Flugvél strákanna minni en stefnt var að Kolbeinn Tumi Daðason í Keflavík skrifar 9. júní 2018 11:08 Ferðatöskur eru í fjölmörgum sætum um borð í vélinni þar sem farangursrýmin eru full. Vísir/Kolbeinn Tumi Töfin sem varð á brottför íslenska landsliðsins í knattspyrnu til Rússlands í morgun varð vegna einnar tösku. Tösku landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliðsins, segir að taskan hafi farið upp í ranga rútu í morgun á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut þar sem liðið gisti. Vél Icelandair, smekkfull af landsliðsmönnum, starfsfólki KSÍ og fjölmiðlamönnum átti að fara í loftið klukkan 10:30. Snögg viðbrögð virðast hafa komið í veg fyrir frekari tafir en þar lögðust lögregluembættin á Suðurnesjum og Vesturlandi á eitt. Þannig var að taska Heimis fór um borð í rútu sem var á leiðinni til Akureyrar og lagði af stað klukkan átta. Um níuleytið uppgötvaðist að taskan var ekki í rútu íslenska liðisns sem lagði af stað frá Hilton upp úr níu. Í ljós kom að hún var í rútu sem var komin langleiðina upp í Borgarnes. Brunað var með töskuna beinustu leið til baka, suður Vesturlandsveg og Reykjanesbrautina og stefnir í að innan við klukkustundartöf verði á brottför þegar þessi frétt er skrifuð, í borð um flugvélinni. Leggjast starfsmenn flugvallarins, Icelandair og KSÍ á eitt að koma farangri fyrir um borð en farangursrýmið er orðið pakkfullt. Á að giska er þriðjungur sæta í vélinni nýttur undir ferðatöskur. „Shit hvað þessi vél verður þung,“ sagði einn starfsmaður Isavia í vélinni þegar hann horfði á starfsmenn bera hverja ferðatöskuna á fætur annarri um borð í vélina. Annars starfsmaður benti á að vélin væri ekkert óvenjulega þung þótt ferðatöskur væru í hverju sæti, enda þær almennt töluvert léttari en farþegar sem væru almennt í sætinu. Til stóð að landsliðið færi með stærri vél utan en tafir urðu að gera hana klára. Hún mun vera væntanleg til landsliðsins í kvöld, klædd í fánaliti en planið var að hún yrði sérlega glæsileg fyrir strákana okkar.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Töfin sem varð á brottför íslenska landsliðsins í knattspyrnu til Rússlands í morgun varð vegna einnar tösku. Tösku landsliðsþjálfarans Heimis Hallgrímssonar. Víðir Reynisson, öryggisstjóri landsliðsins, segir að taskan hafi farið upp í ranga rútu í morgun á Hilton hótelinu við Suðurlandsbraut þar sem liðið gisti. Vél Icelandair, smekkfull af landsliðsmönnum, starfsfólki KSÍ og fjölmiðlamönnum átti að fara í loftið klukkan 10:30. Snögg viðbrögð virðast hafa komið í veg fyrir frekari tafir en þar lögðust lögregluembættin á Suðurnesjum og Vesturlandi á eitt. Þannig var að taska Heimis fór um borð í rútu sem var á leiðinni til Akureyrar og lagði af stað klukkan átta. Um níuleytið uppgötvaðist að taskan var ekki í rútu íslenska liðisns sem lagði af stað frá Hilton upp úr níu. Í ljós kom að hún var í rútu sem var komin langleiðina upp í Borgarnes. Brunað var með töskuna beinustu leið til baka, suður Vesturlandsveg og Reykjanesbrautina og stefnir í að innan við klukkustundartöf verði á brottför þegar þessi frétt er skrifuð, í borð um flugvélinni. Leggjast starfsmenn flugvallarins, Icelandair og KSÍ á eitt að koma farangri fyrir um borð en farangursrýmið er orðið pakkfullt. Á að giska er þriðjungur sæta í vélinni nýttur undir ferðatöskur. „Shit hvað þessi vél verður þung,“ sagði einn starfsmaður Isavia í vélinni þegar hann horfði á starfsmenn bera hverja ferðatöskuna á fætur annarri um borð í vélina. Annars starfsmaður benti á að vélin væri ekkert óvenjulega þung þótt ferðatöskur væru í hverju sæti, enda þær almennt töluvert léttari en farþegar sem væru almennt í sætinu. Til stóð að landsliðið færi með stærri vél utan en tafir urðu að gera hana klára. Hún mun vera væntanleg til landsliðsins í kvöld, klædd í fánaliti en planið var að hún yrði sérlega glæsileg fyrir strákana okkar.Vísir verður með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira