Sérstakt barnasvæði á Secret Solstice Stefán Árni Pálsson skrifar 22. maí 2018 16:30 Nóg um að vera fyrir börnin á Secret Solstice. Það verður mikið um að vera fyrir börn og foreldra á Secret Solstice í ár en frítt verður fyrir gesti hátíðarinnar sem eru 10 ára og yngri sem er í fylgd með fullorðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að skipuleggjendum sé mikið í mun um að hátíðin sé fyrir fólk á öllum aldri og þar er yngsta fólkið alls ekki undanskilið. Metnaðarfull dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við Kátt á Klambra sem hafa einmitt vakið mikla athygli fyrir skemmtilega viðburði fyrir börn og foreldra á Klambratúni. Meðal þess sem börnin geta tekið sér fyrir hendur eru fjölskyldujóga með Gígju, krakkarave og kennsla í starfi beatbox-listamanna. Sápukúlur verða á boðstólum og fjöldi annarra viðburða á borð við þrautabraut, ungbarnasvæði og leikir og fjör með Húlludúllunni. Jóna Elísabet Ottesen stendur að baki Kátt á Klambra og er einstaklega spennt fyrir Secret Solstice í ár. „Kátt á Klambra mun sjá um barnasvæðið á Secret Solstice og mun hafa Kátt á Solstice. En barnahátíðin Kátt á Klambra sem haldin er á Klambratúni í lok júlí hefur heldur betur slegið í gegn hjá börnum og fjölskyldum og barnasvæði þeirra á Solstice í fyrra vakti mikla lukku hjá börnum hátíðarinnar,“ segir Jóna. Ævintýrasvæði verður fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra með fullt af afþreyingu og skemmtilegri dagskrá ásamt ungbarnaaðstöðu. Svæðið opnar kl 13.00 á föstudeginum og er opið til kl 20.00 og verður opið frá kl 12.00 -20.00 laugardaginn og sunnudaginn að sögn Jónu. „Gígja og Jara munu sjá um Fjölskyldujóga, Dj Álfbeat mun sjá um tónlistina, Siggi Bahama verður með Beatbox kennslu, Húlladúllan verður á svæðinu með sína snilld og Góði Úlfurinn treður upp hjá okkur á Laugardeginum, en þetta verða líklega hans síðustu tónleikar hér á landi þar sem hann flytur út með fjölskyldunni sinni í sumar. Það verður svo barnadiskó og barnareif í tjaldinu okkar þar sem verður dansað.“ Secret Solstice Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Betri en hefðbundnar sörur Jól Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira
Það verður mikið um að vera fyrir börn og foreldra á Secret Solstice í ár en frítt verður fyrir gesti hátíðarinnar sem eru 10 ára og yngri sem er í fylgd með fullorðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að skipuleggjendum sé mikið í mun um að hátíðin sé fyrir fólk á öllum aldri og þar er yngsta fólkið alls ekki undanskilið. Metnaðarfull dagskrá hefur verið skipulögð í samstarfi við Kátt á Klambra sem hafa einmitt vakið mikla athygli fyrir skemmtilega viðburði fyrir börn og foreldra á Klambratúni. Meðal þess sem börnin geta tekið sér fyrir hendur eru fjölskyldujóga með Gígju, krakkarave og kennsla í starfi beatbox-listamanna. Sápukúlur verða á boðstólum og fjöldi annarra viðburða á borð við þrautabraut, ungbarnasvæði og leikir og fjör með Húlludúllunni. Jóna Elísabet Ottesen stendur að baki Kátt á Klambra og er einstaklega spennt fyrir Secret Solstice í ár. „Kátt á Klambra mun sjá um barnasvæðið á Secret Solstice og mun hafa Kátt á Solstice. En barnahátíðin Kátt á Klambra sem haldin er á Klambratúni í lok júlí hefur heldur betur slegið í gegn hjá börnum og fjölskyldum og barnasvæði þeirra á Solstice í fyrra vakti mikla lukku hjá börnum hátíðarinnar,“ segir Jóna. Ævintýrasvæði verður fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra með fullt af afþreyingu og skemmtilegri dagskrá ásamt ungbarnaaðstöðu. Svæðið opnar kl 13.00 á föstudeginum og er opið til kl 20.00 og verður opið frá kl 12.00 -20.00 laugardaginn og sunnudaginn að sögn Jónu. „Gígja og Jara munu sjá um Fjölskyldujóga, Dj Álfbeat mun sjá um tónlistina, Siggi Bahama verður með Beatbox kennslu, Húlladúllan verður á svæðinu með sína snilld og Góði Úlfurinn treður upp hjá okkur á Laugardeginum, en þetta verða líklega hans síðustu tónleikar hér á landi þar sem hann flytur út með fjölskyldunni sinni í sumar. Það verður svo barnadiskó og barnareif í tjaldinu okkar þar sem verður dansað.“
Secret Solstice Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Betri en hefðbundnar sörur Jól Fleiri fréttir Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Sjá meira