Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júní 2018 06:49 Capella hótelið er sagt sneisafullt af alls kyns þægindum. Vísir/getty Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. Talsmaður Hvíta hússins greindi frá staðsetningunni í nótt en fundurinn fer fram þann 12. júní næstkomandi, á þriðjudaginn í næstu viku. Þetta verður fyrsti fundur sem leiðtogi Norður-Kóreu hefur átt með sitjandi forseta Bandaríkjanna. Í ljósi sögulegs mikilvægis fundarins var því ekki talið úr vegi að velja virðulegan fundarstað.Sjá einnig: Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un?UPDATE: The venue for the Singapore summit between @POTUS and Leader Kim Jong Un will be the Capella Hotel on Sentosa Island. We thank our great Singaporean hosts for their hospitality.— Sarah Sanders (@PressSec) June 5, 2018 Því varð hið fimm stjörnu Capella hótel á Sentosa fyrir valinu. Eyjan er ein þerra 63 sem mynda Singapúr. Hótelið er sagt sitja á landareign sem telur um 500 hektara, sé uppfullt af alls kyns þægindum, einkaströndum og fallegum golfvöllum. Líklegt verður að teljast að Trump og Kim grípi sér golfkylfu í hönd einhvern tímann á milli funda, en sá fyrrnefndi er þekktur fyrir að draga þjóðarleiðtoga með sér á golfvöllinn. Hvort sá síðarnefndi sé liðtækur í golfi liggur þó ekki fyrr. Fræg er þó flökkusagan af föður hans, Kim Jong-il, sem sagður er hafa farið 11 holur í höggi á einum golfhring í Pjongjang. Hvað sem því líður þá mun ekki væsa um leiðtogana, ef marka má myndirnar af fundarstað þeirra á vef hótelsins. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30 Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Sjá meira
Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. Talsmaður Hvíta hússins greindi frá staðsetningunni í nótt en fundurinn fer fram þann 12. júní næstkomandi, á þriðjudaginn í næstu viku. Þetta verður fyrsti fundur sem leiðtogi Norður-Kóreu hefur átt með sitjandi forseta Bandaríkjanna. Í ljósi sögulegs mikilvægis fundarins var því ekki talið úr vegi að velja virðulegan fundarstað.Sjá einnig: Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un?UPDATE: The venue for the Singapore summit between @POTUS and Leader Kim Jong Un will be the Capella Hotel on Sentosa Island. We thank our great Singaporean hosts for their hospitality.— Sarah Sanders (@PressSec) June 5, 2018 Því varð hið fimm stjörnu Capella hótel á Sentosa fyrir valinu. Eyjan er ein þerra 63 sem mynda Singapúr. Hótelið er sagt sitja á landareign sem telur um 500 hektara, sé uppfullt af alls kyns þægindum, einkaströndum og fallegum golfvöllum. Líklegt verður að teljast að Trump og Kim grípi sér golfkylfu í hönd einhvern tímann á milli funda, en sá fyrrnefndi er þekktur fyrir að draga þjóðarleiðtoga með sér á golfvöllinn. Hvort sá síðarnefndi sé liðtækur í golfi liggur þó ekki fyrr. Fræg er þó flökkusagan af föður hans, Kim Jong-il, sem sagður er hafa farið 11 holur í höggi á einum golfhring í Pjongjang. Hvað sem því líður þá mun ekki væsa um leiðtogana, ef marka má myndirnar af fundarstað þeirra á vef hótelsins.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34 Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30 Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Sjá meira
Melania Trump fylgir eiginmanninum ekki á leiðtogafundina Melania Trump, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur ekki sést opinberlega síðan 10. maí. 4. júní 2018 08:34
Hver á að borga hótelið fyrir Kim Jong-un? Nú þegar allt lítur út að verði af leiðtogafundi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu sitja embættismenn ríkjanna nú á rökstólum til þess að undirbúa fundinn. Meðal þess sem rætt hefur verið er hver eigi að greiða fyrir hótelgistingu leiðtoga Norður-Kóreu. 2. júní 2018 23:30
Trump hættur við að hætta við fundinn með Kim Forsetinn tilkynnti þetta eftir að sendifulltrúi Norður-Kóreu afhenti honum bréf frá Kim Jong-un. 1. júní 2018 18:59