Google reynir að koma sér í mjúkinn hjá Kínverjum með risafjárfestingu Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2018 15:45 Sundar Pichai forstjóri Google. Vísir/EPA Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. Kaupin eru nýjasta útspil Google í langtímaáætlun um að hasla sér völl á kínverskum markaði að því er fram kemur í frétt Financial Times. Lokað hefur verið á leitarvél Google í Kína frá árinu 2010 af „stóra eldveggnum í Kína.“ Kaupin eru líka liður í því að efla tengsl Google við smásölumarkaði og sölu á internetinu en fyrirtækið hefur nýlega skrifað undir samninga við verslanarisana Walmart og Carrefour í þessari viðleitni. Google sér ýmis tækifæri í samstarfi við JD.com í Suðaustur-Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. JD.com mun tryggja vöruframboð sitt á smásölusíðu Google á svipaðan hátt og Google gerir nú þegar með öðrum smásölufyrirtækjum. JD.com er í harðri samkeppni við Lazada, sem er í eigu kínverska verslanarisans Alibaba Group. Með fjárfestingu í JD.com fær Google aðgang að vöruhúsum og vörustýringarkerfi JD.com. Google freistar þess nú að að styrkja stöðu sína í Kína en fyrirtækið hefur nú þegar 700 starfsmenn í landinu og veltir um 1 milljarði dollara árlega með sölu á auglýsingum til kínverskra fyrirtækja sem vilja ná til viðskiptavina á Vesturlöndum og víðar. Fyrr á þessu ári gerði Google einkaleyfasamning við kínverska tæknifyrirtækið Tencent og gildir samningurinn um fjölbreytta flóru hugverka og vara. Þá opnaði Google þriðju skrifstofu sína í Kína í borginni Shenzhen en í borginni eru höfuðstöðvar margra kínverska hugbúnaðar- og tæknifyrirtækja og má þar nefna bæði Tencent og Huawei sem er stærsti farsímaframleiðandi Kína. Þá opnaði Google nýlega gervigreindarsetur í Peking.Frétt FT. Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Google mun greiða 550 milljónir dollara fyrir minna en 1 prósents hlut í JD.com sem er næststærsta smásöluverslanafyrirtæki í Kína á netinu. Kaupin eru nýjasta útspil Google í langtímaáætlun um að hasla sér völl á kínverskum markaði að því er fram kemur í frétt Financial Times. Lokað hefur verið á leitarvél Google í Kína frá árinu 2010 af „stóra eldveggnum í Kína.“ Kaupin eru líka liður í því að efla tengsl Google við smásölumarkaði og sölu á internetinu en fyrirtækið hefur nýlega skrifað undir samninga við verslanarisana Walmart og Carrefour í þessari viðleitni. Google sér ýmis tækifæri í samstarfi við JD.com í Suðaustur-Asíu, Bandaríkjunum og Evrópu. JD.com mun tryggja vöruframboð sitt á smásölusíðu Google á svipaðan hátt og Google gerir nú þegar með öðrum smásölufyrirtækjum. JD.com er í harðri samkeppni við Lazada, sem er í eigu kínverska verslanarisans Alibaba Group. Með fjárfestingu í JD.com fær Google aðgang að vöruhúsum og vörustýringarkerfi JD.com. Google freistar þess nú að að styrkja stöðu sína í Kína en fyrirtækið hefur nú þegar 700 starfsmenn í landinu og veltir um 1 milljarði dollara árlega með sölu á auglýsingum til kínverskra fyrirtækja sem vilja ná til viðskiptavina á Vesturlöndum og víðar. Fyrr á þessu ári gerði Google einkaleyfasamning við kínverska tæknifyrirtækið Tencent og gildir samningurinn um fjölbreytta flóru hugverka og vara. Þá opnaði Google þriðju skrifstofu sína í Kína í borginni Shenzhen en í borginni eru höfuðstöðvar margra kínverska hugbúnaðar- og tæknifyrirtækja og má þar nefna bæði Tencent og Huawei sem er stærsti farsímaframleiðandi Kína. Þá opnaði Google nýlega gervigreindarsetur í Peking.Frétt FT.
Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira