HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. júní 2018 06:00 Emmsjé Gauti, Pétur Marteinsson, Friðrik Guðmundsson og Gísli Marteinn. HM-Torgið má sjá í bakgrunninum Vesturbæingar og nærsveitamenn geta tekið gleði sína eftir áfallið sem þeir urðu fyrir þegar það komst í fréttir hér í þessu blaði að rífa ætti Hagavagninn – HM í knattspyrnu verður skellt á skjá í hjarta Vesturbæjarins, á Melavellinum við Hofsvallagötu, sem af sumum er kölluð Oxford Street Reykjavíkur. „Ég er hérna staddur á skrifstofu Kaffi Vest og er að horfa á Exton menn byggja risaskjá fyrir utan. Það er kominn neðri parturinn á risaskjá sem er staðsettur á túninu við hliðina á Vesturbæjarlaug, við Hagavagninn. Þar erum við nefnilega að setja upp HM-torg, á því sem heitir Melavöllurinn,“ segir Emmsjé Gauti frá Hagavagninum en HM torgið er samstarf á milli Kaffi Vest, Brauð og Co., Melabúðarinnar og Hagavagnsins.Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám „Við vorum að hugsa hvernig við gætum aukið hverfisstemminguna og hvað við getum gert fyrir fólkið. Svo er líka þessi gata að verða svona, tja … Oxford Street Vesturbæjarins. Eða nýi Laugavegurinn. Það er að skapast rosalegur menningarkjarni hérna. Það eru flestir í þessum fyrirtækjum sem fá sér kaffi á Kaffi Vest þannig að þar hittumst við og þar spratt upp þessi hugmynd að gera þetta svona í kringum HM. Hugmyndin fékk að gerjast í smá tíma og endaði svona. Það er dálítið fyndið við þennan hóp sem setur þetta saman, þessa Vesturbæjar-mafíu, að þar eru fimm Breiðhyltingar.“ Gauti segir að hugmyndin hafi svo orðið að veruleika með innkomu Coke og Origo inn í hana en þá fóru hlutirnir að gerast. „Það verður veitingasala á staðnum. Við erum að stefna á að þetta verði fjölskylduvæn hátíð og að hér verði aðallega húllumhæ í kringum þessa þrjá íslensku leiki – og auðvitað ef við komumst áfram þá sýnum við það. Við erum svona að meta hvernig þetta verður þegar á líður – hvort við verðum með fleiri stóra leiki hérna eða hvernig það verður – það fer svolítið eftir stemmingu.“Verður fólk bara þarna í lautarferðarstemmingu með teppi á grasinu eða hvernig verður þetta? „Við ætlum að setja upp bekki og stóla en hvetjum fólk samt sem áður að taka með sér tjaldstóla og teppi. Næsta verkefni er að biðja til veðurguðanna til að fá þá til að vera góðir við okkur. Nú veit maður aldrei hvernig spáin verður en ég mun standa þarna í ponsjó sama hvernig veðrið verður.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Vesturbæingar og nærsveitamenn geta tekið gleði sína eftir áfallið sem þeir urðu fyrir þegar það komst í fréttir hér í þessu blaði að rífa ætti Hagavagninn – HM í knattspyrnu verður skellt á skjá í hjarta Vesturbæjarins, á Melavellinum við Hofsvallagötu, sem af sumum er kölluð Oxford Street Reykjavíkur. „Ég er hérna staddur á skrifstofu Kaffi Vest og er að horfa á Exton menn byggja risaskjá fyrir utan. Það er kominn neðri parturinn á risaskjá sem er staðsettur á túninu við hliðina á Vesturbæjarlaug, við Hagavagninn. Þar erum við nefnilega að setja upp HM-torg, á því sem heitir Melavöllurinn,“ segir Emmsjé Gauti frá Hagavagninum en HM torgið er samstarf á milli Kaffi Vest, Brauð og Co., Melabúðarinnar og Hagavagnsins.Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám „Við vorum að hugsa hvernig við gætum aukið hverfisstemminguna og hvað við getum gert fyrir fólkið. Svo er líka þessi gata að verða svona, tja … Oxford Street Vesturbæjarins. Eða nýi Laugavegurinn. Það er að skapast rosalegur menningarkjarni hérna. Það eru flestir í þessum fyrirtækjum sem fá sér kaffi á Kaffi Vest þannig að þar hittumst við og þar spratt upp þessi hugmynd að gera þetta svona í kringum HM. Hugmyndin fékk að gerjast í smá tíma og endaði svona. Það er dálítið fyndið við þennan hóp sem setur þetta saman, þessa Vesturbæjar-mafíu, að þar eru fimm Breiðhyltingar.“ Gauti segir að hugmyndin hafi svo orðið að veruleika með innkomu Coke og Origo inn í hana en þá fóru hlutirnir að gerast. „Það verður veitingasala á staðnum. Við erum að stefna á að þetta verði fjölskylduvæn hátíð og að hér verði aðallega húllumhæ í kringum þessa þrjá íslensku leiki – og auðvitað ef við komumst áfram þá sýnum við það. Við erum svona að meta hvernig þetta verður þegar á líður – hvort við verðum með fleiri stóra leiki hérna eða hvernig það verður – það fer svolítið eftir stemmingu.“Verður fólk bara þarna í lautarferðarstemmingu með teppi á grasinu eða hvernig verður þetta? „Við ætlum að setja upp bekki og stóla en hvetjum fólk samt sem áður að taka með sér tjaldstóla og teppi. Næsta verkefni er að biðja til veðurguðanna til að fá þá til að vera góðir við okkur. Nú veit maður aldrei hvernig spáin verður en ég mun standa þarna í ponsjó sama hvernig veðrið verður.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45 Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Ekki á hverjum degi sem þroskasaga einnar konu kemur á hvíta tjaldið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Sjá meira
Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45