Sporðaköst fara aftur í vinnslu eftir 20 ára hlé Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. júní 2018 06:00 Eggert Skúlason fékk son sinn til að tattúvera á sig nafn sjónvarpsþáttanna þegar hann var búinn að taka ákvörðun um að ráðast aftur í gerð þáttanna. „Það hefur alltaf blundað í mér að halda áfram og svo þarf bara stundum að vaða í hlutina. Það eru 20 ár síðan síðasta sería var sýnd og ég ætla að fara og gera sex þátta seríu í sumar þar sem við förum bæði í lax og silung,“ segir Eggert Skúlason fjölmiðlamaður, sem ætlar að gera nýja þáttaröð af veiðiþáttunum Sporðaköst, eftir langt hlé. Eggert segir að eitt af því sem verði gaman að fanga í þáttunum séu breytingarnar sem hafi orðið frá því að þættirnir voru sýndir á sínum tíma. „Á þeim tíma voru árnar í niðursveiflu. Svo kom til „veiða og sleppa“ sem var mjög umdeilt á sínum tíma en í dag eru flestallar árnar á uppleið,“ segir Eggert. Hann rifjar upp fyrirsögn í Morgunblaðinu þar sem velt var upp þeirri spurningu hvort stórlaxinn yrði útdauður árið 2020. „En nú veiðist mikið af stórlöxum og vonandi verður það þannig líka í Sporðaköstum i sumar.“ Eggert ætlar að leita fanga víða. „Tvo þætti ætla ég að taka upp á hálendinu, þar sem enn eru til perlur sem menn þekkja ekki almennt í silungsveiði. Þar er mikið af stórum silungum á lítt þekktum stöðum. Svo ætla ég að fara í Víðdalsá og mynda þar aftur þegar verður veiddur 20 pundari. Síðan munum við taka tvo þætti á Norðausturlandi,“ segir Eggert. Hann nefnir líka Miðfjarðará og Dalina og Aðaldalinn sem fyrirhugaða tökustaði. Steingrímur Þórðarson kvikmyndatökumaður sér um kvikmyndatökuna og eftirvinnslu á þáttunum og Gunnar Árnason sér um eftirvinnslu á hljóði. Eggert segir að notað verði gamla stefið úr þáttunum, sem sé nostalgía fyrir marga. Stefið er eftir Jón Bjarka Bentsson, sem er núna yfirhagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Það er alveg dásamleg nostalgía sem fylgir því lagi sem hann samdi sérstaklega fyrir Sporðaköst. Ef hann er jafn góður hagfræðingur og hann er tónlistarmaður þá getum við öll andað léttar,“ segir Eggert. Eggert segist ekki vera búinn að selja þættina. „Stundum þarf maður bara að henda sér út í djúpu laugina. En ég er að ræða við tvær sjónvarpsstöðvar og vonandi verður það frágengið,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Stangveiði Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Það hefur alltaf blundað í mér að halda áfram og svo þarf bara stundum að vaða í hlutina. Það eru 20 ár síðan síðasta sería var sýnd og ég ætla að fara og gera sex þátta seríu í sumar þar sem við förum bæði í lax og silung,“ segir Eggert Skúlason fjölmiðlamaður, sem ætlar að gera nýja þáttaröð af veiðiþáttunum Sporðaköst, eftir langt hlé. Eggert segir að eitt af því sem verði gaman að fanga í þáttunum séu breytingarnar sem hafi orðið frá því að þættirnir voru sýndir á sínum tíma. „Á þeim tíma voru árnar í niðursveiflu. Svo kom til „veiða og sleppa“ sem var mjög umdeilt á sínum tíma en í dag eru flestallar árnar á uppleið,“ segir Eggert. Hann rifjar upp fyrirsögn í Morgunblaðinu þar sem velt var upp þeirri spurningu hvort stórlaxinn yrði útdauður árið 2020. „En nú veiðist mikið af stórlöxum og vonandi verður það þannig líka í Sporðaköstum i sumar.“ Eggert ætlar að leita fanga víða. „Tvo þætti ætla ég að taka upp á hálendinu, þar sem enn eru til perlur sem menn þekkja ekki almennt í silungsveiði. Þar er mikið af stórum silungum á lítt þekktum stöðum. Svo ætla ég að fara í Víðdalsá og mynda þar aftur þegar verður veiddur 20 pundari. Síðan munum við taka tvo þætti á Norðausturlandi,“ segir Eggert. Hann nefnir líka Miðfjarðará og Dalina og Aðaldalinn sem fyrirhugaða tökustaði. Steingrímur Þórðarson kvikmyndatökumaður sér um kvikmyndatökuna og eftirvinnslu á þáttunum og Gunnar Árnason sér um eftirvinnslu á hljóði. Eggert segir að notað verði gamla stefið úr þáttunum, sem sé nostalgía fyrir marga. Stefið er eftir Jón Bjarka Bentsson, sem er núna yfirhagfræðingur hjá Íslandsbanka. „Það er alveg dásamleg nostalgía sem fylgir því lagi sem hann samdi sérstaklega fyrir Sporðaköst. Ef hann er jafn góður hagfræðingur og hann er tónlistarmaður þá getum við öll andað léttar,“ segir Eggert. Eggert segist ekki vera búinn að selja þættina. „Stundum þarf maður bara að henda sér út í djúpu laugina. En ég er að ræða við tvær sjónvarpsstöðvar og vonandi verður það frágengið,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Stangveiði Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira