Hannes varði frá Messi í leik Íslands og Argentínu á HM í dag og tryggði íslenska landsliðinu þar með jafntefli í sínum fyrsta leik á HM.
Frammistaða Hannesar hefur vakið mikla athygli enda valinn maður leiksins á flestum stöðum.
Norska blaðið Verdens Gang hefur líka tekið það saman að Hannes hefur verið algjör vítabani undanfarin ár.
Sjekk Halldorssons utrolige straffestatistikk https://t.co/QK4isQ6eBv
— VG Sporten (@vgsporten) June 16, 2018
Hannes hefur þannig varið tíu af þessum vítaspyrnum en fimm hafa farið framhjá, í stöng, framhjá eða yfir markið. Aðeins níu vítanna hafa því endað í markinu. Þetta er ótrúlega glæsileg tölfræði hjá þessum mikla vítabana.
Vítaskyttur hafa nefnilega aðeins nýtt 37,5 prósent af síðustu 24 vítum sínum á móti Hannesi.
Hannes er síðan með enn betri tölfræði á stórmótum en þar hafa vítaskytturnar aðeins nýtt 1 af 3 vítum sínum. Þar er prósentutalan því komin niður í 33 prósent.