Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. júní 2018 07:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir situr sinn fyrsta fund í borgarstjórn í dag. Fréttablaðið/Stefán Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölda tillagna á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar sem fer fram klukkan 14 í dag. Meðal þess sem Sanna leggur til er að framkvæmd verði könnun á umfangi útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að. Í greinargerð með tillögunni er vísað til þess að undanfarin ár hafi einkafyrirtæki nýtt sér starfsmannaleigur og verktakasamninga til að skerða rétt launafólks, færa það frá þeim réttindum sem hinn hefðbundni vinnumarkaður tryggir og út í óvissu tímabundinna verktakasamninga. Einnig verða á fundinum teknar fyrir nokkrar tillögur Sósíalistaflokksins um stofnun borgarasamtaka, þar á meðal stofnun félags strætófarþega, stofnun félags skjólstæðinga velferðarsviðs og félags leigjenda hjá Félagsbústöðum. Í greinargerð með síðastnefndu tillögunni segir að leigjendur Félagsbústaða búi við mikið valdaleysi og eigi erfitt með að hafa áhrif á þjónustu félagsins. Með því að stuðla að stofnun félags leigjenda og tryggja leigjendum áheyrnarrétt hjá stjórn Félagsbústaða megi auka vald þeirra hjá Félagsbústöðum. Mjög sambærileg rök eru í greinargerð með tillögu flokksins um félag strætófarþega. Auk sjö tillagna fulltrúa Sósíalistaflokksins leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur sínar um aðgerðir í húsnæðismálum sem varða meðal annars byggingalóðir í Örfirisey, á BSÍ-reitnum, Keldum og í Úlfarsárdal. Nýr borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að fram fari rekstrarúttekt og verður tekin afstaða til þeirrar tillögu á fundinum í dag. Þá leggur Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fram tillögu um niðurfellingu byggingarréttargjalds en ein tillagna Sósíalistaflokksins varðar einmitt sama mál. Búast má við löngum fundi í borgarstjórn í dag enda 54 dagskrárliðir. Flestir þeirra eru kosning fulltrúa í nefndir og ráð borgarinnar auk fulltrúa í tíu hverfisráð sem starfa í hverfum borgarinnar. Þá verður kosið í stjórnir fyrirtækja í eigu borgarinnar: kjósa þarf fimm menn í stjórn Orkuveitunnar og jafn marga í stjórn Faxaflóahafna. Þrír verða kosnir í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Þá kýs Reykjavíkurborg einn fulltrúa í stjórn Sorpu og annan í stjórn Strætó en fyrirtækin eru bæði rekin í byggðasamlagi með öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir „Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01 Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölda tillagna á fyrsta fundi nýrrar borgarstjórnar sem fer fram klukkan 14 í dag. Meðal þess sem Sanna leggur til er að framkvæmd verði könnun á umfangi útvistunar, verktakasamninga við launafólk og starfsmannaleiga í stofnunum og fyrirtækjum á vegum Reykjavíkurborgar og félögum sem borgin á hlut að. Í greinargerð með tillögunni er vísað til þess að undanfarin ár hafi einkafyrirtæki nýtt sér starfsmannaleigur og verktakasamninga til að skerða rétt launafólks, færa það frá þeim réttindum sem hinn hefðbundni vinnumarkaður tryggir og út í óvissu tímabundinna verktakasamninga. Einnig verða á fundinum teknar fyrir nokkrar tillögur Sósíalistaflokksins um stofnun borgarasamtaka, þar á meðal stofnun félags strætófarþega, stofnun félags skjólstæðinga velferðarsviðs og félags leigjenda hjá Félagsbústöðum. Í greinargerð með síðastnefndu tillögunni segir að leigjendur Félagsbústaða búi við mikið valdaleysi og eigi erfitt með að hafa áhrif á þjónustu félagsins. Með því að stuðla að stofnun félags leigjenda og tryggja leigjendum áheyrnarrétt hjá stjórn Félagsbústaða megi auka vald þeirra hjá Félagsbústöðum. Mjög sambærileg rök eru í greinargerð með tillögu flokksins um félag strætófarþega. Auk sjö tillagna fulltrúa Sósíalistaflokksins leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögur sínar um aðgerðir í húsnæðismálum sem varða meðal annars byggingalóðir í Örfirisey, á BSÍ-reitnum, Keldum og í Úlfarsárdal. Nýr borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að fram fari rekstrarúttekt og verður tekin afstaða til þeirrar tillögu á fundinum í dag. Þá leggur Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, fram tillögu um niðurfellingu byggingarréttargjalds en ein tillagna Sósíalistaflokksins varðar einmitt sama mál. Búast má við löngum fundi í borgarstjórn í dag enda 54 dagskrárliðir. Flestir þeirra eru kosning fulltrúa í nefndir og ráð borgarinnar auk fulltrúa í tíu hverfisráð sem starfa í hverfum borgarinnar. Þá verður kosið í stjórnir fyrirtækja í eigu borgarinnar: kjósa þarf fimm menn í stjórn Orkuveitunnar og jafn marga í stjórn Faxaflóahafna. Þrír verða kosnir í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. Þá kýs Reykjavíkurborg einn fulltrúa í stjórn Sorpu og annan í stjórn Strætó en fyrirtækin eru bæði rekin í byggðasamlagi með öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir „Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01 Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57 Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Reykjavíkurborg á að krefja Alþingi um réttlátar breytingar á skattkerfinu" Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, mun leggja fram þá tillögu á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar að Reykjavíkurborg eyði verðhækkunaráhrifum byggingarréttargjalds á félagslegar íbúðir og íbúðir sem byggðar eru af óhagnaðardrifnum leigufélögum. 18. júní 2018 21:01
Vill banna laun fyrir fundarsetu Sanna Magdalena, borgarfulltrúi sósíalista, ætlar að leggja fram tillögu um að banna stjórnendum borgarinnar að þiggja laun fyrir fundarsetu. 17. júní 2018 12:57
Hafnar sjálf aukagreiðslum sem borgarfulltrúi Sanna Magdalena leggur til að borgarfulltrúar og starfsmenn borgarinnar fái ekki þóknun fyrir fundi í vinnutíma en álagsgreiðslur geta verið nokkur hundruð þúsund í hverjum mánuði. Hún segir laun stjórnenda borgarinnar nógu há til að dekka undirbúning og yfirvinnu. 18. júní 2018 19:37