Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Kjartan Kjartansson skrifar 31. maí 2018 19:51 Bílar þurfa ekki að standast eins strangar kröfur um útblástur eftir 2020 og til stóð ef tillaga Trump-stjórnarinnar nær fram að ganga. Vísir/EPA Umhverfisstofnun Bandaríkjanna skilaði í dag tillögu um að frysta kröfur um sparneytni og útblástur bíla og auka þannig verulega losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Líklegt er að tillagan leiði til harðra átaka á milli alríkisstjórnar Trump og yfirvalda í Kaliforníu sem gætu endað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta setti reglur sem hefðu nærri því tvöfaldað kröfur um sparneytni fólksbíla fyrir árið 2025. Bílaframleiðendur voru andsnúnir reglunum og töldu þær of íþyngjandi.New York Times segir að tillaga Umhverfisstofnunarinnar (EPA) feli í sér að kröfur um sparneytni bíla verði frystar frá 2020. Það myndi auka verulega losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun frá því sem orðið hefði með Obama-reglunum. Ríkisstjórn Trump hefur gripið til markvissra aðgerða til að vinda ofan af loftslagsaðgerðum ríkisstjórnar Obama. Tillaga EPA felur hins vegar einnig í sér að heimild Kaliforníuríkis til þess að setja eigin reglur um útblástur bíla verði í reynd felld úr gildi. Kaliforníu hefur haft þá heimild í tæp fimmtíu ár en nú vill EPA skilyrða þá heimild þannig að ríkið geti ekki sett strangari reglur en alríkisstjórnin. Tólf önnur ríki fylgja fordæmi Kaliforníu í útblásturskröfum bíla og saman mynda þau um þriðjung af bílamarkaði Bandaríkjanna. Ráðamenn í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að berjast gegn aðgerðum alríkisstjórnar Trump til að slaka á kröfum til bílaframleiðenda. Sú deila gæti endað fyrir Hæstarétti. Hefði Kalifornía sigur þyrftu bílaframleiðendur að framleiða bíla eftir tveimur mismunandi útblástursstöðlum með tilheyrandi óhagræði.Vinna náið með afneiturum loftslagsvísinda Umhverfisstofnunin hefur undir Trump þegar tekið fyrstu skrefin að því að afnema reglur sem stjórn Obama setti sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Scott Pruitt, forstjóri stofnunarinnar, er fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem vann náið með jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum og stefndi EPA ítrekað til að hnekkja umhverfisreglum. Tölvupóstar sem gerðir hafa verið opinberir á grundvelli upplýsingalaga sýna að undir Pruitt hefur EPA unnið með hugveitum sem þræta fyrir loftslagsvísindi og berjast gegn hvers kyns aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig unnu starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar með Heartland-stofnuninni, hægrisinnaðri hugveitu sem dreifir rangfærslum um loftslagsmál, að því að koma afneiturum loftslagsbreytinga á opinbera viðburði stofnunarinnar. EPA hefur einnig fjarlægt vísarnir í loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni að skipan Pruitt. Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Embættismenn í Hvíta húsinu og hjá Umhverfisstofnuninni óttuðust almannatengslamartröð vegna óbirtrar rannsóknar um eiturefnamengun í drykkjarvatni. 15. maí 2018 13:22 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna skilaði í dag tillögu um að frysta kröfur um sparneytni og útblástur bíla og auka þannig verulega losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum. Líklegt er að tillagan leiði til harðra átaka á milli alríkisstjórnar Trump og yfirvalda í Kaliforníu sem gætu endað fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. Ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta setti reglur sem hefðu nærri því tvöfaldað kröfur um sparneytni fólksbíla fyrir árið 2025. Bílaframleiðendur voru andsnúnir reglunum og töldu þær of íþyngjandi.New York Times segir að tillaga Umhverfisstofnunarinnar (EPA) feli í sér að kröfur um sparneytni bíla verði frystar frá 2020. Það myndi auka verulega losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun frá því sem orðið hefði með Obama-reglunum. Ríkisstjórn Trump hefur gripið til markvissra aðgerða til að vinda ofan af loftslagsaðgerðum ríkisstjórnar Obama. Tillaga EPA felur hins vegar einnig í sér að heimild Kaliforníuríkis til þess að setja eigin reglur um útblástur bíla verði í reynd felld úr gildi. Kaliforníu hefur haft þá heimild í tæp fimmtíu ár en nú vill EPA skilyrða þá heimild þannig að ríkið geti ekki sett strangari reglur en alríkisstjórnin. Tólf önnur ríki fylgja fordæmi Kaliforníu í útblásturskröfum bíla og saman mynda þau um þriðjung af bílamarkaði Bandaríkjanna. Ráðamenn í Kaliforníu hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli að berjast gegn aðgerðum alríkisstjórnar Trump til að slaka á kröfum til bílaframleiðenda. Sú deila gæti endað fyrir Hæstarétti. Hefði Kalifornía sigur þyrftu bílaframleiðendur að framleiða bíla eftir tveimur mismunandi útblástursstöðlum með tilheyrandi óhagræði.Vinna náið með afneiturum loftslagsvísinda Umhverfisstofnunin hefur undir Trump þegar tekið fyrstu skrefin að því að afnema reglur sem stjórn Obama setti sem áttu að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Scott Pruitt, forstjóri stofnunarinnar, er fyrrverandi dómsmálaráðherra Oklahoma, sem vann náið með jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum og stefndi EPA ítrekað til að hnekkja umhverfisreglum. Tölvupóstar sem gerðir hafa verið opinberir á grundvelli upplýsingalaga sýna að undir Pruitt hefur EPA unnið með hugveitum sem þræta fyrir loftslagsvísindi og berjast gegn hvers kyns aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þannig unnu starfsmenn Umhverfisstofnunarinnar með Heartland-stofnuninni, hægrisinnaðri hugveitu sem dreifir rangfærslum um loftslagsmál, að því að koma afneiturum loftslagsbreytinga á opinbera viðburði stofnunarinnar. EPA hefur einnig fjarlægt vísarnir í loftslagsbreytingar af vefsíðu sinni að skipan Pruitt.
Bílar Loftslagsmál Tengdar fréttir Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00 Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Embættismenn í Hvíta húsinu og hjá Umhverfisstofnuninni óttuðust almannatengslamartröð vegna óbirtrar rannsóknar um eiturefnamengun í drykkjarvatni. 15. maí 2018 13:22 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Sjá meira
Hitnar undir afkastamesta embættismanni Trump Trump lofaði að ræsa fram mýrina þegar hann var kjörinn forseti. Forstjóri Umhverfisstofnunar hans virðist hins vegar á bólakafi í mýri málafylgjumanna í Washington-borg. 3. apríl 2018 13:00
Hvíta húsið vildi stöðva birtingu óþægilegrar rannsóknar á vatnsmengun Embættismenn í Hvíta húsinu og hjá Umhverfisstofnuninni óttuðust almannatengslamartröð vegna óbirtrar rannsóknar um eiturefnamengun í drykkjarvatni. 15. maí 2018 13:22
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46