Stór hluti Færeyinga styður Ísland á HM Sylvía Hall skrifar 14. júní 2018 20:08 Frændur okkar í Færeyjum eru greinilega góðir stuðningsmenn og fögnuðu eftirminnilega 1-1 jafntefli Íslands við Portúgal á Evrópumótinu fyrir tveimur árum síðan. Vísir/SH Nú eru aðeins tveir dagar í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í fótbolta og spennan á meðal stuðningsmanna Íslands að ná hámarki. Það eru þó ekki bara Íslendingar sem hlakka til að sjá íslenska landsliðið mæta á völlinn á laugardaginn, en frændur okkar í Færeyjum munu styðja dyggilega við bakið á landsliðinu þegar það mætir til leiks í Rússlandi. Samkvæmt skoðanakönnun í Facebook-hópnum „Fótboltskjak“, eða fótboltaspjallið eins og mætti þýða það á íslensku, segjast 41,7% styðja íslenska liðið á HM. Því næst koma Englendingar með 16,2% og Danir sitja í þriðja sætinu með 10,6% stuðning meðlima hópsins. Margir leikir á heimsmeistaramótinu verða sýndir í beinni útsendingu á Trappuni í miðbæ Þórshafnar, en þar verður risaskjá stillt upp þar sem hægt verður að fylgjast með beinum útsendingum frá mótinu. Fyrst og fremst verða þó leikir Íslands og Danmerkur sýndir, og í tilkynningu frá fjarskiptafyrirtækinu Føroya Tele, sem stendur fyrir sýningu leikjanna, er vonast eftir því að sama stemning nái að skapast í kringum leikina og var á Evrópumótinu 2016.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslok Það vakti mikla athygli þegar frændur okkar fögnuðu jafntefli Íslands við Portúgal vel og innilega í miðbæ Þórshafnar á EM 2016, en leikurinn var einmitt sýndur á sama stað í miðbænum og sýningar verða í ár. Það er því óhætt að segja að íslenska liðið eigi trausta stuðningsmenn í frændum okkar sem bíða spenntir eftir að sjá lið Íslands mæta Argentínu á laugardaginn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Ljóst er að margir Færeyingar halda með Íslendingum á EM og má vænta hundruð manns í miðbæ Þórshafnar að horfa á leikinn gegn Ungverjum. 17. júní 2016 17:02 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Nú eru aðeins tveir dagar í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í fótbolta og spennan á meðal stuðningsmanna Íslands að ná hámarki. Það eru þó ekki bara Íslendingar sem hlakka til að sjá íslenska landsliðið mæta á völlinn á laugardaginn, en frændur okkar í Færeyjum munu styðja dyggilega við bakið á landsliðinu þegar það mætir til leiks í Rússlandi. Samkvæmt skoðanakönnun í Facebook-hópnum „Fótboltskjak“, eða fótboltaspjallið eins og mætti þýða það á íslensku, segjast 41,7% styðja íslenska liðið á HM. Því næst koma Englendingar með 16,2% og Danir sitja í þriðja sætinu með 10,6% stuðning meðlima hópsins. Margir leikir á heimsmeistaramótinu verða sýndir í beinni útsendingu á Trappuni í miðbæ Þórshafnar, en þar verður risaskjá stillt upp þar sem hægt verður að fylgjast með beinum útsendingum frá mótinu. Fyrst og fremst verða þó leikir Íslands og Danmerkur sýndir, og í tilkynningu frá fjarskiptafyrirtækinu Føroya Tele, sem stendur fyrir sýningu leikjanna, er vonast eftir því að sama stemning nái að skapast í kringum leikina og var á Evrópumótinu 2016.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslok Það vakti mikla athygli þegar frændur okkar fögnuðu jafntefli Íslands við Portúgal vel og innilega í miðbæ Þórshafnar á EM 2016, en leikurinn var einmitt sýndur á sama stað í miðbænum og sýningar verða í ár. Það er því óhætt að segja að íslenska liðið eigi trausta stuðningsmenn í frændum okkar sem bíða spenntir eftir að sjá lið Íslands mæta Argentínu á laugardaginn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Ljóst er að margir Færeyingar halda með Íslendingum á EM og má vænta hundruð manns í miðbæ Þórshafnar að horfa á leikinn gegn Ungverjum. 17. júní 2016 17:02 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna Þrenna hjá Patrick og ferna hjá Unni Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Sjá meira
Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Ljóst er að margir Færeyingar halda með Íslendingum á EM og má vænta hundruð manns í miðbæ Þórshafnar að horfa á leikinn gegn Ungverjum. 17. júní 2016 17:02