Ræða þurfi lífeyrismál út frá kynjajafnrétti Sighvatur skrifar 5. júní 2018 06:00 Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Vísir/GVa „Það er mjög mikilvægt að skoða lífeyrisréttindi út frá kynja- og jafnréttissjónarmiði. Þetta er þarft umræðuefni sem mér finnst við Íslendingar ekki hafa fjallað nægilega mikið um,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Þessi mál voru rædd á Evrópuráðstefnu á vegum alþjóðasamtaka almannatryggingastofnana sem fór fram í Reykjavík á dögunum. Thore Hansen, frá norsku almannatryggingastofnuninni NAV, kynnti á ráðstefnunni leiðir sem Norðmenn hafa farið til að jafna lífeyrisréttindi kynjanna. „Flest almannatryggingakerfi eru þannig uppbyggð að lífeyrisgreiðslur haldast í hendur við þær tekjur sem einstaklingar afla um ævina. Þar sem hallar á konur þegar kemur að atvinnuþátttöku og tekjum þýðir þetta að lífeyrisgreiðslur þeirra eru líka lægri.“ Thore segir að Norðmenn hafi endurskoðað sitt kerfi 2011 og kynnt til sögunnar ýmsar sértækar aðgerðir í því skyni að jafna þennan mun. Til að mynda safna foreldrar sem eru heima með börnum upp að sex ára aldri réttindum til lífeyrisgreiðslna, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. „Samkvæmt rannsóknum mun nýja kerfið, þegar það er komið að fullu til framkvæmda, leiða til þess að konur munu að jafnaði fá 7% lægri lífeyrisgreiðslur heldur en karlar í stað 27% munar sem er nú. Hefðum við alls engin jöfnunarúrræði í kerfinu væri munurinn 43%.“ Á Íslandi var þessi munur 20% árið 2014 samkvæmt tölum frá OECD.Ekki gagnrýnislaus Sigríður Lillý segir nálgun Norðmanna áhugaverða. „Þessi leið er þó ekki gagnrýnislaus. Það hefur verið bent á að með þessu sé verið að festa óbreytt ástand í sessi. Aðrir vilja frekar eyða launamun og gera það sem þarf til að jafna atvinnuþátttöku kvenna.“ Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni var Spánverjinn Miguel de la Corte sem starfar sem sérfræðingur í jafnréttisteymi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann segir áskoranirnar margar þegar kemur að kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Í drögum að tilskipun um jafnvægi milli vinnu og einkalífs eru meðal annars lagðar til breytingar á foreldraorlofi í ríkjum sambandsins og fyrirmyndir sóttar til Íslands og hinna Norðurlandanna. „Ég er mjög hrifinn af ykkar kerfi þar sem ákveðinn hluti orlofsins er ætlaður feðrum eingöngu. Þið hafið séð árangurinn, hér ríkir meira jafnrétti á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka kvenna er meiri en í ESB.“ De la Corta segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða nú til að stuðla að jafnari réttindum kynjanna til lífeyrisgreiðslna í framtíðinni. „Það er mjög mikilvægt að bæði kynin starfi á öllum sviðum vinnumarkaðarins, núna eru konur í meirihluta í greinum þar sem laun eru lægri. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu. Við þurfum að byrja á menntuninni og breyta hugarfari fólks.“ Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að skoða lífeyrisréttindi út frá kynja- og jafnréttissjónarmiði. Þetta er þarft umræðuefni sem mér finnst við Íslendingar ekki hafa fjallað nægilega mikið um,“ segir Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Þessi mál voru rædd á Evrópuráðstefnu á vegum alþjóðasamtaka almannatryggingastofnana sem fór fram í Reykjavík á dögunum. Thore Hansen, frá norsku almannatryggingastofnuninni NAV, kynnti á ráðstefnunni leiðir sem Norðmenn hafa farið til að jafna lífeyrisréttindi kynjanna. „Flest almannatryggingakerfi eru þannig uppbyggð að lífeyrisgreiðslur haldast í hendur við þær tekjur sem einstaklingar afla um ævina. Þar sem hallar á konur þegar kemur að atvinnuþátttöku og tekjum þýðir þetta að lífeyrisgreiðslur þeirra eru líka lægri.“ Thore segir að Norðmenn hafi endurskoðað sitt kerfi 2011 og kynnt til sögunnar ýmsar sértækar aðgerðir í því skyni að jafna þennan mun. Til að mynda safna foreldrar sem eru heima með börnum upp að sex ára aldri réttindum til lífeyrisgreiðslna, þótt þeir séu ekki á vinnumarkaði. „Samkvæmt rannsóknum mun nýja kerfið, þegar það er komið að fullu til framkvæmda, leiða til þess að konur munu að jafnaði fá 7% lægri lífeyrisgreiðslur heldur en karlar í stað 27% munar sem er nú. Hefðum við alls engin jöfnunarúrræði í kerfinu væri munurinn 43%.“ Á Íslandi var þessi munur 20% árið 2014 samkvæmt tölum frá OECD.Ekki gagnrýnislaus Sigríður Lillý segir nálgun Norðmanna áhugaverða. „Þessi leið er þó ekki gagnrýnislaus. Það hefur verið bent á að með þessu sé verið að festa óbreytt ástand í sessi. Aðrir vilja frekar eyða launamun og gera það sem þarf til að jafna atvinnuþátttöku kvenna.“ Meðal annarra fyrirlesara á ráðstefnunni var Spánverjinn Miguel de la Corte sem starfar sem sérfræðingur í jafnréttisteymi framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Hann segir áskoranirnar margar þegar kemur að kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Í drögum að tilskipun um jafnvægi milli vinnu og einkalífs eru meðal annars lagðar til breytingar á foreldraorlofi í ríkjum sambandsins og fyrirmyndir sóttar til Íslands og hinna Norðurlandanna. „Ég er mjög hrifinn af ykkar kerfi þar sem ákveðinn hluti orlofsins er ætlaður feðrum eingöngu. Þið hafið séð árangurinn, hér ríkir meira jafnrétti á vinnumarkaði og atvinnuþátttaka kvenna er meiri en í ESB.“ De la Corta segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða nú til að stuðla að jafnari réttindum kynjanna til lífeyrisgreiðslna í framtíðinni. „Það er mjög mikilvægt að bæði kynin starfi á öllum sviðum vinnumarkaðarins, núna eru konur í meirihluta í greinum þar sem laun eru lægri. Þetta mun ekki gerast á einni nóttu. Við þurfum að byrja á menntuninni og breyta hugarfari fólks.“
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira