Stjórnin styður Heiðu Björgu Daníel Freyr Birkisson skrifar 23. maí 2018 06:00 Heiða Björg Hilmisdóttir Stjórn Samfylkingarinnar segir ásakanir fjögurra meðlima #daddytoo-hópsins svokallaða, um Heiðu Björgu Hilmisdóttur, varaformann flokksins og borgarfulltrúa, úr lausu lofti gripnar. Forsaga málsins er sú að Huginn Þór Grétarsson, Hugi R. Ingibjartsson, Stefán Páll Páluson og Friðgeir Örn Gunnarsson, meðlimir#daddytoo-hópsins kröfðu Heiðu Björgu um opinbera afsökunarbeiðni, en þeir segja hana hafa sakað þá um að vera ofbeldismenn í útvarpsþættinum Harmageddon í marsmánuði. Yfirlýst markmið #daddytoo-hópsins er að sýna hversu algeng feðrasvipting er á Íslandi með því að safna reynslusögum feðra. Stjórn Samfylkingarinnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem flokkurinn hafnar ásökunum í garð Heiðu Bjargar. „Í bréfinu eru meint ummæli Heiðu Bjargar ekki tilgreind með nákvæmum hætti og því óljóst hvað hún á að hafa gerst sek um. Hins vegar hafa einstaklingar er segjast koma fram fyrir hönd daddytoo hópsins ítrekað á undanförnum tveimur mánuðum sakað Heiðu Björgu opinberlega um að hafa sagt nafngreinda einstaklinga innan hópsins hafa beitt barnsmæður sínar ofbeldi. Allar þær ásakanir eru úr lausu lofti gripnar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að Heiða Björg hafi farið fram fyrir hópi sem berst gegn ofbeldi. Undir yfirlýsinguna skrifa Logi Einarsson formaður, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar, Þórarinn Snorri Sigurgeirsson ritari, Hákon Óli Guðmundsson gjaldkeri og Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Kanna grundvöll fyrir karlaframboði í vor Hópur einstaklinga innan Facebook-hópsins #daddytoo kannar nú grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninganna í vor. 22. apríl 2018 16:14 Ætla að koma á fót karlaathvarfi Fram kemur í tilkynningu að tilgangur samtakanna sé að reka athvarf fyrir karla og börn þeirra sem hafa orðið fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. 18. maí 2018 18:25 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Stjórn Samfylkingarinnar segir ásakanir fjögurra meðlima #daddytoo-hópsins svokallaða, um Heiðu Björgu Hilmisdóttur, varaformann flokksins og borgarfulltrúa, úr lausu lofti gripnar. Forsaga málsins er sú að Huginn Þór Grétarsson, Hugi R. Ingibjartsson, Stefán Páll Páluson og Friðgeir Örn Gunnarsson, meðlimir#daddytoo-hópsins kröfðu Heiðu Björgu um opinbera afsökunarbeiðni, en þeir segja hana hafa sakað þá um að vera ofbeldismenn í útvarpsþættinum Harmageddon í marsmánuði. Yfirlýst markmið #daddytoo-hópsins er að sýna hversu algeng feðrasvipting er á Íslandi með því að safna reynslusögum feðra. Stjórn Samfylkingarinnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem flokkurinn hafnar ásökunum í garð Heiðu Bjargar. „Í bréfinu eru meint ummæli Heiðu Bjargar ekki tilgreind með nákvæmum hætti og því óljóst hvað hún á að hafa gerst sek um. Hins vegar hafa einstaklingar er segjast koma fram fyrir hönd daddytoo hópsins ítrekað á undanförnum tveimur mánuðum sakað Heiðu Björgu opinberlega um að hafa sagt nafngreinda einstaklinga innan hópsins hafa beitt barnsmæður sínar ofbeldi. Allar þær ásakanir eru úr lausu lofti gripnar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur að Heiða Björg hafi farið fram fyrir hópi sem berst gegn ofbeldi. Undir yfirlýsinguna skrifa Logi Einarsson formaður, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar, Þórarinn Snorri Sigurgeirsson ritari, Hákon Óli Guðmundsson gjaldkeri og Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Kanna grundvöll fyrir karlaframboði í vor Hópur einstaklinga innan Facebook-hópsins #daddytoo kannar nú grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninganna í vor. 22. apríl 2018 16:14 Ætla að koma á fót karlaathvarfi Fram kemur í tilkynningu að tilgangur samtakanna sé að reka athvarf fyrir karla og börn þeirra sem hafa orðið fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. 18. maí 2018 18:25 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Kanna grundvöll fyrir karlaframboði í vor Hópur einstaklinga innan Facebook-hópsins #daddytoo kannar nú grundvöll fyrir karlaframboði til borgarstjórnarkosninganna í vor. 22. apríl 2018 16:14
Ætla að koma á fót karlaathvarfi Fram kemur í tilkynningu að tilgangur samtakanna sé að reka athvarf fyrir karla og börn þeirra sem hafa orðið fyrir andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi. 18. maí 2018 18:25