Ágúst: Menn hljóta að mega segja eitthvað Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júní 2018 18:22 Ágúst var ánægður með sína menn í dag. Vísir/Anton „Þetta var frábær sigur gegn toppliðinu. Ég er gríðarlega ánægður með strákana því aðstæður voru erfiðar, blautt og vindur. Við sköpuðum fullt af færum og fannst mér vinna sanngjarnt 2-0. Þeir fengu eitthvað en þetta eru frábær þrjú stig,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Blika eftir sigur á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag. Sigurinn var sá fyrsti hjá Breiðablik í deildinni síðan 12.maí en frá þeim sigurleik gegn Keflavík hefur liðið leikið fjóra leiki án þess að vinna. „Við unnum leikinn og það er fyrir öllu og héldum hreinu. Kannski hefðum við getað skorað fleiri en ég er sáttur með leikinn.“ „Vonandi verður þetta áfram jöfn og skemmtileg deild. Við höfum verið í stöðunni sem Grindavík var í núna, að geta slitið okkur aðeins frá liðum fyrir neðan. Við höfum ekki klárað það og þeir ekki heldur í dag. Það lítur út fyrir að þetta verði jafnt í allt sumar.“ Arnþór Ari Atlason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Hvað fannst Ágústi um það? „Hann fékk þetta fyrir að segja „ertu ekki að grínast“ úr fimm metra fjarlægð. Þetta er fyrir litlar sakir og vont fyrir okkur,“ sagði Ágúst og bætti við að honum fyndist alltof hart tekið á þessum málum í deildinni. „Menn eru með tilfinningar og það er kannski búið að brjóta á þeim og þeir hljóta að mega segja eitthvað í fimm sekúndur ef það er ekki eitthvað skelfilegt orðbragð. Ég fatta þetta ekki og leiðinlegt að menn fari í bann fyrir þetta,“ en töluverð umræða hefur verið undanfarið um fjölda spjalda fyrir mótmæli í deildinni í sumar. Elfar Freyr Helgason fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks og gæti verið frá í einhvern tíma. „Ég held að hann hafi farið úr axlarlið og sjúkrabíllinn kom og sótti hann. Það er búið að vera mikið um meiðsli og búið að taka hart á okkur og við að súpa seyðið af því.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira
„Þetta var frábær sigur gegn toppliðinu. Ég er gríðarlega ánægður með strákana því aðstæður voru erfiðar, blautt og vindur. Við sköpuðum fullt af færum og fannst mér vinna sanngjarnt 2-0. Þeir fengu eitthvað en þetta eru frábær þrjú stig,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Blika eftir sigur á Grindavík í Pepsi-deildinni í dag. Sigurinn var sá fyrsti hjá Breiðablik í deildinni síðan 12.maí en frá þeim sigurleik gegn Keflavík hefur liðið leikið fjóra leiki án þess að vinna. „Við unnum leikinn og það er fyrir öllu og héldum hreinu. Kannski hefðum við getað skorað fleiri en ég er sáttur með leikinn.“ „Vonandi verður þetta áfram jöfn og skemmtileg deild. Við höfum verið í stöðunni sem Grindavík var í núna, að geta slitið okkur aðeins frá liðum fyrir neðan. Við höfum ekki klárað það og þeir ekki heldur í dag. Það lítur út fyrir að þetta verði jafnt í allt sumar.“ Arnþór Ari Atlason fékk rautt spjald undir lok leiksins í dag þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir mótmæli. Hvað fannst Ágústi um það? „Hann fékk þetta fyrir að segja „ertu ekki að grínast“ úr fimm metra fjarlægð. Þetta er fyrir litlar sakir og vont fyrir okkur,“ sagði Ágúst og bætti við að honum fyndist alltof hart tekið á þessum málum í deildinni. „Menn eru með tilfinningar og það er kannski búið að brjóta á þeim og þeir hljóta að mega segja eitthvað í fimm sekúndur ef það er ekki eitthvað skelfilegt orðbragð. Ég fatta þetta ekki og leiðinlegt að menn fari í bann fyrir þetta,“ en töluverð umræða hefur verið undanfarið um fjölda spjalda fyrir mótmæli í deildinni í sumar. Elfar Freyr Helgason fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks og gæti verið frá í einhvern tíma. „Ég held að hann hafi farið úr axlarlið og sjúkrabíllinn kom og sótti hann. Það er búið að vera mikið um meiðsli og búið að taka hart á okkur og við að súpa seyðið af því.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Sjá meira