HM-torg á Oxford Street Vesturbæjar Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. júní 2018 06:00 Emmsjé Gauti, Pétur Marteinsson, Friðrik Guðmundsson og Gísli Marteinn. HM-Torgið má sjá í bakgrunninum Vesturbæingar og nærsveitamenn geta tekið gleði sína eftir áfallið sem þeir urðu fyrir þegar það komst í fréttir hér í þessu blaði að rífa ætti Hagavagninn – HM í knattspyrnu verður skellt á skjá í hjarta Vesturbæjarins, á Melavellinum við Hofsvallagötu, sem af sumum er kölluð Oxford Street Reykjavíkur. „Ég er hérna staddur á skrifstofu Kaffi Vest og er að horfa á Exton menn byggja risaskjá fyrir utan. Það er kominn neðri parturinn á risaskjá sem er staðsettur á túninu við hliðina á Vesturbæjarlaug, við Hagavagninn. Þar erum við nefnilega að setja upp HM-torg, á því sem heitir Melavöllurinn,“ segir Emmsjé Gauti frá Hagavagninum en HM torgið er samstarf á milli Kaffi Vest, Brauð og Co., Melabúðarinnar og Hagavagnsins.Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám „Við vorum að hugsa hvernig við gætum aukið hverfisstemminguna og hvað við getum gert fyrir fólkið. Svo er líka þessi gata að verða svona, tja … Oxford Street Vesturbæjarins. Eða nýi Laugavegurinn. Það er að skapast rosalegur menningarkjarni hérna. Það eru flestir í þessum fyrirtækjum sem fá sér kaffi á Kaffi Vest þannig að þar hittumst við og þar spratt upp þessi hugmynd að gera þetta svona í kringum HM. Hugmyndin fékk að gerjast í smá tíma og endaði svona. Það er dálítið fyndið við þennan hóp sem setur þetta saman, þessa Vesturbæjar-mafíu, að þar eru fimm Breiðhyltingar.“ Gauti segir að hugmyndin hafi svo orðið að veruleika með innkomu Coke og Origo inn í hana en þá fóru hlutirnir að gerast. „Það verður veitingasala á staðnum. Við erum að stefna á að þetta verði fjölskylduvæn hátíð og að hér verði aðallega húllumhæ í kringum þessa þrjá íslensku leiki – og auðvitað ef við komumst áfram þá sýnum við það. Við erum svona að meta hvernig þetta verður þegar á líður – hvort við verðum með fleiri stóra leiki hérna eða hvernig það verður – það fer svolítið eftir stemmingu.“Verður fólk bara þarna í lautarferðarstemmingu með teppi á grasinu eða hvernig verður þetta? „Við ætlum að setja upp bekki og stóla en hvetjum fólk samt sem áður að taka með sér tjaldstóla og teppi. Næsta verkefni er að biðja til veðurguðanna til að fá þá til að vera góðir við okkur. Nú veit maður aldrei hvernig spáin verður en ég mun standa þarna í ponsjó sama hvernig veðrið verður.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45 Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira
Vesturbæingar og nærsveitamenn geta tekið gleði sína eftir áfallið sem þeir urðu fyrir þegar það komst í fréttir hér í þessu blaði að rífa ætti Hagavagninn – HM í knattspyrnu verður skellt á skjá í hjarta Vesturbæjarins, á Melavellinum við Hofsvallagötu, sem af sumum er kölluð Oxford Street Reykjavíkur. „Ég er hérna staddur á skrifstofu Kaffi Vest og er að horfa á Exton menn byggja risaskjá fyrir utan. Það er kominn neðri parturinn á risaskjá sem er staðsettur á túninu við hliðina á Vesturbæjarlaug, við Hagavagninn. Þar erum við nefnilega að setja upp HM-torg, á því sem heitir Melavöllurinn,“ segir Emmsjé Gauti frá Hagavagninum en HM torgið er samstarf á milli Kaffi Vest, Brauð og Co., Melabúðarinnar og Hagavagnsins.Sjá einnig: Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám „Við vorum að hugsa hvernig við gætum aukið hverfisstemminguna og hvað við getum gert fyrir fólkið. Svo er líka þessi gata að verða svona, tja … Oxford Street Vesturbæjarins. Eða nýi Laugavegurinn. Það er að skapast rosalegur menningarkjarni hérna. Það eru flestir í þessum fyrirtækjum sem fá sér kaffi á Kaffi Vest þannig að þar hittumst við og þar spratt upp þessi hugmynd að gera þetta svona í kringum HM. Hugmyndin fékk að gerjast í smá tíma og endaði svona. Það er dálítið fyndið við þennan hóp sem setur þetta saman, þessa Vesturbæjar-mafíu, að þar eru fimm Breiðhyltingar.“ Gauti segir að hugmyndin hafi svo orðið að veruleika með innkomu Coke og Origo inn í hana en þá fóru hlutirnir að gerast. „Það verður veitingasala á staðnum. Við erum að stefna á að þetta verði fjölskylduvæn hátíð og að hér verði aðallega húllumhæ í kringum þessa þrjá íslensku leiki – og auðvitað ef við komumst áfram þá sýnum við það. Við erum svona að meta hvernig þetta verður þegar á líður – hvort við verðum með fleiri stóra leiki hérna eða hvernig það verður – það fer svolítið eftir stemmingu.“Verður fólk bara þarna í lautarferðarstemmingu með teppi á grasinu eða hvernig verður þetta? „Við ætlum að setja upp bekki og stóla en hvetjum fólk samt sem áður að taka með sér tjaldstóla og teppi. Næsta verkefni er að biðja til veðurguðanna til að fá þá til að vera góðir við okkur. Nú veit maður aldrei hvernig spáin verður en ég mun standa þarna í ponsjó sama hvernig veðrið verður.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45 Mest lesið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fleiri fréttir „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Sjá meira
Víða hægt að horfa á frumraun Íslands á HM á risaskjám Stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem vilja gera sér glaðan dag og horfa á leik Íslands og Argentínu á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á laugardaginn í hópi annarra stuðningsmanna þurfa ekki að örvænta. 13. júní 2018 14:45