Hörður Björgvin á leið til CSKA Moskvu Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júní 2018 16:45 Hörður Björgvin í leik með Bristol. vísir/getty Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsbakvörður í fótbolta, er á leið til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu frá Bristol City á Englandi, samkvæmt heimildum Vísis. Allt er klappað og klárt á milli félaganna, samkvæmt heimildum Vísis, en tilkynnt verður síðar um félagaskiptin og flytur Hörður til höfuðborgar Rússlands þegar heimsmeistaramótinu þar í landi er lokið. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol frá Juventus á Ítalíu sumarið 2016 en hann spilaði 24 leiki í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð, þar af fimmtán sem byrjunarliðsmaður. Hann fékk ekki jafnmikinn spiltíma og hann hefði óskað í deildinni en átti stóran þátt í því að koma liðinu alla leið í undanúrslit enska deildabikarsins þar sem að liðið lagði úrvalsdeildarfélögin Watford, Stoke, Crystal Palace og Manchester United á leið sinni. Hörður Björgvin er 25 ára gamall uppalinn Framari sem gekk ungur í raðir Juventus á Ítalíu en var lánaður þaðan til Spezia og Cesena á Ítalíu. Hann var í EM-hóp Íslands árið 2016 en hirti svo vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni undir lok sama árs og er nú fastamaður í byrjunarliði íslenska liðsins. CSKA Moskva er stórlið í Evrópu en það hefur sex sinnum unnið rússnesku úrvalsdeildina, síðast árið 2016, og átta sinnum hafnað í öðru sæti en liðið fékk einmitt silfrið á síðustu leiktíð sem tryggir því sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hörður Björgvin verður fjórði íslenski landsliðsmaðurinn á mála hjá liði í Rússlandi en fyrir er þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson sem allir spila fyrir Rostov. Fótbolti Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
Hörður Björgvin Magnússon, landsliðsbakvörður í fótbolta, er á leið til rússneska stórliðsins CSKA Moskvu frá Bristol City á Englandi, samkvæmt heimildum Vísis. Allt er klappað og klárt á milli félaganna, samkvæmt heimildum Vísis, en tilkynnt verður síðar um félagaskiptin og flytur Hörður til höfuðborgar Rússlands þegar heimsmeistaramótinu þar í landi er lokið. Hörður Björgvin gekk í raðir Bristol frá Juventus á Ítalíu sumarið 2016 en hann spilaði 24 leiki í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð, þar af fimmtán sem byrjunarliðsmaður. Hann fékk ekki jafnmikinn spiltíma og hann hefði óskað í deildinni en átti stóran þátt í því að koma liðinu alla leið í undanúrslit enska deildabikarsins þar sem að liðið lagði úrvalsdeildarfélögin Watford, Stoke, Crystal Palace og Manchester United á leið sinni. Hörður Björgvin er 25 ára gamall uppalinn Framari sem gekk ungur í raðir Juventus á Ítalíu en var lánaður þaðan til Spezia og Cesena á Ítalíu. Hann var í EM-hóp Íslands árið 2016 en hirti svo vinstri bakvarðarstöðuna af Ara Frey Skúlasyni undir lok sama árs og er nú fastamaður í byrjunarliði íslenska liðsins. CSKA Moskva er stórlið í Evrópu en það hefur sex sinnum unnið rússnesku úrvalsdeildina, síðast árið 2016, og átta sinnum hafnað í öðru sæti en liðið fékk einmitt silfrið á síðustu leiktíð sem tryggir því sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hörður Björgvin verður fjórði íslenski landsliðsmaðurinn á mála hjá liði í Rússlandi en fyrir er þríeykið Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson sem allir spila fyrir Rostov.
Fótbolti Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira