Spilar nú á bragðlaukana Benedikt Bóas skrifar 18. júní 2018 06:00 Frá vinstri, Viktor Örn Andrésson, þjálfari Bjarna, Sturla Birgisson dómari, Bjarni Siguróli Jakobsson, sem keppir í Bocuse d'Or matreiðslukeppninni á næsta ári, og Ísak Þorsteinsson, aðstoðarmaður hans. Þráinn Freyr Vigfússon „Það langar marga að verða rokkstjarna. Þegar ég flutti suður fór ég í tónlistarnám en fór að læra matreiðslu í kjölfarið og nú reyni ég að spila á bragðlaukana,“ segir Bjarni Siguróli Jakobsson en hann náði 9. sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d’Or matreiðslukeppninnar sem haldin var í Tórínó á dögunum. Alls komust 10 áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Lyon í janúar á næsta ári. Bocuse d’Or er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda. Bjarni Siguróli hafði fimm og hálfa klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, aðstoðarmaður hans og þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin.Bjarni í keppninni, hann hafði fimm og hálfa klukkustund til að elda matinn.„Þetta er bara fyrri hálfleikur í þessu ævintýri. Markmiðið var að komast áfram úr þessari forkeppni og ég er mjög sáttur,“ segir hann. Bjarni Siguróli byrjaði sína skjálftavakt í eldhúsinu á veitingastaðnum Sölku á Húsavík þegar hann var aðeins 15 ára. Matreiðslan hefur alltaf verið stór hluti af lífi hans þó að rokkið hafi einnig kitlað. „Þegar ég byrjaði var ég meira í því að baka en svo færðist þetta meira út í matreiðsluna. Ég fór í FÍH í Reykjavík og hélt að það væri meira nám svo ég lærði matreiðsluna með og nú hefur þetta snúist við og metnaðurinn er allur í bragðlaukunum.“ Hann segir að tónlistarnámið hjálpi sér mikið í matreiðslunni. „Ég var með smá stúdíó á Húsavík og var smá að taka upp tónlist. Það er hægt að heimfæra alla hluti upp á eitthvað og hvernig maður stillir af bragð er eins og að stilla af tónlist.“ Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d’Or Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann 5. sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náðu Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017. Báðir fengu þeir bronsverðlaun. Viktor er einmitt þjálfari Bjarna SigurólaFatið sem Bjarni bar fram fyrir dómarana. Sannkallað listaverk. Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
„Það langar marga að verða rokkstjarna. Þegar ég flutti suður fór ég í tónlistarnám en fór að læra matreiðslu í kjölfarið og nú reyni ég að spila á bragðlaukana,“ segir Bjarni Siguróli Jakobsson en hann náði 9. sætinu í Evrópuforkeppni Bocuse d’Or matreiðslukeppninnar sem haldin var í Tórínó á dögunum. Alls komust 10 áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Lyon í janúar á næsta ári. Bocuse d’Or er ein virtasta matreiðslukeppni heims og eru þátttakendur meðal fremstu matreiðslumanna sinna landa. Keppnin er því hörð og miklar kröfur gerðar til keppenda. Bjarni Siguróli hafði fimm og hálfa klukkustund til þess að matreiða forrétt og kjötrétt fyrir 20 dómara. Afraksturinn var sannkallað listaverk og var annars vegar borinn fram á fallegum viðarplötum og hins vegar á glæsilegu silfurfati. Allt gekk samkvæmt áætlun og voru Bjarni, aðstoðarmaður hans og þjálfari að vonum hæstánægðir með úrslitin.Bjarni í keppninni, hann hafði fimm og hálfa klukkustund til að elda matinn.„Þetta er bara fyrri hálfleikur í þessu ævintýri. Markmiðið var að komast áfram úr þessari forkeppni og ég er mjög sáttur,“ segir hann. Bjarni Siguróli byrjaði sína skjálftavakt í eldhúsinu á veitingastaðnum Sölku á Húsavík þegar hann var aðeins 15 ára. Matreiðslan hefur alltaf verið stór hluti af lífi hans þó að rokkið hafi einnig kitlað. „Þegar ég byrjaði var ég meira í því að baka en svo færðist þetta meira út í matreiðsluna. Ég fór í FÍH í Reykjavík og hélt að það væri meira nám svo ég lærði matreiðsluna með og nú hefur þetta snúist við og metnaðurinn er allur í bragðlaukunum.“ Hann segir að tónlistarnámið hjálpi sér mikið í matreiðslunni. „Ég var með smá stúdíó á Húsavík og var smá að taka upp tónlist. Það er hægt að heimfæra alla hluti upp á eitthvað og hvernig maður stillir af bragð er eins og að stilla af tónlist.“ Góður árangur íslenskra keppenda í Bocuse d’Or Keppnin Bocuse d‘Or hefur verið haldin síðan 1987 en fyrsti íslenski keppandinn tók þátt árið 1999. Það var Sturla Birgisson og náði hann 5. sæti. Síðan þá hafa Íslendingar ávallt verið í níu efstu sætunum en bestum árangri náðu Hákon Már Örvarsson árið 2001 og Viktor Örn Andrésson árið 2017. Báðir fengu þeir bronsverðlaun. Viktor er einmitt þjálfari Bjarna SigurólaFatið sem Bjarni bar fram fyrir dómarana. Sannkallað listaverk.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira