Stóraukin aðsókn samhliða áhyggjum af atvinnuleysi Sighvatur skrifar 9. júní 2018 08:00 „Við þurfum að segja skilið við 20. öldina þegar kemur að atvinnuuppbyggingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún hefur áhyggjur af langtímaatvinnuleysi háskólamenntaðra. Rúmlega þrjú þúsund manns verða brautskráðir úr háskólum landsins núna í júní en heildarfjöldi brautskráðra hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær fjölgaði umsóknum um háskólanám mikið milli ára vegna breytinga á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófa. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun voru rúmlega 1.100 háskólamenntaðir einstaklingar á atvinnuleysisskrá í mars. Þar af höfðu 469 verið án atvinnu lengur en sex mánuði. Þórunn segir að fjöldi háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hafi ekki minnkað undanfarin misseri. Nú sé svo komið að háskólamenntaðir séu um fjórðungur allra á atvinnuleysisskrá. Það sé tiltölulega ný staða á vinnumarkaði. Töluverð fjölgun varð í háskólum landsins í kjölfar hrunsins. „Við vitum ekki hvaða áhrif eftirmál hrunsins hafa haft. Það eru fleiri sem sækja sér háskólamenntun sem er í sjálfu sér hið besta mál. Hins vegar virðast hvorki vinnumarkaðurinn né umgjörð efnahagslífsins viðbúin þessum breytingum.“ Þórunn segir ekkert benda til að stjórnvöld eða aðrir séu að búa sig undir að stíga inn í 21. öldina. „Við þurfum að fara að gera eins og aðrar þjóðir sem hafa virkjað hugvit og mannauð með öðrum hætti en við höfum gert. Við auglýsum eftir því að hér verði tekin stefna á framtíðina.“ Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir stöðu þeirra sem brautskrifast úr háskólum nú í júní ekki verða skýra fyrr en í haust. „Sumartíminn er góður þar sem margir fá vinnu við sumarafleysingar. Svo eru ákveðnar greinar þar sem framboð starfa er meira, sérstaklega heilbrigðis- og tæknigreinar.“ Unnur segir vandamálið að störfum fyrir háskólamenntaða fjölgi ekki nógu hratt. „Þetta er hópur sem er lengur að finna sér vinnu við hæfi. Vöxturinn hefur verið aðallega í ferðamanna- og byggingariðnaði og það eru mest störf sem gera ekki miklar kröfur um menntun.“ Vinnumálastofnun býr yfir sérstöku úrræði sem felst í því að fyrirtæki og stofnanir geta ráðið starfsfólk af atvinnuleysisskrá og fengið styrk á móti. Unnur segir að þetta úrræði hafi verið auglýst sérstaklega með áherslu á háskólamenntaða. „Úrræðið hefur reynst vel í gegnum tíðina og við vildum láta vita af þeim mannauði sem væri fyrir hendi. Okkur hafa borist 72 laus störf og er þegar búið að ráða í um 40 þeirra.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira
„Við þurfum að segja skilið við 20. öldina þegar kemur að atvinnuuppbyggingu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, en hún hefur áhyggjur af langtímaatvinnuleysi háskólamenntaðra. Rúmlega þrjú þúsund manns verða brautskráðir úr háskólum landsins núna í júní en heildarfjöldi brautskráðra hefur vaxið umtalsvert á síðustu árum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær fjölgaði umsóknum um háskólanám mikið milli ára vegna breytinga á fyrirkomulagi náms til stúdentsprófa. Samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun voru rúmlega 1.100 háskólamenntaðir einstaklingar á atvinnuleysisskrá í mars. Þar af höfðu 469 verið án atvinnu lengur en sex mánuði. Þórunn segir að fjöldi háskólamenntaðra á atvinnuleysisskrá hafi ekki minnkað undanfarin misseri. Nú sé svo komið að háskólamenntaðir séu um fjórðungur allra á atvinnuleysisskrá. Það sé tiltölulega ný staða á vinnumarkaði. Töluverð fjölgun varð í háskólum landsins í kjölfar hrunsins. „Við vitum ekki hvaða áhrif eftirmál hrunsins hafa haft. Það eru fleiri sem sækja sér háskólamenntun sem er í sjálfu sér hið besta mál. Hins vegar virðast hvorki vinnumarkaðurinn né umgjörð efnahagslífsins viðbúin þessum breytingum.“ Þórunn segir ekkert benda til að stjórnvöld eða aðrir séu að búa sig undir að stíga inn í 21. öldina. „Við þurfum að fara að gera eins og aðrar þjóðir sem hafa virkjað hugvit og mannauð með öðrum hætti en við höfum gert. Við auglýsum eftir því að hér verði tekin stefna á framtíðina.“ Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir stöðu þeirra sem brautskrifast úr háskólum nú í júní ekki verða skýra fyrr en í haust. „Sumartíminn er góður þar sem margir fá vinnu við sumarafleysingar. Svo eru ákveðnar greinar þar sem framboð starfa er meira, sérstaklega heilbrigðis- og tæknigreinar.“ Unnur segir vandamálið að störfum fyrir háskólamenntaða fjölgi ekki nógu hratt. „Þetta er hópur sem er lengur að finna sér vinnu við hæfi. Vöxturinn hefur verið aðallega í ferðamanna- og byggingariðnaði og það eru mest störf sem gera ekki miklar kröfur um menntun.“ Vinnumálastofnun býr yfir sérstöku úrræði sem felst í því að fyrirtæki og stofnanir geta ráðið starfsfólk af atvinnuleysisskrá og fengið styrk á móti. Unnur segir að þetta úrræði hafi verið auglýst sérstaklega með áherslu á háskólamenntaða. „Úrræðið hefur reynst vel í gegnum tíðina og við vildum láta vita af þeim mannauði sem væri fyrir hendi. Okkur hafa borist 72 laus störf og er þegar búið að ráða í um 40 þeirra.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Fleiri fréttir Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Sjá meira