Hótar enn hærri tollum Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júní 2018 06:10 Fjöldamörg bandarísk fyrirtæki reiða sig á kínverska íhluti í framleiðslu sinni. Vísir/AFP Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. Kínverjar brugðust við fyrri hótunum forsetans með því að hækka sjálfir tolla á innfluttar bandarískar vörur. Trump tilkynnti í gær að hann hyggðist hækka tollana um 200 milljarða dala, sem samsvara um 21.700 milljörðum íslenskra króna, en áður höfðu þeir numu um 50 milljörðum dala. Kínverjar hafa þegar gefið út að öllum tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt. Viðskiptastríðið, sem margir greinendur hafa óttast milli þessara tveggja stærstu hagkerfa heimsins, virðist því ætla að vinda upp á sig. Í tilkynningu sinni sagði Trump að framferði Kínverja ógnaði bandarískum fyrirtækjum, verkamönnum og fjölskyldum sem hefðu sér ekkert til saka unnið. Því hefði hann ákveðið að fjórfalda fyrirhugaða tolla á kínverskar vörur - sem teknir verða til endurskoðunar ef Kínverjar ákveði að „láta af framferði sínu.“ Þá verði tollarnir hækkaðir enn frekar ef stjórnvöld í Peking ætla að hækka sína innflutningstolla. Kínverjar brugðust ókvæða við og segja Bandaríkjastjórn vera að fjárkúga sig. Markaðir í Asíu voru álíka ósáttir og buðu upp á rauðar tölur við opnun í morgun. Hagfræðingar telja að tollahækkanirnar geti bitnað á bandarískum fyrirtækjum, ekki síst þeim sem þurfa að reiða sig á kínverska íhluti í framleiðslu sinni. Donald Trump Tengdar fréttir Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Bandaríkjaforsetinn Donald Trump hótar að hækka enn frekar tolla á kínverskar vörur. Kínverjar brugðust við fyrri hótunum forsetans með því að hækka sjálfir tolla á innfluttar bandarískar vörur. Trump tilkynnti í gær að hann hyggðist hækka tollana um 200 milljarða dala, sem samsvara um 21.700 milljörðum íslenskra króna, en áður höfðu þeir numu um 50 milljörðum dala. Kínverjar hafa þegar gefið út að öllum tollahækkunum Bandaríkjanna verði svarað í sömu mynt. Viðskiptastríðið, sem margir greinendur hafa óttast milli þessara tveggja stærstu hagkerfa heimsins, virðist því ætla að vinda upp á sig. Í tilkynningu sinni sagði Trump að framferði Kínverja ógnaði bandarískum fyrirtækjum, verkamönnum og fjölskyldum sem hefðu sér ekkert til saka unnið. Því hefði hann ákveðið að fjórfalda fyrirhugaða tolla á kínverskar vörur - sem teknir verða til endurskoðunar ef Kínverjar ákveði að „láta af framferði sínu.“ Þá verði tollarnir hækkaðir enn frekar ef stjórnvöld í Peking ætla að hækka sína innflutningstolla. Kínverjar brugðust ókvæða við og segja Bandaríkjastjórn vera að fjárkúga sig. Markaðir í Asíu voru álíka ósáttir og buðu upp á rauðar tölur við opnun í morgun. Hagfræðingar telja að tollahækkanirnar geti bitnað á bandarískum fyrirtækjum, ekki síst þeim sem þurfa að reiða sig á kínverska íhluti í framleiðslu sinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Orðaskakið milli Kína og Bandaríkjanna heldur áfram Yfirvöld Kína hétu því í dag að bregðast við aðgerðum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem ætlar sér að auka tolla á vörur frá Kína. 6. apríl 2018 18:26
Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00
Bandaríkjaforseti gefur tóninn í tollastríði við Kína Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að láta sverfa til stáls gegn Kína með því að leggja 25 prósenta toll á tilteknar vörur. 16. júní 2018 07:00