Zuber tryggði Sviss stig eftir glæsimark Coutinho Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júní 2018 20:00 Zuber skorar mark Sviss Vísir/getty Brasilía og Sviss gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta sem fram fór í Rostov í kvöld. Philippe Coutinho kom Brasilíu yfir áður en Steven Zuber jafnaði leikinn. Svisslendingar áttu gott færi snemma leiks en það voru þó Brasilíumenn sem voru sterkari í upphafi. Coutinho kom þeim yfir á 20. mínútu með glæsimarki í stöngina og inn. Eftir markið hægðist aðeins á leiknum en Brasilíumenn voru þó sterkari og áttu hættulegri færi. Þeir voru orðnir nokkuð værukærir undir lok hálfleiksins og héldu því áfram í upphafi þess seinni. Svisslendingar gripu tækifærið og jöfnuðu leikinn í upphafi seinni hálfleiks. Xherdan Shaqiri átti hornspyrnu beint á kollinn á Steven Zuber sem skallaði af öryggi í netið. Zuber var einn og yfirgefinn inn á markteig og kláraði óáreiddur í netið. Brasilíumenn vildu fá dæmda aukaspyrnu á Zuber fyrir að ýta aðeins í bakið á Miranda sem stóð fyrir framan hann en snertingin var lítil og dómari leiksins hunsaði beiðni Brasilíumannanna.Coutinho fagnar marki sínuvísir/gettyÞað var ekki mikið að frétta það sem eftir lifði leiks. Bæði lið fengu tækifæri til þess að sækja en heilt á lítið var leikurinn nokkuð rólegur og stórum stjörnum klætt sóknarafl Brasilíumanna sýndi ekki allt það sem þeir hafa upp á að bjóða. Neymar var að spila sinn fyrsta keppnisleik síðan hann fótbrotnaði í febrúar og sást það á honum. Hann virtist ekki alveg full heilsu og haltraði um á vellinum eftir að hafa fengið nokkur högg á sig. Það hjálpaði honum þó ekki að Svisslendingar voru greinilega með það að upplagi að ganga hart á hann. Brasilíumenn hefðu líklega átt að fá víti þegar leið á seinni hálfleikinn þegar Gabriel Jesus var haldið innan teigs. Dómarinn dæmdi ekki neitt en mögulega hefði hann átt að notast við myndbandsdómgæslukerfið þar sem ekki hefði verið fjarri lagi að dæma víti á brotið. Mörkin urðu þó ekki fleiri og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Serbar eru því á toppi E riðils eftir sigurinn á Kosta Ríka í morgun. Brasilía og Sviss eru bæði með eitt stig. HM 2018 í Rússlandi
Brasilía og Sviss gerðu jafntefli í fyrsta leik sínum á HM í fótbolta sem fram fór í Rostov í kvöld. Philippe Coutinho kom Brasilíu yfir áður en Steven Zuber jafnaði leikinn. Svisslendingar áttu gott færi snemma leiks en það voru þó Brasilíumenn sem voru sterkari í upphafi. Coutinho kom þeim yfir á 20. mínútu með glæsimarki í stöngina og inn. Eftir markið hægðist aðeins á leiknum en Brasilíumenn voru þó sterkari og áttu hættulegri færi. Þeir voru orðnir nokkuð værukærir undir lok hálfleiksins og héldu því áfram í upphafi þess seinni. Svisslendingar gripu tækifærið og jöfnuðu leikinn í upphafi seinni hálfleiks. Xherdan Shaqiri átti hornspyrnu beint á kollinn á Steven Zuber sem skallaði af öryggi í netið. Zuber var einn og yfirgefinn inn á markteig og kláraði óáreiddur í netið. Brasilíumenn vildu fá dæmda aukaspyrnu á Zuber fyrir að ýta aðeins í bakið á Miranda sem stóð fyrir framan hann en snertingin var lítil og dómari leiksins hunsaði beiðni Brasilíumannanna.Coutinho fagnar marki sínuvísir/gettyÞað var ekki mikið að frétta það sem eftir lifði leiks. Bæði lið fengu tækifæri til þess að sækja en heilt á lítið var leikurinn nokkuð rólegur og stórum stjörnum klætt sóknarafl Brasilíumanna sýndi ekki allt það sem þeir hafa upp á að bjóða. Neymar var að spila sinn fyrsta keppnisleik síðan hann fótbrotnaði í febrúar og sást það á honum. Hann virtist ekki alveg full heilsu og haltraði um á vellinum eftir að hafa fengið nokkur högg á sig. Það hjálpaði honum þó ekki að Svisslendingar voru greinilega með það að upplagi að ganga hart á hann. Brasilíumenn hefðu líklega átt að fá víti þegar leið á seinni hálfleikinn þegar Gabriel Jesus var haldið innan teigs. Dómarinn dæmdi ekki neitt en mögulega hefði hann átt að notast við myndbandsdómgæslukerfið þar sem ekki hefði verið fjarri lagi að dæma víti á brotið. Mörkin urðu þó ekki fleiri og niðurstaðan 1-1 jafntefli. Serbar eru því á toppi E riðils eftir sigurinn á Kosta Ríka í morgun. Brasilía og Sviss eru bæði með eitt stig.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti