Sumarmessan: Aron eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. júní 2018 13:30 Byrjar Aron eða byrjar hann ekki. Það er spurningin. vísir/vilhelm Stóra málið fyrir fyrsta leik Íslands á HM, sem er á morgun gegn Argentínu í Moskvu, er að sjálfsögðu hvort Aron Einar Gunnarsson geti tekið þátt í leiknum en hann er í kapphlaupi við tímann í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðsli. Strákarnir í Sumarmessunni, sem var frumsýnd á Stöð 2 Sport í gærkvöld, ræddu mál fyrirliðans og hvort hann myndi vera í byrjunarliðinu þegar flautað verður til leiks á morgun. „Ég tel hann vera alvöru íslenskan víking sem að verður klár í þennan leik. Hann verður klár í að byrja þennan leik og leiða liðið út í fyrsta leik okkar á HM,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, einn spekinga þáttarins. „Jói er gamall miðjumaður og þekkir hversu gríðarlegt álag það er að spila á miðri miðjunni, ég tala nú ekki um á móti liði eins og Argentínu. Þetta er eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur á móti Argentínu eftir að hafa verið frá í allan þennan tíma,“ sagði Hjörvar Hafliðason og tók Jóhannes undir það, hann býst ekki við því að fyrirliðinn taki allan leikinn en taldi gríðarlega mikilvægt að hann sé í byrjunarliðinu. Gylfi Þór Sigurðsson, ein skærasta stjarnan í liði sem annars er byggt á liðsheild frekar en stjörnustælum, er einnig að koma til baka eftir meiðsli. Hann er þó aðeins á undan Aroni í ferlinu og spilaði meðal annars í báðum æfingaleikjum Íslands á Laugardalsvelli í upphafi mánaðar. „Ekki nokkrar áhyggjur af honum,“ sagði Jóhannes Karl. „Hann sýndi okkur það í æfingaleikjunum að hann er klár í slaginn og rúmlega það, virðist bara vera nokkuð ferskur.“ „Okkar besti leikmaður og skiptir okkur miklu máli, ég held að hann sé klár í slaginn.“ Ísland mætir Argentínu á Spartak vellinum í Moskvu á morgun, laugardaginn 16. júní, klukkan 13:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til Moldóvu „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Sjá meira
Stóra málið fyrir fyrsta leik Íslands á HM, sem er á morgun gegn Argentínu í Moskvu, er að sjálfsögðu hvort Aron Einar Gunnarsson geti tekið þátt í leiknum en hann er í kapphlaupi við tímann í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðsli. Strákarnir í Sumarmessunni, sem var frumsýnd á Stöð 2 Sport í gærkvöld, ræddu mál fyrirliðans og hvort hann myndi vera í byrjunarliðinu þegar flautað verður til leiks á morgun. „Ég tel hann vera alvöru íslenskan víking sem að verður klár í þennan leik. Hann verður klár í að byrja þennan leik og leiða liðið út í fyrsta leik okkar á HM,“ sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, einn spekinga þáttarins. „Jói er gamall miðjumaður og þekkir hversu gríðarlegt álag það er að spila á miðri miðjunni, ég tala nú ekki um á móti liði eins og Argentínu. Þetta er eitthvað ofurmenni ef hann klárar 90 mínútur á móti Argentínu eftir að hafa verið frá í allan þennan tíma,“ sagði Hjörvar Hafliðason og tók Jóhannes undir það, hann býst ekki við því að fyrirliðinn taki allan leikinn en taldi gríðarlega mikilvægt að hann sé í byrjunarliðinu. Gylfi Þór Sigurðsson, ein skærasta stjarnan í liði sem annars er byggt á liðsheild frekar en stjörnustælum, er einnig að koma til baka eftir meiðsli. Hann er þó aðeins á undan Aroni í ferlinu og spilaði meðal annars í báðum æfingaleikjum Íslands á Laugardalsvelli í upphafi mánaðar. „Ekki nokkrar áhyggjur af honum,“ sagði Jóhannes Karl. „Hann sýndi okkur það í æfingaleikjunum að hann er klár í slaginn og rúmlega það, virðist bara vera nokkuð ferskur.“ „Okkar besti leikmaður og skiptir okkur miklu máli, ég held að hann sé klár í slaginn.“ Ísland mætir Argentínu á Spartak vellinum í Moskvu á morgun, laugardaginn 16. júní, klukkan 13:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni textalýsingu hér á Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til Moldóvu „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Sjá meira