Tugir misstu vinnuna í bið eftir svörum Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. júní 2018 06:00 86 starfsmönnum var sagt upp hjá Odda í upphafi árs. Vísir/ANton „Þetta er að mínu mati mjög ógegnsætt ferli,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, um vinnubrögð samkeppnisyfirvalda. Í byrjun árs keypti Oddi fyrirtækið Plastprent. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin með þeim fyrirvara að Oddi gengist undir sátt. Hún fól í sér ýmis skilyrði sem stjórnendur fyrirtækisins töldu vera mjög íþyngjandi. Í lok árs 2016 sendi Oddi Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem óskað var eftir því að fyrirtækið losnaði undan sáttinni og á það var fallist í síðasta mánuði. Í millitíðinni, eða í janúar síðastliðnum, tilkynnti Oddi að starfsemi Kassagerðarinnar og Plastprents yrði lögð niður með þeim afleiðingum að 86 manns var sagt upp.Sjá einnig: 86 manns sagt upp hjá OddaKristjáni Geir þykir Samkeppniseftirlitið hafa brugðist seint við. „Það er mjög erfitt að fá svör frá Samkeppniseftirlitinu. Þetta er venjulega þannig að málið sé í vinnslu. Svo var gefið út að það væri mikið álag á Samkeppniseftirlitinu vegna samruna annarra félaga. Til dæmis Haga og Olís og annarra mála í þeim dúr. En alltaf biðum við bara,“ segir hann. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að samrunamál verði að vera í forgang hjá Samkeppniseftirlitinu. Fréttablaðið/AntonSáttin hafi verið mjög íþyngjandi fyrir fyrirtækið, þó að hún hafi ekki verið eina ástæða þess að loka þurfti verksmiðjunum í byrjun árs. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að breytingarnar á rekstri Odda sem tilkynntar voru í janúar síðastliðnum hafi verið forsendan fyrir þeirri ákvörðun að fella niður skilyrðin í sáttinni. Um leið og ósk hafi borist í árslok 2016 um að þau yrðu felld niður hafi Samkeppniseftirlitið óskað umsagna á markaðnum og keppinautar gefið sig fram sem töldu að staða Odda hefði ekki breyst með þeim hætti sem Oddi hélt fram. Þess vegna væri enn þá mikilvægt að þessi skilyrði giltu. „Þá blasti við að við þyrftum að fara í ítarlegri rannsókn sem kallaði á að við öfluðum upplýsinga um veltu og tækjum til skoðunar að nýju þær skilgreiningar á mörkuðum sem þarna eru undir,“ segir hann. Páll Gunnar segir að ekki hafi verið mögulegt að fara beint í þá athugun. „Vegna þess að það var og er mikið álag á stofnuninni og við þurfum að setja samrunamál, það er að segja þau mál sem eru á lögbundnum frestum, fram fyrir. Síðan verða þessar breytingar á högum Odda sem leiða til þess að skilyrðin eiga ekki lengur við og þá eru þau felld úr gildi í framhaldi af því,“ segir Páll. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
„Þetta er að mínu mati mjög ógegnsætt ferli,“ segir Kristján Geir Gunnarsson, framkvæmdastjóri Odda, um vinnubrögð samkeppnisyfirvalda. Í byrjun árs keypti Oddi fyrirtækið Plastprent. Samkeppniseftirlitið samþykkti kaupin með þeim fyrirvara að Oddi gengist undir sátt. Hún fól í sér ýmis skilyrði sem stjórnendur fyrirtækisins töldu vera mjög íþyngjandi. Í lok árs 2016 sendi Oddi Samkeppniseftirlitinu bréf þar sem óskað var eftir því að fyrirtækið losnaði undan sáttinni og á það var fallist í síðasta mánuði. Í millitíðinni, eða í janúar síðastliðnum, tilkynnti Oddi að starfsemi Kassagerðarinnar og Plastprents yrði lögð niður með þeim afleiðingum að 86 manns var sagt upp.Sjá einnig: 86 manns sagt upp hjá OddaKristjáni Geir þykir Samkeppniseftirlitið hafa brugðist seint við. „Það er mjög erfitt að fá svör frá Samkeppniseftirlitinu. Þetta er venjulega þannig að málið sé í vinnslu. Svo var gefið út að það væri mikið álag á Samkeppniseftirlitinu vegna samruna annarra félaga. Til dæmis Haga og Olís og annarra mála í þeim dúr. En alltaf biðum við bara,“ segir hann. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að samrunamál verði að vera í forgang hjá Samkeppniseftirlitinu. Fréttablaðið/AntonSáttin hafi verið mjög íþyngjandi fyrir fyrirtækið, þó að hún hafi ekki verið eina ástæða þess að loka þurfti verksmiðjunum í byrjun árs. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að breytingarnar á rekstri Odda sem tilkynntar voru í janúar síðastliðnum hafi verið forsendan fyrir þeirri ákvörðun að fella niður skilyrðin í sáttinni. Um leið og ósk hafi borist í árslok 2016 um að þau yrðu felld niður hafi Samkeppniseftirlitið óskað umsagna á markaðnum og keppinautar gefið sig fram sem töldu að staða Odda hefði ekki breyst með þeim hætti sem Oddi hélt fram. Þess vegna væri enn þá mikilvægt að þessi skilyrði giltu. „Þá blasti við að við þyrftum að fara í ítarlegri rannsókn sem kallaði á að við öfluðum upplýsinga um veltu og tækjum til skoðunar að nýju þær skilgreiningar á mörkuðum sem þarna eru undir,“ segir hann. Páll Gunnar segir að ekki hafi verið mögulegt að fara beint í þá athugun. „Vegna þess að það var og er mikið álag á stofnuninni og við þurfum að setja samrunamál, það er að segja þau mál sem eru á lögbundnum frestum, fram fyrir. Síðan verða þessar breytingar á högum Odda sem leiða til þess að skilyrðin eiga ekki lengur við og þá eru þau felld úr gildi í framhaldi af því,“ segir Páll.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Tengdar fréttir 86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Sjá meira
86 manns sagt upp hjá Odda 86 manns munu missa starfið hjá Odda vegna ákvörðunar um að leggja af innlenda framleiðslu á plast- og bylgjuumbúðum. 30. janúar 2018 13:40
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent