Trump segist ekki þurfa mikinn undirbúning fyrir fundinn með Kim Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. júní 2018 23:30 Shinzo Abe og Donald Trump héldu sameiginlegan blaðamannafund fyrir utan Hvíta húsið í dag. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki þurfa mikinn undirbúning í aðdraganda leiðtogafundar hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Ráðgjafar Trump eru sagðir hafa áhyggjur undirbúningi hans yrir fundinn. „Ég held að ég sé mjög vel undirbúinn en ég held að ég þurfi ekki mikinn undirbúning,“ sagði Trump á blaðamannafundi með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, í dag. „Þetta snýst um viðhorf. Að maður sé tilbúinn til þess að láta hluti gerast.“ Nú styttist óðum í fund leiðtoganna tveggja en fundurinn verður haldinn 12. júní næstkomandi. Hafa ráðgjafar Trump reynt að undirbúa hann vel fyrir fundinn.Í frétt CNN segir að þeir hafi útbúið kynningarefni fyrir hann svo hann geti kynnt sér kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu og mat njósnastofnanna Bandaríkjanna á Kim Jong-un. Allt svo að Trump verði sem best undirbúinn fyrir fundinn.Sagður telja sig þekkja Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta í Asíu Segir einnig í frétt CNN að ráðgjafar hans hafi hins vegar áhyggjur af því að Trump sé ekki að meðtaka kynningarefnið og ætli sér að mæta á fundinn án þess að vera nógu vel undirbúinn, að þeirra matiTrump bætti þó við á blaðamannafundinum að hann hafi verið að undirbúa sig undir fundinn í lengri tíma, án þess þó að tiltaka í hverju sá undirbúningur hafi falist.Í frétt CNN er Trump sagður hafa hreykt sér af því við nána samstarfsmenn sína að hann búi yfir miklum skilning á Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta hans í Asíu. Þá hefur Trump lengi haldið því fram að hann sé einstakur samningamaður.Hvort það skilar sér í góðum samningi fyrir Bandaríkin, Norður-Kóreu eða heimsbyggðina verður að koma í ljós en ljóst er að fundurinn verður sögulegur, hvernig sem fer, eftir áratuga löng stirð samskipti milli ríkjanna tveggja. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02 Blendnar tilfinningar Suður-Kóreumanna í aðdraganda fundar Trump og Kim Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. 7. júní 2018 12:19 Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 6. júní 2018 06:49 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki þurfa mikinn undirbúning í aðdraganda leiðtogafundar hans með Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu. Ráðgjafar Trump eru sagðir hafa áhyggjur undirbúningi hans yrir fundinn. „Ég held að ég sé mjög vel undirbúinn en ég held að ég þurfi ekki mikinn undirbúning,“ sagði Trump á blaðamannafundi með Shinzo Abe, forsætisráðherra Japan, í dag. „Þetta snýst um viðhorf. Að maður sé tilbúinn til þess að láta hluti gerast.“ Nú styttist óðum í fund leiðtoganna tveggja en fundurinn verður haldinn 12. júní næstkomandi. Hafa ráðgjafar Trump reynt að undirbúa hann vel fyrir fundinn.Í frétt CNN segir að þeir hafi útbúið kynningarefni fyrir hann svo hann geti kynnt sér kjarnorkuáætlanir Norður-Kóreu og mat njósnastofnanna Bandaríkjanna á Kim Jong-un. Allt svo að Trump verði sem best undirbúinn fyrir fundinn.Sagður telja sig þekkja Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta í Asíu Segir einnig í frétt CNN að ráðgjafar hans hafi hins vegar áhyggjur af því að Trump sé ekki að meðtaka kynningarefnið og ætli sér að mæta á fundinn án þess að vera nógu vel undirbúinn, að þeirra matiTrump bætti þó við á blaðamannafundinum að hann hafi verið að undirbúa sig undir fundinn í lengri tíma, án þess þó að tiltaka í hverju sá undirbúningur hafi falist.Í frétt CNN er Trump sagður hafa hreykt sér af því við nána samstarfsmenn sína að hann búi yfir miklum skilning á Norður-Kóreu vegna fyrri viðskipta hans í Asíu. Þá hefur Trump lengi haldið því fram að hann sé einstakur samningamaður.Hvort það skilar sér í góðum samningi fyrir Bandaríkin, Norður-Kóreu eða heimsbyggðina verður að koma í ljós en ljóst er að fundurinn verður sögulegur, hvernig sem fer, eftir áratuga löng stirð samskipti milli ríkjanna tveggja.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02 Blendnar tilfinningar Suður-Kóreumanna í aðdraganda fundar Trump og Kim Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. 7. júní 2018 12:19 Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 6. júní 2018 06:49 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Sjá meira
Segir að Kim hafi grátbeðið um fundinn Rudy Guiliani, einn af lögfræðingum Donald Trump,forseta Bandaríkjanna, segir að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu hafi grátbeðið Trump að setja áætlaðan fund þeirra aftur á dagskrá. 6. júní 2018 21:02
Blendnar tilfinningar Suður-Kóreumanna í aðdraganda fundar Trump og Kim Fólk vonast til þess að fundurinn muni draga úr spennu á svæðinu og mögulega leiða til friðar. 7. júní 2018 12:19
Kim og Trump funda á fimm stjörnu hóteli Hinn sögulegi fundur Bandaríkjaforsetans Donald Trump og norður-kóreska leiðtogans Kim Jong-un mun fara fram á fimm stjörnu hóteli á singapúrsku eyjunni Sentosa. 6. júní 2018 06:49