Stór hluti Færeyinga styður Ísland á HM Sylvía Hall skrifar 14. júní 2018 20:08 Frændur okkar í Færeyjum eru greinilega góðir stuðningsmenn og fögnuðu eftirminnilega 1-1 jafntefli Íslands við Portúgal á Evrópumótinu fyrir tveimur árum síðan. Vísir/SH Nú eru aðeins tveir dagar í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í fótbolta og spennan á meðal stuðningsmanna Íslands að ná hámarki. Það eru þó ekki bara Íslendingar sem hlakka til að sjá íslenska landsliðið mæta á völlinn á laugardaginn, en frændur okkar í Færeyjum munu styðja dyggilega við bakið á landsliðinu þegar það mætir til leiks í Rússlandi. Samkvæmt skoðanakönnun í Facebook-hópnum „Fótboltskjak“, eða fótboltaspjallið eins og mætti þýða það á íslensku, segjast 41,7% styðja íslenska liðið á HM. Því næst koma Englendingar með 16,2% og Danir sitja í þriðja sætinu með 10,6% stuðning meðlima hópsins. Margir leikir á heimsmeistaramótinu verða sýndir í beinni útsendingu á Trappuni í miðbæ Þórshafnar, en þar verður risaskjá stillt upp þar sem hægt verður að fylgjast með beinum útsendingum frá mótinu. Fyrst og fremst verða þó leikir Íslands og Danmerkur sýndir, og í tilkynningu frá fjarskiptafyrirtækinu Føroya Tele, sem stendur fyrir sýningu leikjanna, er vonast eftir því að sama stemning nái að skapast í kringum leikina og var á Evrópumótinu 2016.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslok Það vakti mikla athygli þegar frændur okkar fögnuðu jafntefli Íslands við Portúgal vel og innilega í miðbæ Þórshafnar á EM 2016, en leikurinn var einmitt sýndur á sama stað í miðbænum og sýningar verða í ár. Það er því óhætt að segja að íslenska liðið eigi trausta stuðningsmenn í frændum okkar sem bíða spenntir eftir að sjá lið Íslands mæta Argentínu á laugardaginn. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Ljóst er að margir Færeyingar halda með Íslendingum á EM og má vænta hundruð manns í miðbæ Þórshafnar að horfa á leikinn gegn Ungverjum. 17. júní 2016 17:02 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Sjá meira
Nú eru aðeins tveir dagar í fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramótinu í fótbolta og spennan á meðal stuðningsmanna Íslands að ná hámarki. Það eru þó ekki bara Íslendingar sem hlakka til að sjá íslenska landsliðið mæta á völlinn á laugardaginn, en frændur okkar í Færeyjum munu styðja dyggilega við bakið á landsliðinu þegar það mætir til leiks í Rússlandi. Samkvæmt skoðanakönnun í Facebook-hópnum „Fótboltskjak“, eða fótboltaspjallið eins og mætti þýða það á íslensku, segjast 41,7% styðja íslenska liðið á HM. Því næst koma Englendingar með 16,2% og Danir sitja í þriðja sætinu með 10,6% stuðning meðlima hópsins. Margir leikir á heimsmeistaramótinu verða sýndir í beinni útsendingu á Trappuni í miðbæ Þórshafnar, en þar verður risaskjá stillt upp þar sem hægt verður að fylgjast með beinum útsendingum frá mótinu. Fyrst og fremst verða þó leikir Íslands og Danmerkur sýndir, og í tilkynningu frá fjarskiptafyrirtækinu Føroya Tele, sem stendur fyrir sýningu leikjanna, er vonast eftir því að sama stemning nái að skapast í kringum leikina og var á Evrópumótinu 2016.Sjá einnig: Frændur okkar í Færeyjum ærðust af fögnuði í leikslok Það vakti mikla athygli þegar frændur okkar fögnuðu jafntefli Íslands við Portúgal vel og innilega í miðbæ Þórshafnar á EM 2016, en leikurinn var einmitt sýndur á sama stað í miðbænum og sýningar verða í ár. Það er því óhætt að segja að íslenska liðið eigi trausta stuðningsmenn í frændum okkar sem bíða spenntir eftir að sjá lið Íslands mæta Argentínu á laugardaginn.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Ljóst er að margir Færeyingar halda með Íslendingum á EM og má vænta hundruð manns í miðbæ Þórshafnar að horfa á leikinn gegn Ungverjum. 17. júní 2016 17:02 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Sjá meira
Mikill meðbyr með íslenska landsliðinu í Færeyjum: „Þetta er ógeðslega gaman“ Ljóst er að margir Færeyingar halda með Íslendingum á EM og má vænta hundruð manns í miðbæ Þórshafnar að horfa á leikinn gegn Ungverjum. 17. júní 2016 17:02