuna um HM 2026 í gærkvöld en Bandaríkjamenn vilja halda keppnina með Kanada og Mexíkó. 27. apríl 2018 11:00 Blatter: HM á að vera í einu landi Þó svo Sepp Blatter sé horfinn á braut frá FIFA þá er hann enn duglegur við að koma sínum hugmyndum á framfæri við knattspyrnuheiminn. 9. maí 2018 14:30 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
48 liða HM í Katar 2022? Suður-ameríska knattspyrnusambandið sendi í vikunni fyrirspurn á FIFA um að taka upp 48 liða HM í Katar 2022 en áætlun FIFA um að stækka mótið átti að taka gildi síðar. 13. apríl 2018 07:00
Umsókn Morokkó um HM 2026 staðfest │Kosið 13. júní Umsókn Morokkó um að halda HM 2026 í fótbolta hefur staðist skoðun FIFA og mun keppa við umsókn Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó þrátt fyrir að teljast áhættusöm í þremur flokkum mats FIFA. 2. júní 2018 09:45
Skora á KSÍ að greiða ekki atkvæði með HM í Marokkó Vinafélag Vestur-Sahara hvetur Knattspyrnusamband Íslands til þess að styðja ekki umsókn Marokkó um að halda HM í knattspyrnu árið 2026. 4. maí 2018 08:26
Er Trump að skemma fyrir HM-umsókn Bandaríkjamanna? Donald Trump Bandaríkjaforseti blandaði sér í umræðuna um HM 2026 í gærkvöld en Bandaríkjamenn vilja halda keppnina með Kanada og Mexíkó. 27. apríl 2018 11:00
Blatter: HM á að vera í einu landi Þó svo Sepp Blatter sé horfinn á braut frá FIFA þá er hann enn duglegur við að koma sínum hugmyndum á framfæri við knattspyrnuheiminn. 9. maí 2018 14:30