Stefán Hilmarsson bæjarlistamaður Kópavogs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. maí 2018 17:00 Stefán Hilmarsson er einn af þekktustu tónlistarmönnum þjóðarinnar enda hefur hann starfað við tónlist meira og minna frá tvítugsaldri. Hér sést hann á tónleikum árið 1993 með hljómsveitinni Pláhnetan. vísir/hmr Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður, var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs 2018 við athöfn í Gerðasafni í dag. Stefán er landsmönnum að góðu kunnur enda hefur hann starfað við tónlist meira og minna frá tvítugsaldri og verið í þrjátíu ár í einni vinsælustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. Í samtali við Vísi segist Stefán ekki vera innfæddur Kópavogsbúi en hann hefur búið í Kópavogi í ríflega 20 ár. Og kannt vel við þig? „Já, virkilega vel. Þetta kom nú ekki til af góðu að við fluttum hingað. Við hjónin vorum Reykvíkingar og fundum ekkert í Reykjavík en það var nóg framboð hér á þeim tíma, en þessi staða er að mörgu leyti svipuð í dag. Uppbyggingin hefur náttúrulega verið mjög mikil og það hefur verið gaman að fylgjast með Kópavogi stækka og styrkjast síðan við fluttum hingað,“ segir Stefán. Aðspurður hvort það komi honum á óvart að vera útnefndur bæjarlistamaður segir hann svo vera. „Já, svona kemur manni alltaf á óvart. Maður gerir nú aldrei ráð fyrir neinu svona en þetta kemur skemmtilega á óvart og maður verður að reyna að standa undir nafnbótinni. Vonandi gengur það.“ Á meðal þess sem Stefán hyggst gera í tengslum við það að vera bæjarlistamaður Kópavogs er að sinna eldri borgurum í bænum og eiga svo samstarf við æskuna. „Mig langar að sinna eldri borgurum og gera þeim glaðan dag með ókeypis tónleikum í Salnum. Svo er hugmyndin að eiga samstarf við þá yngri og eiga þá skapandi samstarf með nemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs, jafnvel fá þá til að spila með mér á tónleikum. Ein hugmyndin er líka að standa fyrir einhvers konar sönglagakeppni og græja út eitt lag úr ranni nemenda sem ég myndi þá flytja á þessum tónleikum,“ segir Stefán. Sálin hans Jóns míns fagnar síðan 30 ára afmæli í ár. Stefán segir að í sumar verði tónleikar í tilefni afmælisins á Græna hattinum á Akureyri og síðan verða viðhafnartónleikar þann 20. október næstkomandi í Hörpu. Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Stefán Hilmarsson, tónlistarmaður, var útnefndur bæjarlistamaður Kópavogs 2018 við athöfn í Gerðasafni í dag. Stefán er landsmönnum að góðu kunnur enda hefur hann starfað við tónlist meira og minna frá tvítugsaldri og verið í þrjátíu ár í einni vinsælustu hljómsveit landsins, Sálinni hans Jóns míns. Í samtali við Vísi segist Stefán ekki vera innfæddur Kópavogsbúi en hann hefur búið í Kópavogi í ríflega 20 ár. Og kannt vel við þig? „Já, virkilega vel. Þetta kom nú ekki til af góðu að við fluttum hingað. Við hjónin vorum Reykvíkingar og fundum ekkert í Reykjavík en það var nóg framboð hér á þeim tíma, en þessi staða er að mörgu leyti svipuð í dag. Uppbyggingin hefur náttúrulega verið mjög mikil og það hefur verið gaman að fylgjast með Kópavogi stækka og styrkjast síðan við fluttum hingað,“ segir Stefán. Aðspurður hvort það komi honum á óvart að vera útnefndur bæjarlistamaður segir hann svo vera. „Já, svona kemur manni alltaf á óvart. Maður gerir nú aldrei ráð fyrir neinu svona en þetta kemur skemmtilega á óvart og maður verður að reyna að standa undir nafnbótinni. Vonandi gengur það.“ Á meðal þess sem Stefán hyggst gera í tengslum við það að vera bæjarlistamaður Kópavogs er að sinna eldri borgurum í bænum og eiga svo samstarf við æskuna. „Mig langar að sinna eldri borgurum og gera þeim glaðan dag með ókeypis tónleikum í Salnum. Svo er hugmyndin að eiga samstarf við þá yngri og eiga þá skapandi samstarf með nemendum úr Tónlistarskóla Kópavogs, jafnvel fá þá til að spila með mér á tónleikum. Ein hugmyndin er líka að standa fyrir einhvers konar sönglagakeppni og græja út eitt lag úr ranni nemenda sem ég myndi þá flytja á þessum tónleikum,“ segir Stefán. Sálin hans Jóns míns fagnar síðan 30 ára afmæli í ár. Stefán segir að í sumar verði tónleikar í tilefni afmælisins á Græna hattinum á Akureyri og síðan verða viðhafnartónleikar þann 20. október næstkomandi í Hörpu.
Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira