Þrír mánuðir af óvissu: Segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. júní 2018 11:29 Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. T.v. Steinunn, t.h. úr safni nurhaks „Í ár er 100 ára fullveldisafmæli Íslands fagnað. Fullveldið Ísland treystir sér augljóslega ekki til að taka afstöðu til þess þegar annað ríki, sem er bandamaður þeirra í Nató, kallar ríkisborgara Íslands hryðjuverkamann og réttlætir með orðalaginu meint dráp á honum. Fullveldið Ísland treystir sér heldur ekki til að spyrja með skýrum hætti hvar lík Hauks er, sé hann þá látinn, eða hvað Tyrkir geri almennt við lík þeirra sem féllu í Afrin.“ Þetta segir Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakona, og vinkona Hauks Hilmarssonar en rúmlega þrír mánuðir eru síðan tyrkneskir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hann hefði verið drepinn í árás tyrkneska hersins á Kúrda í Afrín-héraði í norðurhluta Sýrlands. Steinunn segir að Haukur hafi verið sér sem bróðir í tólf ár og að svarleysið og óvissan hafi tekið mikið á. „Þau svör sem síðan hafa komið frá ríkisvaldinu hafa verið svo köld. Þetta er allt flækt í einhvern orðavaðal en þegar maður rýnir í þetta þá eru þetta engin svör. Þau eru alltaf bara búin að vera að sýna okkur takmarkanir kerfisins; að það sé ekki pólitískur vilji til að fara lengra en þetta og það er þetta viðmót sem við höfum mætt síðastliðna þrjá mánuði.“ Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. Haukur Hilmarsson var Steinunni eins og bróðir í tólf ár.Mynd/Eva Hauksdóttir „Á þessum hundrað dögum hafa íslensk stjórnvöld nákvæmlega ekkert sagt um afstöðu sína til þess að íslenskur ríkisborgari sé kallaður hryðjuverkamaður í tyrkneskum fjölmiðlum, sem flestir eru undir hæl þarlendra stjórnvalda, og óbeint af Erdogan sjálfum. Þau hafa heldur ekki tjáð sig um afstöðu þeirra til þess að hann hafi hugsanlega verið myrtur í ólöglegri innrás tyrkneska hersins í Afrin og reyndar virðast fjölmiðlar ekki heldur hafa spurt íslensk stjórnvöld um afstöðu þeirra í þessum efnum,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Steinunn segir að aðstandendur Hauks viti ekki hvort íslensk stjórnvöld taki undir skilgreiningu Tyrkja – að Haukur sé hryðjuverkamaður – og af þeim sökum viti vinir og fjölskylda Hauks ekki á hvaða forsendum athugun á afdrifum hans er. „Sé Haukur hryðjuverkamaður í augum íslenskra yfirvalda ættu þau að hafa dug í sér að segja það opinberlega. Sé hann það ekki ættu þau að fordæma þá skilgreiningu opinberlega og sinna leitinni að honum án nokkurs undirlægjuháttar,“ segir Steinunn sem bendir á að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi gott tækifæri til að opinbera afstöðu ríkisstjórnarinnar áður en hún hittir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, á ráðstefnu Nató í Brussel um miðjan næsta mánuð. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Óttast að lík Hauks gæti legið á víðavangi eða í fjöldagröf. 17. maí 2018 08:50 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
„Í ár er 100 ára fullveldisafmæli Íslands fagnað. Fullveldið Ísland treystir sér augljóslega ekki til að taka afstöðu til þess þegar annað ríki, sem er bandamaður þeirra í Nató, kallar ríkisborgara Íslands hryðjuverkamann og réttlætir með orðalaginu meint dráp á honum. Fullveldið Ísland treystir sér heldur ekki til að spyrja með skýrum hætti hvar lík Hauks er, sé hann þá látinn, eða hvað Tyrkir geri almennt við lík þeirra sem féllu í Afrin.“ Þetta segir Steinunn Gunnlaugsdóttir, listakona, og vinkona Hauks Hilmarssonar en rúmlega þrír mánuðir eru síðan tyrkneskir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hann hefði verið drepinn í árás tyrkneska hersins á Kúrda í Afrín-héraði í norðurhluta Sýrlands. Steinunn segir að Haukur hafi verið sér sem bróðir í tólf ár og að svarleysið og óvissan hafi tekið mikið á. „Þau svör sem síðan hafa komið frá ríkisvaldinu hafa verið svo köld. Þetta er allt flækt í einhvern orðavaðal en þegar maður rýnir í þetta þá eru þetta engin svör. Þau eru alltaf bara búin að vera að sýna okkur takmarkanir kerfisins; að það sé ekki pólitískur vilji til að fara lengra en þetta og það er þetta viðmót sem við höfum mætt síðastliðna þrjá mánuði.“ Steinunn segist hafa upplifað pólitískt viljaleysi af hálfu stjórnvalda og að stofnanirnar hafi notað þá lagabókstafi sem eru fyrir hendi gagngert til þess að takmarka upplýsingaflæðið til fjölskyldu og vina Hauks. Haukur Hilmarsson var Steinunni eins og bróðir í tólf ár.Mynd/Eva Hauksdóttir „Á þessum hundrað dögum hafa íslensk stjórnvöld nákvæmlega ekkert sagt um afstöðu sína til þess að íslenskur ríkisborgari sé kallaður hryðjuverkamaður í tyrkneskum fjölmiðlum, sem flestir eru undir hæl þarlendra stjórnvalda, og óbeint af Erdogan sjálfum. Þau hafa heldur ekki tjáð sig um afstöðu þeirra til þess að hann hafi hugsanlega verið myrtur í ólöglegri innrás tyrkneska hersins í Afrin og reyndar virðast fjölmiðlar ekki heldur hafa spurt íslensk stjórnvöld um afstöðu þeirra í þessum efnum,“ segir Steinunn í samtali við Vísi. Steinunn segir að aðstandendur Hauks viti ekki hvort íslensk stjórnvöld taki undir skilgreiningu Tyrkja – að Haukur sé hryðjuverkamaður – og af þeim sökum viti vinir og fjölskylda Hauks ekki á hvaða forsendum athugun á afdrifum hans er. „Sé Haukur hryðjuverkamaður í augum íslenskra yfirvalda ættu þau að hafa dug í sér að segja það opinberlega. Sé hann það ekki ættu þau að fordæma þá skilgreiningu opinberlega og sinna leitinni að honum án nokkurs undirlægjuháttar,“ segir Steinunn sem bendir á að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hafi gott tækifæri til að opinbera afstöðu ríkisstjórnarinnar áður en hún hittir Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, á ráðstefnu Nató í Brussel um miðjan næsta mánuð.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29 Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45 Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Óttast að lík Hauks gæti legið á víðavangi eða í fjöldagröf. 17. maí 2018 08:50 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Vinir Hauks ósáttir við viðbrögð Katrínar Vinum Hauks finnst sérstaklega alvarlegt að forsætisráðherra skuli virða að vetungi þær rökstuddu áhyggjur aðstandenda Hauks sem sagt er frá í fyrsta tölulið áskorunarinnar. 24. apríl 2018 19:29
Vinir Hauks kalla eftir aðstoð ríkisins Vilja meðal annars að íslensk stjórnvöld hjálpi hópi fólks að ferðast til Afrinhéraðs og leita Hauks. 23. apríl 2018 10:45
Eva Hauksdóttir í viðtali við BBC um mál Hauks Óttast að lík Hauks gæti legið á víðavangi eða í fjöldagröf. 17. maí 2018 08:50