Katrín og kjarnorka í síðustu Víglínunni fram á haust Heimir Már Pétursson skrifar 9. júní 2018 10:00 Eftir að loks tókst að mynda ríkisstjórn eftir nokkuð brölt í desember síðast liðnum og önnur konan í lýðveldissögunni tók við embætti forsætisráðherra, hefur það ekki verið tekið út með sældinni einni hjá Katrínu Jakobsdóttur að sitja í oddvitasætinu við stjórnarborðið með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Var það fyrir stjórnkænsku hennar eða afl stjórnarandstöðunnar sem samkomulag náðist um að falla frá frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um lækkun veiðigjalda? Svarið ræðst væntanlega af pólitískum sjónarhóli hvers og eins. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Katrínu til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í hádeginu til að ræða þessi mál og fleiri.En það er ekki bara margt öðruvísi en áður á taflborði íslenskra stjórnmála því margt er á skjön í alþjóðastjórnmálum þessi misserin. Í Hvíta húsinu situr nú einn furðulegasti forseti sem þar hefur setið. Maður sem hefur blásið reyk yfir mörk lyginnar og sannleikans og virðist á yfirborðinu alla vega vera meira upptekinn af sjálfum sér en nánast öllu sem við kemur öðru fólki á jörðinni. Donald Trump heldur nú til sögulegs fundar með forseta Norður Kóreu á þriðjudag þar sem leiðtogarnir munu ræða kjarnorkumál en ríkin eiga formlega enn í stríði eftir vopnahlé í Kóreustríðinu árið 1953. Fáir Íslendingar þekkja sögu vígbúnaðarkapphlaups og kjarnorkuvopna betur en Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóða- og öryggismálum til margra ára hjá forsætis- og utanríkisráðuneyti og kennari í þessum málum við Háskóla Íslands í um tuttugu ár. Albert mætir í síðustu Víglínuþátt sumarsins til að ræða þessi mál. En þátturinn verður næst á dagskrá í byrjun september. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20. Víglínan Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Eftir að loks tókst að mynda ríkisstjórn eftir nokkuð brölt í desember síðast liðnum og önnur konan í lýðveldissögunni tók við embætti forsætisráðherra, hefur það ekki verið tekið út með sældinni einni hjá Katrínu Jakobsdóttur að sitja í oddvitasætinu við stjórnarborðið með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Var það fyrir stjórnkænsku hennar eða afl stjórnarandstöðunnar sem samkomulag náðist um að falla frá frumvarpi meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis um lækkun veiðigjalda? Svarið ræðst væntanlega af pólitískum sjónarhóli hvers og eins. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Katrínu til sín í Víglínuna á Stöð 2 og Vísi í hádeginu til að ræða þessi mál og fleiri.En það er ekki bara margt öðruvísi en áður á taflborði íslenskra stjórnmála því margt er á skjön í alþjóðastjórnmálum þessi misserin. Í Hvíta húsinu situr nú einn furðulegasti forseti sem þar hefur setið. Maður sem hefur blásið reyk yfir mörk lyginnar og sannleikans og virðist á yfirborðinu alla vega vera meira upptekinn af sjálfum sér en nánast öllu sem við kemur öðru fólki á jörðinni. Donald Trump heldur nú til sögulegs fundar með forseta Norður Kóreu á þriðjudag þar sem leiðtogarnir munu ræða kjarnorkumál en ríkin eiga formlega enn í stríði eftir vopnahlé í Kóreustríðinu árið 1953. Fáir Íslendingar þekkja sögu vígbúnaðarkapphlaups og kjarnorkuvopna betur en Albert Jónsson sérfræðingur í alþjóða- og öryggismálum til margra ára hjá forsætis- og utanríkisráðuneyti og kennari í þessum málum við Háskóla Íslands í um tuttugu ár. Albert mætir í síðustu Víglínuþátt sumarsins til að ræða þessi mál. En þátturinn verður næst á dagskrá í byrjun september. Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi klukkan 12:20.
Víglínan Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira