Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. maí 2018 06:37 Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er ekki hátt skrifaður í Norður-Kóreu. Vísir/Getty Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé „heimskur“ fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. Norður-Kórea muni ekki grátbiðja Bandaríkin um að setjast að samningaborðinu né krefjast þess að fulltrúar Washington mæti á fyrirhugaðan fund í Singapúr um miðjan júní. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa á undanförnum dögum gefið í skyn að ekkert verði af fundinum ef Bandaríkin og Suður-Kórea hætti ekki við sameiginlega heræfingu. Sömuleiðis hafa Norður-Kóreumenn lýst sig verulega andvíga því að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og brugðust þeir reiðir við þeirri tillögu þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem varaforsetinn Pence tók undir, að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn.Sjá einnig: Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verðiÍ grein sem birtist í ríkisútvarpi Norður-Kóreu segir embættismaðurinn Choe Son-hui að Mike Pence hafi látið ýmis „hispurslaus og ósvífin“ ummæli falla á síðustu dögum, til að mynda um að Norður-Kórea gæti endað eins og Líbýa. Choe, sem hefur átt í margvíslegum diplómatískum samskiptum við Bandaríkjastjórn í gegnum árin, segir að varaforsetinn sé „pólitískur fáráðlingur“ fyrir að bera ríkin saman. Líbýa hafi einfaldlega „sett upp smá búnað og hringlað í honum,“ eins og það er haft eftir henni á vef breska ríkisútvarpsins. „Sem einstaklingur sem fylgist með gangi mála í Bandaríkjunum get ég vart orða bundist þegar ég heyri jafn heimskuleg og fáfróð ummæli frá varaforseta Bandaríkjanna.“ Choe bætti við að stjórnvöld í Pjongjang séu ekki að „grátbiðja“ um viðræðurnar og sagði að boltinn væri hjá Bandaríkjunum. „Hvort að Bandaríkjamenn vilja hitta okkur í fundarherberginu eða takast á við okkur í kjarnorkustríði veltur algjörlega á ákvörðunum og hegðun þeirra.“ Talið er að fundur Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu fari fram þann 12. júní næstkomandi. Bandaríkjaforseti hefur þó ýjað að því að honum kunni að vera seinkað. Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé „heimskur“ fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. Norður-Kórea muni ekki grátbiðja Bandaríkin um að setjast að samningaborðinu né krefjast þess að fulltrúar Washington mæti á fyrirhugaðan fund í Singapúr um miðjan júní. Yfirvöld Norður-Kóreu hafa á undanförnum dögum gefið í skyn að ekkert verði af fundinum ef Bandaríkin og Suður-Kórea hætti ekki við sameiginlega heræfingu. Sömuleiðis hafa Norður-Kóreumenn lýst sig verulega andvíga því að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og brugðust þeir reiðir við þeirri tillögu þjóðaröryggisráðgjafa Trump, sem varaforsetinn Pence tók undir, að Líbýuaðferðin svokallaða yrði farin í kjarnorkuafvopnun Norður-Kóreu. Muammar Gaddafi, fyrrverandi einræðisherra Líbýu, samþykkti árið 2003 að hætta vinnu að kjarnorkuáætlun ríkisins en uppreisnarmenn, studdir af Vesturlöndum, drápu hann svo árið 2011. Er því ekki að undra að tillagan hafi farið öfugt ofan í Norður-Kóreumenn.Sjá einnig: Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verðiÍ grein sem birtist í ríkisútvarpi Norður-Kóreu segir embættismaðurinn Choe Son-hui að Mike Pence hafi látið ýmis „hispurslaus og ósvífin“ ummæli falla á síðustu dögum, til að mynda um að Norður-Kórea gæti endað eins og Líbýa. Choe, sem hefur átt í margvíslegum diplómatískum samskiptum við Bandaríkjastjórn í gegnum árin, segir að varaforsetinn sé „pólitískur fáráðlingur“ fyrir að bera ríkin saman. Líbýa hafi einfaldlega „sett upp smá búnað og hringlað í honum,“ eins og það er haft eftir henni á vef breska ríkisútvarpsins. „Sem einstaklingur sem fylgist með gangi mála í Bandaríkjunum get ég vart orða bundist þegar ég heyri jafn heimskuleg og fáfróð ummæli frá varaforseta Bandaríkjanna.“ Choe bætti við að stjórnvöld í Pjongjang séu ekki að „grátbiðja“ um viðræðurnar og sagði að boltinn væri hjá Bandaríkjunum. „Hvort að Bandaríkjamenn vilja hitta okkur í fundarherberginu eða takast á við okkur í kjarnorkustríði veltur algjörlega á ákvörðunum og hegðun þeirra.“ Talið er að fundur Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu fari fram þann 12. júní næstkomandi. Bandaríkjaforseti hefur þó ýjað að því að honum kunni að vera seinkað.
Bandaríkin Norður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53 Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Suður-Kóreumenn segjast vissir um að af fundinum verði Trump segir þó mögulegt að fundinum verði frestað. 22. maí 2018 16:53
Hætta við fund með Suður-Kóreu og hóta því að aflýsa Bandaríkjafundi Yfirvöld í Norður-Kóreu segja sameiginlegar heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna ástæðu að baki ákvörðun sinni. 15. maí 2018 20:10
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00