Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júní 2018 23:30 Embættismaður á vegum Norður-Kóreu færð Donald Trump bréf frá Kim Jong-un í vikunni. Vísir/Getty Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. Eftir að hafa tilkynnt nokkuð óvænt í fyrri viku um að ekkert yrði af fundinum tilkynnti Trump á föstudag að stefnt væri að því að halda fundinn sögulega þann 12. júní næstkomandi í Singapore.Washington Post greinir frá því í kvöld að vegna þess hversu viðskiptaþvinganir Vesturveldanna og annarra ríkja hafi leikið Norður-Kóreu grátt hafi Kim Jong-un farið fram á það að annað ríki greiði fyrir hótelherbergi hans í Singapore á meðan fundinum stendur. Bandaríska blaðið greinir frá því að Kim hafi krafist þess að gista í svítu á hinu fimm stjörnu Fullerton-hóteli í Singapore, þar sem nóttin kostar sex þúsund dollara, um 600 þúsund krónur. Eru embættismenn Bandaríkjanna sagðir vera tilbúnir til þess að verða við þeirri ósk en einnig sé til skoðunar að yfirvöld í Singapore greiði reikninginn. Þá hafa ICAN-samtökin sem helga sig baráttunni gegn kjarnorkuvopnavá boðist til þess að greiða reikninginn með hluta verðlaunafésins sem samtökin fengu þegar þau hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Enn á eftir að ákveða nákvæma staðsetningu fyrir fund leiðtoganna tveggja en talið er að helst sé verið að horfa til hótels á eyjunni Sentosa, undan ströndum Singapore. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. Eftir að hafa tilkynnt nokkuð óvænt í fyrri viku um að ekkert yrði af fundinum tilkynnti Trump á föstudag að stefnt væri að því að halda fundinn sögulega þann 12. júní næstkomandi í Singapore.Washington Post greinir frá því í kvöld að vegna þess hversu viðskiptaþvinganir Vesturveldanna og annarra ríkja hafi leikið Norður-Kóreu grátt hafi Kim Jong-un farið fram á það að annað ríki greiði fyrir hótelherbergi hans í Singapore á meðan fundinum stendur. Bandaríska blaðið greinir frá því að Kim hafi krafist þess að gista í svítu á hinu fimm stjörnu Fullerton-hóteli í Singapore, þar sem nóttin kostar sex þúsund dollara, um 600 þúsund krónur. Eru embættismenn Bandaríkjanna sagðir vera tilbúnir til þess að verða við þeirri ósk en einnig sé til skoðunar að yfirvöld í Singapore greiði reikninginn. Þá hafa ICAN-samtökin sem helga sig baráttunni gegn kjarnorkuvopnavá boðist til þess að greiða reikninginn með hluta verðlaunafésins sem samtökin fengu þegar þau hlutu friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári. Enn á eftir að ákveða nákvæma staðsetningu fyrir fund leiðtoganna tveggja en talið er að helst sé verið að horfa til hótels á eyjunni Sentosa, undan ströndum Singapore.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59