Erfðasaga óstöðugleikans Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. júní 2018 10:00 Ný rannsókn Sunnu Ebenesersdóttur og Agnars Helgasonar, líffræðilegra mannfræðinga hjá Íslenskri erfðagreiningu, á uppruna landnámsmanna Íslands er einstakt framlag til íslenskrar menningar og vísinda. Þó svo að rannsóknarúrtakið sé tiltölulega fáliðað – 25 einstaklingar sem grafnir voru upp úr kumlreitum frá landnámsöld – gefa niðurstöður þeirra sterka vísbendingu um að forfeður okkar sem settust hér að hafi verið mun jafnari hópur norræna manna og Kelta en áður var talið. Nánar tiltekið 57 prósent norrænir menn en 43 prósent Keltar. Út af fyrir sig eru þetta athyglisverðar niðurstöður, en þegar erfðaefni þessa hóps er borið saman við DNA úr núlifandi einstaklingum, birtast sláandi niðurstöður sem varpa ljósi á hvernig hin harðneskjulega tilvist á miðöldum og á seinni tímum meitlaði til erfðaefni nútíma Íslendinga í gegnum náttúruhamfarir, skelfilegar farsóttir, hungursneyð og blöndun við aðra hópa. Afleiðingin er gríðarlegt genaflökt síðustu 1100 ára og að Íslendingur 21. aldarinnar hefur fjarlægst upprunaþjóðir sínar í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Nútíma Breti er líkari forfeðrum okkar en við afkomendurnir. Við erum erfðafræðilegt eyland í samanburði við erfðir nágrannaþjóða okkar. Það vill svo til að þetta eyland er gullnáma fyrir erfðavísindamenn. Um leið undirstrika niðurstöðurnar þá staðreynd að erfðaefni þess hóps sem býr á þessari eyju í Norður-Atlantshafi og kennir sig við Ísland er í stöðugri þróun, og hefur verið það frá upphafi. Það er ekkert til sem heitir hreinræktaður Íslendingur. Í raun er það þvæla að halda því fram að til sé „hrein“ þjóð, því saga mannsins, þekking hans og menning síðustu 70 þúsund ára byggir á fólksflutningum og blöndun mismunandi hópa. Óstöðugleiki er líklega rétta orðið til að lýsa þessari þróun undanfarnar aldir. Óstöðugleikinn er, eins og við vitum öll, erfiður. Oft sársaukafullur. En í hinu víða samhengi er hann nauðsynlegur. Stöðnun er dauði. Það er því með stolti sem við ættum að undirstrika það að samtímamenning okkar er hverful, aðeins birtingarmynd núverandi tilhneiginga sem mun hverfa í ólgusjó sögunnar. Það er í þessu samhengi sem rannsóknir eins og þær sem Sunna og Agnar stunda sanna mikilvægi sitt. Í þeim felst ómetanlegt tækifæri fyrir nútímamanninn til að spegla sig í reynslu þeirra sem komu á undan. Þeirra sem flúðu styrjaldir og ánauð og leituðu nýrra tækifæra í fjarlægu landi. Þetta er saga okkar síðustu árþúsunda, og hana ættum við að hafa í huga næst þegar hingað kemur fólk í leit að nýju lífi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ný rannsókn Sunnu Ebenesersdóttur og Agnars Helgasonar, líffræðilegra mannfræðinga hjá Íslenskri erfðagreiningu, á uppruna landnámsmanna Íslands er einstakt framlag til íslenskrar menningar og vísinda. Þó svo að rannsóknarúrtakið sé tiltölulega fáliðað – 25 einstaklingar sem grafnir voru upp úr kumlreitum frá landnámsöld – gefa niðurstöður þeirra sterka vísbendingu um að forfeður okkar sem settust hér að hafi verið mun jafnari hópur norræna manna og Kelta en áður var talið. Nánar tiltekið 57 prósent norrænir menn en 43 prósent Keltar. Út af fyrir sig eru þetta athyglisverðar niðurstöður, en þegar erfðaefni þessa hóps er borið saman við DNA úr núlifandi einstaklingum, birtast sláandi niðurstöður sem varpa ljósi á hvernig hin harðneskjulega tilvist á miðöldum og á seinni tímum meitlaði til erfðaefni nútíma Íslendinga í gegnum náttúruhamfarir, skelfilegar farsóttir, hungursneyð og blöndun við aðra hópa. Afleiðingin er gríðarlegt genaflökt síðustu 1100 ára og að Íslendingur 21. aldarinnar hefur fjarlægst upprunaþjóðir sínar í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Nútíma Breti er líkari forfeðrum okkar en við afkomendurnir. Við erum erfðafræðilegt eyland í samanburði við erfðir nágrannaþjóða okkar. Það vill svo til að þetta eyland er gullnáma fyrir erfðavísindamenn. Um leið undirstrika niðurstöðurnar þá staðreynd að erfðaefni þess hóps sem býr á þessari eyju í Norður-Atlantshafi og kennir sig við Ísland er í stöðugri þróun, og hefur verið það frá upphafi. Það er ekkert til sem heitir hreinræktaður Íslendingur. Í raun er það þvæla að halda því fram að til sé „hrein“ þjóð, því saga mannsins, þekking hans og menning síðustu 70 þúsund ára byggir á fólksflutningum og blöndun mismunandi hópa. Óstöðugleiki er líklega rétta orðið til að lýsa þessari þróun undanfarnar aldir. Óstöðugleikinn er, eins og við vitum öll, erfiður. Oft sársaukafullur. En í hinu víða samhengi er hann nauðsynlegur. Stöðnun er dauði. Það er því með stolti sem við ættum að undirstrika það að samtímamenning okkar er hverful, aðeins birtingarmynd núverandi tilhneiginga sem mun hverfa í ólgusjó sögunnar. Það er í þessu samhengi sem rannsóknir eins og þær sem Sunna og Agnar stunda sanna mikilvægi sitt. Í þeim felst ómetanlegt tækifæri fyrir nútímamanninn til að spegla sig í reynslu þeirra sem komu á undan. Þeirra sem flúðu styrjaldir og ánauð og leituðu nýrra tækifæra í fjarlægu landi. Þetta er saga okkar síðustu árþúsunda, og hana ættum við að hafa í huga næst þegar hingað kemur fólk í leit að nýju lífi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun