Ópera Sjón valin besta nýja ópera ársins í Evrópu Birgir Olgeirsson skrifar 8. júní 2018 10:10 Uppistaða líbrettós verksins er ljóðabók Sjóns, Söngur steinasafnarans. Vísir/Getty Óperan Sjö steinar eftir Sjón og tékkneska tónskáldið Ondřej Adamek hefur hlotið evrópsku FEDORA–Generali verðlaunin sem besta frumsamda ópera ársins 2018. Uppistaða líbrettós verksins er ljóðabók Sjóns Söngur steinasafnarans og segir þar frá steinasafnara sem safnar steinum sem tengjast þekktum persónum og atburðum í heimssögunni. Söfnunaráráttan tekur af honum völdin og verður til þess að hann gleymir öllu öðru og fremur að lokum voðaverk sem hann berst svo við að gleyma. Í dómnefnd verðlaunanna sátu meðal annarra Nicholas Payne fyrrverandi óperustjóri Ensku þjóðaróperunnar og Konunglegu óperunnar í Covent Garden, Birgitta Svendén óperustjóri Konunglegu sænsku óperunnar og Christina Scheppelmann listrænn stjórnandi Liceu óperuhússins í Barselóna. Umsögn nefndarinnar um verðlaunaverkið er eftirfarandi:„Þessi frumlega ópera, samin af hinu unga tékkneska tónskáldi Ondřej Adamek og íslenska skáldinu Sjón, er boð í æsilegt ferðalag um menningarheima Argentínu, Íslands, Japans og Frakklands. Í þessu nútímalega óperuverki vaknar allt til lífsins í fordæmalausri upplifun sem tvinnar söng, talrödd og hvísl saman við mikilfenglegar hljóðfærasmíðarnar sem jafnframt skapa sviðsmyndina. SJÖ STEINAR er samtímaópera sem mun víkka út landamæri.“Óperan Sjö steinar var pöntuð af einni virtustu óperuhátíð heims, hátíðinni í Aix-en-Provence, og verður frumsýnd þar í borg þann 7. júlí næstkomandi. Verðlaunaféð nemur 150.000 evrum og rennur það til uppsetningar verksins og fyrirhugaðra ferðalaga með það. Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Óperan Sjö steinar eftir Sjón og tékkneska tónskáldið Ondřej Adamek hefur hlotið evrópsku FEDORA–Generali verðlaunin sem besta frumsamda ópera ársins 2018. Uppistaða líbrettós verksins er ljóðabók Sjóns Söngur steinasafnarans og segir þar frá steinasafnara sem safnar steinum sem tengjast þekktum persónum og atburðum í heimssögunni. Söfnunaráráttan tekur af honum völdin og verður til þess að hann gleymir öllu öðru og fremur að lokum voðaverk sem hann berst svo við að gleyma. Í dómnefnd verðlaunanna sátu meðal annarra Nicholas Payne fyrrverandi óperustjóri Ensku þjóðaróperunnar og Konunglegu óperunnar í Covent Garden, Birgitta Svendén óperustjóri Konunglegu sænsku óperunnar og Christina Scheppelmann listrænn stjórnandi Liceu óperuhússins í Barselóna. Umsögn nefndarinnar um verðlaunaverkið er eftirfarandi:„Þessi frumlega ópera, samin af hinu unga tékkneska tónskáldi Ondřej Adamek og íslenska skáldinu Sjón, er boð í æsilegt ferðalag um menningarheima Argentínu, Íslands, Japans og Frakklands. Í þessu nútímalega óperuverki vaknar allt til lífsins í fordæmalausri upplifun sem tvinnar söng, talrödd og hvísl saman við mikilfenglegar hljóðfærasmíðarnar sem jafnframt skapa sviðsmyndina. SJÖ STEINAR er samtímaópera sem mun víkka út landamæri.“Óperan Sjö steinar var pöntuð af einni virtustu óperuhátíð heims, hátíðinni í Aix-en-Provence, og verður frumsýnd þar í borg þann 7. júlí næstkomandi. Verðlaunaféð nemur 150.000 evrum og rennur það til uppsetningar verksins og fyrirhugaðra ferðalaga með það.
Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira