„Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. maí 2018 13:59 Það eru skiptar skoðanir á meðal Sósíalista um ágæti ákvörðunar flokksins um að sniðganga viðræður um myndun meirihluta. Vísir/eyþór Skiptar skoðanir eru um ágæti ákvörðunar Sósíalistaflokksins að sniðganga meirihlutaviðræður í Reykjavík. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi gáfu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem þau gerðu grein fyrir ákvörðun sinni, það hafi verið þeirra mat, eftir mikla ígrundun og samráð fyrir félagsmenn, að ekkert myndi ávinnast í samningaviðræðum um myndun meirihluta. Sjá nánar: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarfUndir ummælaþræði Gunnars Smára Egilssonar, eins af stofnendum Sósíalistaflokks Íslands, hafa skapast líflegar umræður þar sem tekist er á um ágæti ákvörðunarinnar. Ýmsir félagar í Sósíalistaflokknum eru mótfallnir ákvörðuninni. Þeir eru þeirrar skoðunar að rödd Sósíalista yrði sterkari innan meirihluta og að nauðsynlegt hefði verið að taka þátt í viðræðunum til að kanna hvaða möguleikar væru í boði. Einn kjósandi flokksins sagði að það hefði verið æskilegt að vita um þessi áform fyrir kosningar því hann hefði ekki gefið þeim atkvæði sitt, hefði hann vitað að flokkurinn hafnaði viðræðum um meirihlutasamstarf.Í gær gaf forysta Sósíalistaflokks Íslands frá sér yfirlýsingu. Flokkurinn ætlar ekki í viðræður um myndun meirihluta í borginni.Vísir/eyþórAð mati eins netverjans hefði flokkurinn ekki átt að bjóða fram krafta sína til borgarstjórnar ef meginmarkmiðið væri einkum að styrkja hreyfinguna og annar bendir á að eitt útiloki ekki hitt; það gæti hæglega verið í verkahring annarra félagsmanna hreyfingarinnar að styrkja tengsl við undirskipaða þjóðfélagshópa og að styrkja flokkinn á meðan Sanna beitti áhrifum sínum í meirihluta í borginni. Ljóst er að þeir sem eru mótfallnir óttast mjög um það að Sanna Magdalena, fulltrúi þeirra í borgarstjórn, verði dæmd til áhrifaleysis í minnihluta. Þá eru fjölmargir Sósíalistar ánægðir með ákvörðunina en á meðal þeirra eru áhrifamenn í flokknum eins og Gunnar Smári og Arnþór Sigurðsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Kópavogi. Þeir sem lýsa sig fylgjandi þessu segja meðal annars að ákvörðunin verði til þess að styrkja hreyfinguna og efla tengslin við þá hópa sem Sósíalistaflokkurinn berst fyrir. Þeir telja ákvörðunina auka veg flokksins til lengri tíma litið - það hefði verið skammsýni að fara í meirihlutasamstarf strax og hefði aðeins orðið til þess að Sósíalistahreyfingin yrði varadekk undir vagn meirihlutans. Gunnar Smári færir auk þess rök fyrir því, á ummælaþræðinum, að fráfarandi meirihluti, auk Viðreisnar, þyrfti ekki á Sósíalistahreyfingunni að halda til að mynda meirihluta. Þá leggur Arnþór Sigurðsson orð í belg: „Ónýt vinstri pólitík vill fá Sósíalista til þess að viðhalda ónýtri vinstri pólitík áfram. Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Viðreisn á fullt erindi í meirihlutasamstarf og þarf að hlusta á kröfur kjósenda um breytingar, segir félagsmaður í flokknum. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna halda spilum þétt að sér eftir kosningarnar um helgina. 30. maí 2018 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Skiptar skoðanir eru um ágæti ákvörðunar Sósíalistaflokksins að sniðganga meirihlutaviðræður í Reykjavík. Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands og Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi gáfu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem þau gerðu grein fyrir ákvörðun sinni, það hafi verið þeirra mat, eftir mikla ígrundun og samráð fyrir félagsmenn, að ekkert myndi ávinnast í samningaviðræðum um myndun meirihluta. Sjá nánar: Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarfUndir ummælaþræði Gunnars Smára Egilssonar, eins af stofnendum Sósíalistaflokks Íslands, hafa skapast líflegar umræður þar sem tekist er á um ágæti ákvörðunarinnar. Ýmsir félagar í Sósíalistaflokknum eru mótfallnir ákvörðuninni. Þeir eru þeirrar skoðunar að rödd Sósíalista yrði sterkari innan meirihluta og að nauðsynlegt hefði verið að taka þátt í viðræðunum til að kanna hvaða möguleikar væru í boði. Einn kjósandi flokksins sagði að það hefði verið æskilegt að vita um þessi áform fyrir kosningar því hann hefði ekki gefið þeim atkvæði sitt, hefði hann vitað að flokkurinn hafnaði viðræðum um meirihlutasamstarf.Í gær gaf forysta Sósíalistaflokks Íslands frá sér yfirlýsingu. Flokkurinn ætlar ekki í viðræður um myndun meirihluta í borginni.Vísir/eyþórAð mati eins netverjans hefði flokkurinn ekki átt að bjóða fram krafta sína til borgarstjórnar ef meginmarkmiðið væri einkum að styrkja hreyfinguna og annar bendir á að eitt útiloki ekki hitt; það gæti hæglega verið í verkahring annarra félagsmanna hreyfingarinnar að styrkja tengsl við undirskipaða þjóðfélagshópa og að styrkja flokkinn á meðan Sanna beitti áhrifum sínum í meirihluta í borginni. Ljóst er að þeir sem eru mótfallnir óttast mjög um það að Sanna Magdalena, fulltrúi þeirra í borgarstjórn, verði dæmd til áhrifaleysis í minnihluta. Þá eru fjölmargir Sósíalistar ánægðir með ákvörðunina en á meðal þeirra eru áhrifamenn í flokknum eins og Gunnar Smári og Arnþór Sigurðsson, oddviti Sósíalistaflokksins í Kópavogi. Þeir sem lýsa sig fylgjandi þessu segja meðal annars að ákvörðunin verði til þess að styrkja hreyfinguna og efla tengslin við þá hópa sem Sósíalistaflokkurinn berst fyrir. Þeir telja ákvörðunina auka veg flokksins til lengri tíma litið - það hefði verið skammsýni að fara í meirihlutasamstarf strax og hefði aðeins orðið til þess að Sósíalistahreyfingin yrði varadekk undir vagn meirihlutans. Gunnar Smári færir auk þess rök fyrir því, á ummælaþræðinum, að fráfarandi meirihluti, auk Viðreisnar, þyrfti ekki á Sósíalistahreyfingunni að halda til að mynda meirihluta. Þá leggur Arnþór Sigurðsson orð í belg: „Ónýt vinstri pólitík vill fá Sósíalista til þess að viðhalda ónýtri vinstri pólitík áfram. Við vorum ekki í framboði til þess að viðhalda ónýtum vinstri flokkum.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01 Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16 Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Viðreisn á fullt erindi í meirihlutasamstarf og þarf að hlusta á kröfur kjósenda um breytingar, segir félagsmaður í flokknum. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna halda spilum þétt að sér eftir kosningarnar um helgina. 30. maí 2018 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Sjá meira
Sósíalistar útiloka meirihlutasamstarf Nýkjörinn borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokka sem standa þeim næst í stefnu hafi haft samband óformlega um viðræður. 29. maí 2018 23:01
Pawel hoppar hæð sína vegna yfirlýsingar Sósíalista Pawel Bartoszek, nýkjörinn borgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er ánægður með ákvörðun Sósíalistaflokksins en hann tilkynnti í gærkvöldi að hann hygðist ekki taka þátt í meirihlutasamstarfi á kjörtímabilinu. 30. maí 2018 11:16
Hlusta verði á kröfur kjósenda um breytingar í borgarstjórn Viðreisn á fullt erindi í meirihlutasamstarf og þarf að hlusta á kröfur kjósenda um breytingar, segir félagsmaður í flokknum. Oddvitar borgarstjórnarflokkanna halda spilum þétt að sér eftir kosningarnar um helgina. 30. maí 2018 07:00