Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Hulda Hólmkelsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 4. júní 2018 08:34 Melania Trump fór í nýrnaaðgerð í síðasta mánuði. Vísir/getty Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, mun hvorki fylgja eiginmanni sínum Donald Trump á fund leiðtoga G-7 ríkjanna í vikunni né á fyrirhugaðan leiðtogafund Trump og Kim Jong Un, leiðtoga norður Kóreu. Melania var viðstödd fund G7 ríkjanna á Ítalíu á síðasta ári og fór vel á með henni og öðrum mökum leiðtoganna. Hún mun ekki sækja fundinn heim í ár sem fer fram í Quebeq í Kanada í vikunni. Melania hefur ekki sést á almannafæri frá 10. maí þegar forsetahjónin tóku á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið fangar í Norður Kóreu. Mörgum þykir fjarvera Melaniu einkennileg en forsetafrúr Bandaríkjanna eru ekki síður opinberar persónur en eiginmenn þeirra.Sögusagnir um hugsanlegar lýtaaðgerðir eða mögulegan flutning hennar til New York voru orðnar áberandi á samfélagsmiðlum. Melania fór í nýrnaaðgerð um miðjan maí en var aðgerðin sögð minniháttar. Melania Trump ásamt eiginmanni sínum þann 10. maí síðastliðinn á lóð Hvíta hússinns. Hún hefur ekki sést opinberlega síðan.Vísir/GettyÍ síðustu viku voru áhyggjur af líðan forsetafrúnar og vangaveltur um ástæðurnar fyrir fjarverunni orðnar svo háværar að hún fann sig knúna að tilkynna það á opinberum Twitter reikning sínum að hún væri við hestaheilsu og að hún væri í Hvíta húsinu ásamt fjölskyldu sinni. I see the media is working overtime speculating where I am & what I'm doing. Rest assured, I'm here at the @WhiteHouse w my family, feeling great, & working hard on behalf of children & the American people! — Melania Trump (@FLOTUS) May 30, 2018 Um helgina var forsetinn í Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, með börnum sínum Donald Trump Jr, Tiffany Trump, Ivönku Trump og tengdasyninum Jared Kushner. Melania var ekki með þeim samkvæmt frétt BBC.Í gær tilkynnti talskona hennar svo að hún muni ekki fylgja forsetanum á fund G-7 ríkjanna og að ekki standi til að hún fylgi honum til Singapúr seinna í mánuðinum. Í kvöld munu forsetahjónin þó halda móttökuveislu fyrir fjölskyldur fallinna hermanna, en viðburðurinn verður ekki opinn fjölmiðlum. Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump útskrifuð af sjúkrahúsi Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna hefur snúið aftur í Hvíta húsið eftir um vikudvöl á sjúkrahúsi í Washington. 19. maí 2018 18:00 Melaniu heilsast vel eftir nýrnaaðgerð Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, gekkst undir skurðaðgerð á nýra í gærkvöld. Ástæðan mun vera það sem kallast blóðrek, þ.e. blóðsegi, loftbóla eða annað í blóðstraumi sem stíflar þrönga æð. 15. maí 2018 09:53 Melania Trump lögð inn á sjúkrahús Forsetafrúin fór í vel heppnaða aðgerð fyrr í dag. 14. maí 2018 19:35 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, mun hvorki fylgja eiginmanni sínum Donald Trump á fund leiðtoga G-7 ríkjanna í vikunni né á fyrirhugaðan leiðtogafund Trump og Kim Jong Un, leiðtoga norður Kóreu. Melania var viðstödd fund G7 ríkjanna á Ítalíu á síðasta ári og fór vel á með henni og öðrum mökum leiðtoganna. Hún mun ekki sækja fundinn heim í ár sem fer fram í Quebeq í Kanada í vikunni. Melania hefur ekki sést á almannafæri frá 10. maí þegar forsetahjónin tóku á móti þremur Bandaríkjamönnum sem höfðu verið fangar í Norður Kóreu. Mörgum þykir fjarvera Melaniu einkennileg en forsetafrúr Bandaríkjanna eru ekki síður opinberar persónur en eiginmenn þeirra.Sögusagnir um hugsanlegar lýtaaðgerðir eða mögulegan flutning hennar til New York voru orðnar áberandi á samfélagsmiðlum. Melania fór í nýrnaaðgerð um miðjan maí en var aðgerðin sögð minniháttar. Melania Trump ásamt eiginmanni sínum þann 10. maí síðastliðinn á lóð Hvíta hússinns. Hún hefur ekki sést opinberlega síðan.Vísir/GettyÍ síðustu viku voru áhyggjur af líðan forsetafrúnar og vangaveltur um ástæðurnar fyrir fjarverunni orðnar svo háværar að hún fann sig knúna að tilkynna það á opinberum Twitter reikning sínum að hún væri við hestaheilsu og að hún væri í Hvíta húsinu ásamt fjölskyldu sinni. I see the media is working overtime speculating where I am & what I'm doing. Rest assured, I'm here at the @WhiteHouse w my family, feeling great, & working hard on behalf of children & the American people! — Melania Trump (@FLOTUS) May 30, 2018 Um helgina var forsetinn í Camp David, sveitabústað forseta Bandaríkjanna, með börnum sínum Donald Trump Jr, Tiffany Trump, Ivönku Trump og tengdasyninum Jared Kushner. Melania var ekki með þeim samkvæmt frétt BBC.Í gær tilkynnti talskona hennar svo að hún muni ekki fylgja forsetanum á fund G-7 ríkjanna og að ekki standi til að hún fylgi honum til Singapúr seinna í mánuðinum. Í kvöld munu forsetahjónin þó halda móttökuveislu fyrir fjölskyldur fallinna hermanna, en viðburðurinn verður ekki opinn fjölmiðlum.
Donald Trump Tengdar fréttir Melania Trump útskrifuð af sjúkrahúsi Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna hefur snúið aftur í Hvíta húsið eftir um vikudvöl á sjúkrahúsi í Washington. 19. maí 2018 18:00 Melaniu heilsast vel eftir nýrnaaðgerð Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, gekkst undir skurðaðgerð á nýra í gærkvöld. Ástæðan mun vera það sem kallast blóðrek, þ.e. blóðsegi, loftbóla eða annað í blóðstraumi sem stíflar þrönga æð. 15. maí 2018 09:53 Melania Trump lögð inn á sjúkrahús Forsetafrúin fór í vel heppnaða aðgerð fyrr í dag. 14. maí 2018 19:35 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Melania Trump útskrifuð af sjúkrahúsi Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna hefur snúið aftur í Hvíta húsið eftir um vikudvöl á sjúkrahúsi í Washington. 19. maí 2018 18:00
Melaniu heilsast vel eftir nýrnaaðgerð Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, gekkst undir skurðaðgerð á nýra í gærkvöld. Ástæðan mun vera það sem kallast blóðrek, þ.e. blóðsegi, loftbóla eða annað í blóðstraumi sem stíflar þrönga æð. 15. maí 2018 09:53
Melania Trump lögð inn á sjúkrahús Forsetafrúin fór í vel heppnaða aðgerð fyrr í dag. 14. maí 2018 19:35