Kim Kardashian og Trump ræða fangelsismál Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2018 21:31 Kim Kardashian West á leið í Hvíta húsið. Vísir/AP Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum. Jared Kushner, tengdasonur Trump, verður einnig á fundinum ásamt þeim Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, og Shawn Chapman Holley, lögmanni Kardashian. Á undanförnum mánuðum hefur Kardashian vakið athygli á málum tveggja dæmdra kvenna og kallað eftir breytingum á dómsmálakerfi Bandaríkjanna. Konurnar tvær eru, samkvæmt Washington Post, þær Alice Marie Johnson og Cyntoia Brown. Johnson er 62 ára gömul kona sem var dæmd í lífstíðarfangelsi árið 1996. Það var fyrsti dómur hennar og var hún dæmd fyrir ofbeldislausan fíkniefnaglæp. Brown er þrítug og var hún dæmd í lífstíðarfangelsi árið 2004 fyrir að myrða mann þegar hún var sextán ára gömul. Því hefur þó verið haldið fram að hún hafi verið fórnarlamb mansals. Meðal annars hefur Kardashian rætt mál kvennanna við Kushner, sem er með umbætur á dómsmálakerfi Bandaríkjanna í sínum herðum, auk málefna Mið-Austurlanda, málefni uppgjafahermanna, samskipti Bandaríkjanna og Kína og ópíumefnavanda Bandaríkjanna. Kusnher sagði fyrr í mánuðinum að stærsta verkefni ríkisstjórnar Trump væri að skilgreina hver tilgangur fangelsa væri. „Er tilgangurinn að refsa, er tilgangurinn að geyma eða er tilgangurinn að betrumbæta,“ sagði Kushner. Meðal þess sem Kardashian og Kushner hafa rætt er hvort að Trump vilji mögulega náða Johnson. Donald Trump Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Raunveruleikasjónvarpsstjarnan Kim Kardashian West er nú stödd í Hvíta húsinu þar sem hún mun ræða við fyrrverandi kollega sinn, Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um mögulegar umbætur í fangelsismálum. Jared Kushner, tengdasonur Trump, verður einnig á fundinum ásamt þeim Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, og Shawn Chapman Holley, lögmanni Kardashian. Á undanförnum mánuðum hefur Kardashian vakið athygli á málum tveggja dæmdra kvenna og kallað eftir breytingum á dómsmálakerfi Bandaríkjanna. Konurnar tvær eru, samkvæmt Washington Post, þær Alice Marie Johnson og Cyntoia Brown. Johnson er 62 ára gömul kona sem var dæmd í lífstíðarfangelsi árið 1996. Það var fyrsti dómur hennar og var hún dæmd fyrir ofbeldislausan fíkniefnaglæp. Brown er þrítug og var hún dæmd í lífstíðarfangelsi árið 2004 fyrir að myrða mann þegar hún var sextán ára gömul. Því hefur þó verið haldið fram að hún hafi verið fórnarlamb mansals. Meðal annars hefur Kardashian rætt mál kvennanna við Kushner, sem er með umbætur á dómsmálakerfi Bandaríkjanna í sínum herðum, auk málefna Mið-Austurlanda, málefni uppgjafahermanna, samskipti Bandaríkjanna og Kína og ópíumefnavanda Bandaríkjanna. Kusnher sagði fyrr í mánuðinum að stærsta verkefni ríkisstjórnar Trump væri að skilgreina hver tilgangur fangelsa væri. „Er tilgangurinn að refsa, er tilgangurinn að geyma eða er tilgangurinn að betrumbæta,“ sagði Kushner. Meðal þess sem Kardashian og Kushner hafa rætt er hvort að Trump vilji mögulega náða Johnson.
Donald Trump Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira