Nabil Fekir er ennþá leikmaður Lyon og franska félagið hefur nú tilkynnt það á Twitter að ekkert sé til í þeim fréttum að Liverpool sé að ganga frá kaupum á leikmanninum.
Fjölmiðlar eins og bæði Guardian og BBC sögðu frá því í gær að Liverpool myndi kaupa Nabil Fekir á 52 milljónir punda og leikmaðurinn átti að vera á leiðinni í læknisskoðun í dag.
Liverpool væri staðráðið í að ganga frá kaupunum fyrir HM en Nabil Fekir mun spila með franska landsliðinu á HM í Rússlandi. Leikmaðurinn sjálfur er sagður vera mjög spenntur að spila fyrir Liverpool.
Nabil Fekir virðist hinsvegar vera talsvert frá því að komast á Anfield ef marka má nýjast útspil félagsins hans.
Tilkynningu Lyon má sjá hér fyrir neðan.
Les informations sur le transfert de Nabil Fekir sont fausses.
L’Olympique Lyonnais dément catégoriquement les fausses informations diffusées par de nombreux médias au sujet du transfert de Nabil Fekir au club de Liverpool. pic.twitter.com/3Qa6zekRFo
— Olympique Lyonnais (@OL) June 8, 2018
Nabil Fekir átti frábært tímabil með Lyon en hann skoraði 18 mörk og gaf 8 stoðsendingar í frönsku deildinni.
Liverpool er þegar búið að ganga frá kaupum á miðjumönnunum Fabinho og Naby Keita en það gæti orðið mun erfiðara fyrir félagið að ganga frá kaupunum á Nabil Fekir.