Tóku sekki af seðlum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. maí 2018 06:00 Shukri Abdull sagði meðal annars frá tíðum morðhótunum á blaðamannafundinum í gær. Vísir/afp Shukri Abdull, sem stýrði og stýrir rannsókn á hinu svokallaða 1MDB-spillingarmáli í Malasíu, lýsti því á blaðamannafundi í höfuðborginni Kúala Lúmpúr í gær þegar hann fékk tíðar morðhótanir fyrir störf sín. Málið sem Shukri rannsakar gengur út á að Najib Razak, þáverandi forsætisráðherra Malasíu, sé sakaður um að hafa stolið rúmlega sjötíu milljörðum króna úr 1MDB-sjóðnum, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Málið reyndist Razak erfitt í þingkosningum fyrr í mánuðinum. Tapaði bandalag íhaldsflokka þá meirihluta í fyrsta sinn í sögu malasísks lýðræðis. Mahathir Mohamad, 92 ára gamall fyrirrennari Razaks sem forsætisráðherra og leiðtogi BN, bandalags íhaldsflokka, keyrði á málinu í kosningabaráttu sinni. Nú eftir að Mahathir náði kjöri skipaði hann fyrrnefndan Shukri aftur sem formann MACC, nefndarinnar gegn spillingu. Shukri hafði áður þurft að flýja land vegna hótana. „Mér var hótað uppsögn, ég var beðinn um að fara snemma á eftirlaun, fara í frí og var svo dreginn inn í starfsendurhæfingu. Mér bárust hótanir yfir Whatsapp, fólk hótaði mér á heimili mínu og ég fékk byssukúlur í pósti,“ sagði Shukri á blaðamannafundi gærdagsins. Shukri var nálægt því að bresta í grát þegar hann lýsti þessari lífsreynslu. Rannsókn MACC hefði leitt í ljós að til stæði að handtaka Shukri og fangelsa. Saka hefði átt hann um samsæri gegn ríkisstjórninni. „Við vildum ná aftur í fé sem stolið var af ríkinu. Í staðinn vorum við sökuð um að reyna að ráðast á Malasíu. Við vorum sökuð um landráð,“ sagði Shukri. Najib Razak hefur alla tíð neitað sök í málinu. Gerði hann væntanlega slíkt hið sama þegar hann kom til yfirheyrslu hjá MACC í síðustu viku. Najib hefur haldið því fram að milljarðarnir 70 hafi verið gjöf frá sádiarabískum prins. Lögregla gerði áhlaup á ýmsar eignir tengdar Najib í síðustu viku. Gerði hún upptæk 284 veski frá stærstu tískuhúsum heims, 72 sekki af seðlum auk ýmissa skartgripa og úra. Talningu seðlanna úr sekkjunum er ekki enn lokið. Birtist í Fréttablaðinu Malasía Tengdar fréttir Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Najib Razak tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. 16. maí 2018 23:45 Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Shukri Abdull, sem stýrði og stýrir rannsókn á hinu svokallaða 1MDB-spillingarmáli í Malasíu, lýsti því á blaðamannafundi í höfuðborginni Kúala Lúmpúr í gær þegar hann fékk tíðar morðhótanir fyrir störf sín. Málið sem Shukri rannsakar gengur út á að Najib Razak, þáverandi forsætisráðherra Malasíu, sé sakaður um að hafa stolið rúmlega sjötíu milljörðum króna úr 1MDB-sjóðnum, þróunarsjóði malasíska ríkisins. Málið reyndist Razak erfitt í þingkosningum fyrr í mánuðinum. Tapaði bandalag íhaldsflokka þá meirihluta í fyrsta sinn í sögu malasísks lýðræðis. Mahathir Mohamad, 92 ára gamall fyrirrennari Razaks sem forsætisráðherra og leiðtogi BN, bandalags íhaldsflokka, keyrði á málinu í kosningabaráttu sinni. Nú eftir að Mahathir náði kjöri skipaði hann fyrrnefndan Shukri aftur sem formann MACC, nefndarinnar gegn spillingu. Shukri hafði áður þurft að flýja land vegna hótana. „Mér var hótað uppsögn, ég var beðinn um að fara snemma á eftirlaun, fara í frí og var svo dreginn inn í starfsendurhæfingu. Mér bárust hótanir yfir Whatsapp, fólk hótaði mér á heimili mínu og ég fékk byssukúlur í pósti,“ sagði Shukri á blaðamannafundi gærdagsins. Shukri var nálægt því að bresta í grát þegar hann lýsti þessari lífsreynslu. Rannsókn MACC hefði leitt í ljós að til stæði að handtaka Shukri og fangelsa. Saka hefði átt hann um samsæri gegn ríkisstjórninni. „Við vildum ná aftur í fé sem stolið var af ríkinu. Í staðinn vorum við sökuð um að reyna að ráðast á Malasíu. Við vorum sökuð um landráð,“ sagði Shukri. Najib Razak hefur alla tíð neitað sök í málinu. Gerði hann væntanlega slíkt hið sama þegar hann kom til yfirheyrslu hjá MACC í síðustu viku. Najib hefur haldið því fram að milljarðarnir 70 hafi verið gjöf frá sádiarabískum prins. Lögregla gerði áhlaup á ýmsar eignir tengdar Najib í síðustu viku. Gerði hún upptæk 284 veski frá stærstu tískuhúsum heims, 72 sekki af seðlum auk ýmissa skartgripa og úra. Talningu seðlanna úr sekkjunum er ekki enn lokið.
Birtist í Fréttablaðinu Malasía Tengdar fréttir Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Najib Razak tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. 16. maí 2018 23:45 Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56 Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Sjá meira
Lögregla gerði húsleit hjá fyrrum forsætisráðherra Malasíu Najib Razak tapaði í þingkosningunum sem fram fóru fyrir viku síðan. 16. maí 2018 23:45
Sögulegur sigur stjórnarandstöðunnar í Malasíu Fyrrverandi forsætisráðherra Malasíu, Mahathir Mohamad, vann sögulegan sigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 9. maí 2018 23:56
Vonarstjarnan laus úr haldi Malasíska stjórnmálamanninum Anwar Ibrahim hefur verið sleppt úr fangelsi, sem ætlað er að marki endurkomu hans í þarlend stjórnmál. 16. maí 2018 06:40
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“