Fótbolti

Skilur ekki leikmenn sem vilja yfirgefa Liverpool

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Henry með eiginkonu sinni í stúkunni á Anfield
Henry með eiginkonu sinni í stúkunni á Anfield vísir/getty
Eigandi Liverpool, John Henry, segist ekki skilja það afhverju leikmenn vilji fara frá félaginu. Philippe Coutinho fór frá Liverpool í janúar en þarf nú að horfa á fyrrum liðsfélaga sína spila í einum stærsta leik heims, úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

„Kannski er það afþví ég er bandarískur, en ég á í erfiðleikum með að skilja afhverju nokkur maður vill fara frá Liverpool. Það er svo mikil saga hér og hefðir og við eigum stuðningsmenn í hverju einasta landi heims,“ sagði Henry.

„Við viljum ekki vera í þeirri stöðu að leikmenn okkar vilji fara annað, jafnvel þó áfangastaðurinn sé klúbbur eins stór og Barcelona.“

„Það er erfitt að átta sig á því afhverju leikmenn vilja fara í deild þar sem samkeppnin er lítil. Þeir spila í kringum 30 þýðingarlausa leiki á ári og bíða bara eftir leikjum í Meistaradeildinni.“

Henry mun horfa á sína menn mæta Real Madrid á Ólympíuleikvanginum í Kænugarði klukkan 18:45 annað kvöld. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×