Upphitun: Þröngar götur og glamúr í vinsælustu keppni ársins Bragi Þórðarson skrifar 25. maí 2018 15:45 Hamilton á æfingu í Mónakó vísir/getty Vinsælasti akstursíþróttaviðburður heims ár hvert fer fram á sunnudag þegar að sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Mónakó. Eftirvæntingin er mikil og ekki skemmir fyrir að slagurinn um heimsmeistaratitilinn hefur verið gríðarlegur það sem af er ári. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes hefur yfirhöndina gegn Þjóðverjanum Sebastian Vettel á Ferrari eins og er. Lewis hefur 17 stiga forskot á Vettel fyrir kappaksturinn en 25 stig fást fyrir fyrsta sætið. Báðir þessir ökumenn eru að eltast við sinn fimmta heimsmeistaratitli í ár, og báðir hafa sigrað tvisvar í Mónakó á ferlinum. Keppt hefur verið á götum Mónakó síðan árið 1929. Brautin er mjög þröng sem gerir framúrakstur mjög erfiðan, sérstaklega á þessum breiðu bílum sem keppt er á í dag. Því geta tímatökurnar á laugardaginn skorið úr um kappaksturinn. Glamúrinn og fegurðin í Mónakó á sér enga hliðstæðu og því ekki að ástæðulausu að margir ökuþóranna kjósa að búa í borginni. Það má því með sanni seigja að Formúlan er á vissan hátt að koma heim þegar að bílarnir verða ræstir af stað klukkan 13:10 á sunnudaginn.Brautin í Mónakó er í stórglæsilegu umhverfivísir/gettyLewis Hamilton og Mercedes hafa unnið síðustu tvær keppnir og lítur út fyrir að uppfærslurnar sem liðið kom með í spænska kappaksturinn hafi skilað sér. Toto Wolff, stjóri liðsins, sagði þó í vikunni að Mercedes-bíllinn verði ekki sá hraðasti á götum Mónakó og það kom á daginn á fyrstu æfingum helgarinnar. Þar var það Red Bull sem átti lang hraðasta bílinn, en liðið hefur oft gert það gott á götum Mónakó. Lágur meðalhraði brautarinnar hentar Red Bull bílunum vel en bæði Ferrari og Mercedes voru í vandræðum á æfingum. Bæði Ferrari og Red Bull þurfa á góðum úrslitum að halda ef liðin ætla ekki að missa Mercedes allt of langt frá sér í baráttunni um titil bílasmiða. Því má búast við mikilli baráttu í þessum heimsfræga kappakstri sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun, laugardag. Formúla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Vinsælasti akstursíþróttaviðburður heims ár hvert fer fram á sunnudag þegar að sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Mónakó. Eftirvæntingin er mikil og ekki skemmir fyrir að slagurinn um heimsmeistaratitilinn hefur verið gríðarlegur það sem af er ári. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes hefur yfirhöndina gegn Þjóðverjanum Sebastian Vettel á Ferrari eins og er. Lewis hefur 17 stiga forskot á Vettel fyrir kappaksturinn en 25 stig fást fyrir fyrsta sætið. Báðir þessir ökumenn eru að eltast við sinn fimmta heimsmeistaratitli í ár, og báðir hafa sigrað tvisvar í Mónakó á ferlinum. Keppt hefur verið á götum Mónakó síðan árið 1929. Brautin er mjög þröng sem gerir framúrakstur mjög erfiðan, sérstaklega á þessum breiðu bílum sem keppt er á í dag. Því geta tímatökurnar á laugardaginn skorið úr um kappaksturinn. Glamúrinn og fegurðin í Mónakó á sér enga hliðstæðu og því ekki að ástæðulausu að margir ökuþóranna kjósa að búa í borginni. Það má því með sanni seigja að Formúlan er á vissan hátt að koma heim þegar að bílarnir verða ræstir af stað klukkan 13:10 á sunnudaginn.Brautin í Mónakó er í stórglæsilegu umhverfivísir/gettyLewis Hamilton og Mercedes hafa unnið síðustu tvær keppnir og lítur út fyrir að uppfærslurnar sem liðið kom með í spænska kappaksturinn hafi skilað sér. Toto Wolff, stjóri liðsins, sagði þó í vikunni að Mercedes-bíllinn verði ekki sá hraðasti á götum Mónakó og það kom á daginn á fyrstu æfingum helgarinnar. Þar var það Red Bull sem átti lang hraðasta bílinn, en liðið hefur oft gert það gott á götum Mónakó. Lágur meðalhraði brautarinnar hentar Red Bull bílunum vel en bæði Ferrari og Mercedes voru í vandræðum á æfingum. Bæði Ferrari og Red Bull þurfa á góðum úrslitum að halda ef liðin ætla ekki að missa Mercedes allt of langt frá sér í baráttunni um titil bílasmiða. Því má búast við mikilli baráttu í þessum heimsfræga kappakstri sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun, laugardag.
Formúla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira