Spilar nú á bragðlaukana Benedikt Bóas skrifar 18. júní 2018 06:00 Frá vinstri, Viktor Örn Andrésson, þjálfari Bjarna, Sturla Birgisson dómari, Bjarni Siguróli Jakobsson, sem keppir í Bocuse d'Or matreiðslukeppninni á næsta ári, og Ísak Þorsteinsson, aðstoðarmaður hans. Þráinn Freyr Vigfússon „Það langar marga að verða rokkstjarna. Þegar ég flutti suður fór ég í tónlistarnám en fór að læra matreiðslu í kjölfarið og nú reyni ég að spila á bragðlaukana,“ segir Bjarni Siguróli Jakobsson en hann náði 9. sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d’Or matreiðslukeppninnar sem haldin var í Tórínó á dögunum. Alls komust 10 áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Lyon í janúar á næsta ári. Bocuse d’Or er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda. Bjarni Siguróli hafði fimm og hálfa klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, aðstoðarmaður hans og þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin.Bjarni í keppninni, hann hafði fimm og hálfa klukkustund til að elda matinn.„Þetta er bara fyrri hálfleikur í þessu ævintýri. Markmiðið var að komast áfram úr þessari forkeppni og ég er mjög sáttur,“ segir hann. Bjarni Siguróli byrjaði sína skjálftavakt í eldhúsinu á veitingastaðnum Sölku á Húsavík þegar hann var aðeins 15 ára. Matreiðslan hefur alltaf verið stór hluti af lífi hans þó að rokkið hafi einnig kitlað. „Þegar ég byrjaði var ég meira í því að baka en svo færðist þetta meira út í matreiðsluna. Ég fór í FÍH í Reykjavík og hélt að það væri meira nám svo ég lærði matreiðsluna með og nú hefur þetta snúist við og metnaðurinn er allur í bragðlaukunum.“ Hann segir að tónlistarnámið hjálpi sér mikið í matreiðslunni. „Ég var með smá stúdíó á Húsavík og var smá að taka upp tónlist. Það er hægt að heimfæra alla hluti upp á eitthvað og hvernig maður stillir af bragð er eins og að stilla af tónlist.“ Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d’Or Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann 5. sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náðu Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017. Báðir fengu þeir bronsverðlaun. Viktor er einmitt þjálfari Bjarna SigurólaFatið sem Bjarni bar fram fyrir dómarana. Sannkallað listaverk. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Birti til þegar borgarstjóri fjarlægði sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Sjá meira
„Það langar marga að verða rokkstjarna. Þegar ég flutti suður fór ég í tónlistarnám en fór að læra matreiðslu í kjölfarið og nú reyni ég að spila á bragðlaukana,“ segir Bjarni Siguróli Jakobsson en hann náði 9. sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d’Or matreiðslukeppninnar sem haldin var í Tórínó á dögunum. Alls komust 10 áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Lyon í janúar á næsta ári. Bocuse d’Or er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda. Bjarni Siguróli hafði fimm og hálfa klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, aðstoðarmaður hans og þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin.Bjarni í keppninni, hann hafði fimm og hálfa klukkustund til að elda matinn.„Þetta er bara fyrri hálfleikur í þessu ævintýri. Markmiðið var að komast áfram úr þessari forkeppni og ég er mjög sáttur,“ segir hann. Bjarni Siguróli byrjaði sína skjálftavakt í eldhúsinu á veitingastaðnum Sölku á Húsavík þegar hann var aðeins 15 ára. Matreiðslan hefur alltaf verið stór hluti af lífi hans þó að rokkið hafi einnig kitlað. „Þegar ég byrjaði var ég meira í því að baka en svo færðist þetta meira út í matreiðsluna. Ég fór í FÍH í Reykjavík og hélt að það væri meira nám svo ég lærði matreiðsluna með og nú hefur þetta snúist við og metnaðurinn er allur í bragðlaukunum.“ Hann segir að tónlistarnámið hjálpi sér mikið í matreiðslunni. „Ég var með smá stúdíó á Húsavík og var smá að taka upp tónlist. Það er hægt að heimfæra alla hluti upp á eitthvað og hvernig maður stillir af bragð er eins og að stilla af tónlist.“ Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d’Or Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann 5. sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náðu Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017. Báðir fengu þeir bronsverðlaun. Viktor er einmitt þjálfari Bjarna SigurólaFatið sem Bjarni bar fram fyrir dómarana. Sannkallað listaverk.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Lífið samstarf Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Birti til þegar borgarstjóri fjarlægði sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Sjá meira