Ótrúleg dramatík þegar Íranir unnu á sjálfsmarki í uppbótartíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júní 2018 17:00 Íranir fagna sigurmarki sínu. Vísir/Getty Carlos Queiroz stýrði Íran óvænt til sigurs í fyrsta leik á HM í Rússlandi en það verður erfitt að finna dramatískari endi á leik á þessu heimsmeistaramóti. Íran vann Marokkó 1-0 en sigurmark Írana skoraði framherji Marokkó. Marokkó var mun meira með boltann í leiknum og sterkari aðilinn en Íranir ógnuðu mikið í skyndisóknum og föstum leikatriðum. Íranir fengu besta færi fyrri hálfleiks eftir skyndisókn og skoruðu síðan sigurmarkið eftir aukaspyrnu. Aziz Bouhaddouz, framherji Marokkó, var þarna kominn í vörnina til að verjast föstu leikatriði og skallaði boltann glæsilega í eigið mark. Það var enginn fyrir framan hann og enginn að trufla hann. Skelfileg mistök sem svo gott sem gerðu út um möguleika Marokkó á að gera eitthvað á þessu heimsmeistaramóti. Hin liðin í riðlinum eru Spánn og Portúgal og afar ólíklegt að Marokkó fari að vinna báða leikina á móti þeim. Næstu dagar verða erfiðir fyrir Aziz Bouhaddouz en hann sást strunsa af velli í leikslok á sama tíma og Íranir fögnuðu gríðarlega og þökkuðu Allah fyrir.1 - Since 1966, Iran are the first team to score a goal in a half of football in the World Cup without attempting a single shot in that half. Fortunate. #MARIRN#MAR#IRN#WorldCuppic.twitter.com/AVD7xVJfU9 — OptaJoe (@OptaJoe) June 15, 2018 HM 2018 í Rússlandi
Carlos Queiroz stýrði Íran óvænt til sigurs í fyrsta leik á HM í Rússlandi en það verður erfitt að finna dramatískari endi á leik á þessu heimsmeistaramóti. Íran vann Marokkó 1-0 en sigurmark Írana skoraði framherji Marokkó. Marokkó var mun meira með boltann í leiknum og sterkari aðilinn en Íranir ógnuðu mikið í skyndisóknum og föstum leikatriðum. Íranir fengu besta færi fyrri hálfleiks eftir skyndisókn og skoruðu síðan sigurmarkið eftir aukaspyrnu. Aziz Bouhaddouz, framherji Marokkó, var þarna kominn í vörnina til að verjast föstu leikatriði og skallaði boltann glæsilega í eigið mark. Það var enginn fyrir framan hann og enginn að trufla hann. Skelfileg mistök sem svo gott sem gerðu út um möguleika Marokkó á að gera eitthvað á þessu heimsmeistaramóti. Hin liðin í riðlinum eru Spánn og Portúgal og afar ólíklegt að Marokkó fari að vinna báða leikina á móti þeim. Næstu dagar verða erfiðir fyrir Aziz Bouhaddouz en hann sást strunsa af velli í leikslok á sama tíma og Íranir fögnuðu gríðarlega og þökkuðu Allah fyrir.1 - Since 1966, Iran are the first team to score a goal in a half of football in the World Cup without attempting a single shot in that half. Fortunate. #MARIRN#MAR#IRN#WorldCuppic.twitter.com/AVD7xVJfU9 — OptaJoe (@OptaJoe) June 15, 2018
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti