Aukaspyrnumark Kolarov tryggði Serbum sigur Dagur Lárusson skrifar 17. júní 2018 14:00 Kolarov fagnar. vísir/getty Serbar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leik dagsins gegn Kosta Ríka en það var fyrirliði Serba, Alexander Kolarov sem skoraði eina mark leiksins úr aukaspyrnu. Liðin tvö spila í E-riðli á mótinu en þar eru þau með Brasilíu og Sviss. Bæði lið byrjuðu að miklum krafti og sköpuðu sér færi á fyrstu þremur mínútum leiksins en ekkert varð úr þeim færum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru Serbar að taka yfirhöndina án þess að skapa sér nein alvöru færi. Það voru hinsvegar leikmenn Kosta Ríka sem áttu besta færi fyrri hálfleiksins en ekkert varð úr því og var staðan markalaus í hálfleiknum. Serbar byrjuðu seinni hálfleikinn að miklum krafti og sköpuðu sér mikið að færum og fékk Mitrovic besta færi leiksins þegar aðeins nokkrar mínútur voru liðnar en lét Keylor Navas verja frá sér. Það var síðan um miðbik hálfleiksins þegar Serbar fengu aukaspyrnu á álitlegum stað og tók Kolarov boltann og stillti honum upp. Fyrirliðinn tók spyrnuna og endaði hún í netinu, glæsilegt mark hjá Kolarov sem kom sínum mönnum yfir. Liðsmenn Kosta Ríka reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en það tókst ekki og því fengu Serbar stigin þrjú. Seinni leikur riðilsins fer fram í kvöld kl 18:00 en þá mætast Brasilía og Sviss. HM 2018 í Rússlandi
Serbar fóru með sigur af hólmi í fyrsta leik dagsins gegn Kosta Ríka en það var fyrirliði Serba, Alexander Kolarov sem skoraði eina mark leiksins úr aukaspyrnu. Liðin tvö spila í E-riðli á mótinu en þar eru þau með Brasilíu og Sviss. Bæði lið byrjuðu að miklum krafti og sköpuðu sér færi á fyrstu þremur mínútum leiksins en ekkert varð úr þeim færum. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fóru Serbar að taka yfirhöndina án þess að skapa sér nein alvöru færi. Það voru hinsvegar leikmenn Kosta Ríka sem áttu besta færi fyrri hálfleiksins en ekkert varð úr því og var staðan markalaus í hálfleiknum. Serbar byrjuðu seinni hálfleikinn að miklum krafti og sköpuðu sér mikið að færum og fékk Mitrovic besta færi leiksins þegar aðeins nokkrar mínútur voru liðnar en lét Keylor Navas verja frá sér. Það var síðan um miðbik hálfleiksins þegar Serbar fengu aukaspyrnu á álitlegum stað og tók Kolarov boltann og stillti honum upp. Fyrirliðinn tók spyrnuna og endaði hún í netinu, glæsilegt mark hjá Kolarov sem kom sínum mönnum yfir. Liðsmenn Kosta Ríka reyndu hvað þeir gátu að jafna metin en það tókst ekki og því fengu Serbar stigin þrjú. Seinni leikur riðilsins fer fram í kvöld kl 18:00 en þá mætast Brasilía og Sviss.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti