Haukur Páll: Eina rétta í stöðunni var að skipta mér út af | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. maí 2018 09:47 „Ég er bara nokkuð brattur í dag,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta, við Vísi í morgunsárið. Haukur Páll þurfti að fara af velli í gær í 2-1 tapi meistaranna á móti Grindavík eftir að fá höfuðhögg á 27. mínútu en hann hafði fengið annað höfuðhögg í upphitun þegar að Einar Karl Ingvarsson sparkaði boltanum í höfuð fyrirliðans.Sjá einnig:Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug „Ég fékk boltann óvænt í höfuðið í upphitun en leið samt ágætlega eftir það. Einar sjúkraþjálfari tók próf á mér og ég flaug í gegnum þau og allt í góðu,“ segir Haukur Páll sem steinlá svo eftir einvígi við Kristian Jajalo, markvörð Grindavíkur. „Það var annað höfuðhöggið á skömmum tíma og þá var lítið hægt að gera. Mér svimaði ekki beint en ég fann fyrir óþægilegri tilfinningu þegar að ég reisti mig við. Það eina rétta í stöðunni var að fá skiptingu.“ Haukur fór ekki á sjúkrahús heldur kláraði hann að horfa á leikinn af bekknum, tók rútuna með Valsliðinu til Reykjavíkur og stökk í mjúkan faðm fjölskyldunnar. „Ég var með smá hausverk í gærkvöldi en ég er finn í dag. Einar sjúkraþjálfari hafði aftur samband í morgun og svo hitti ég hann seinna í dag. Ég held að þetta verði allt í lagi. Mér líður vel núna. Við biðjum ekki um meira í bili,“ segir Haukur sem telur að hann verði klár í slaginn gegn Breiðabliki á sunnudagskvöldið. „Ég tek því rólega í dag og skokka svo aðeins á morgun og prófa að æfa. Ef ég kemst í gegnum það ætti ég að geta spilað en ég geri allt í samráði við sjúkraþjálfarann og lækni Valsliðsins. Ef þeir gefa mér grænt reikna ég með að spila á móti Blikum,“ segir Haukur Páll Sigurðsson. Höfuðhöggin tvö sem Haukur Páll varð fyrir má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug Valur var í sama sæti með sama stigafjölda sumarið 2008. 24. maí 2018 09:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Valur 2-1 │Stórkostlegt mark Sito skildi á milli Grindavík vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Vals í 5.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Jose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 87.mínútu þegar allt stefndi í jafntefli. 23. maí 2018 22:15 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
„Ég er bara nokkuð brattur í dag,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Íslandsmeistara Vals í Pepsi-deild karla í fótbolta, við Vísi í morgunsárið. Haukur Páll þurfti að fara af velli í gær í 2-1 tapi meistaranna á móti Grindavík eftir að fá höfuðhögg á 27. mínútu en hann hafði fengið annað höfuðhögg í upphitun þegar að Einar Karl Ingvarsson sparkaði boltanum í höfuð fyrirliðans.Sjá einnig:Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug „Ég fékk boltann óvænt í höfuðið í upphitun en leið samt ágætlega eftir það. Einar sjúkraþjálfari tók próf á mér og ég flaug í gegnum þau og allt í góðu,“ segir Haukur Páll sem steinlá svo eftir einvígi við Kristian Jajalo, markvörð Grindavíkur. „Það var annað höfuðhöggið á skömmum tíma og þá var lítið hægt að gera. Mér svimaði ekki beint en ég fann fyrir óþægilegri tilfinningu þegar að ég reisti mig við. Það eina rétta í stöðunni var að fá skiptingu.“ Haukur fór ekki á sjúkrahús heldur kláraði hann að horfa á leikinn af bekknum, tók rútuna með Valsliðinu til Reykjavíkur og stökk í mjúkan faðm fjölskyldunnar. „Ég var með smá hausverk í gærkvöldi en ég er finn í dag. Einar sjúkraþjálfari hafði aftur samband í morgun og svo hitti ég hann seinna í dag. Ég held að þetta verði allt í lagi. Mér líður vel núna. Við biðjum ekki um meira í bili,“ segir Haukur sem telur að hann verði klár í slaginn gegn Breiðabliki á sunnudagskvöldið. „Ég tek því rólega í dag og skokka svo aðeins á morgun og prófa að æfa. Ef ég kemst í gegnum það ætti ég að geta spilað en ég geri allt í samráði við sjúkraþjálfarann og lækni Valsliðsins. Ef þeir gefa mér grænt reikna ég með að spila á móti Blikum,“ segir Haukur Páll Sigurðsson. Höfuðhöggin tvö sem Haukur Páll varð fyrir má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug Valur var í sama sæti með sama stigafjölda sumarið 2008. 24. maí 2018 09:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Valur 2-1 │Stórkostlegt mark Sito skildi á milli Grindavík vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Vals í 5.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Jose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 87.mínútu þegar allt stefndi í jafntefli. 23. maí 2018 22:15 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Luiz Diaz til Bayern Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Valsmenn á pari við titilvörnina skelfilegu fyrir áratug Valur var í sama sæti með sama stigafjölda sumarið 2008. 24. maí 2018 09:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Valur 2-1 │Stórkostlegt mark Sito skildi á milli Grindavík vann óvæntan sigur á Íslandsmeisturum Vals í 5.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Jose Enrique Vergara, eða Sito, skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 87.mínútu þegar allt stefndi í jafntefli. 23. maí 2018 22:15
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti