Upphitun: Þröngar götur og glamúr í vinsælustu keppni ársins Bragi Þórðarson skrifar 25. maí 2018 15:45 Hamilton á æfingu í Mónakó vísir/getty Vinsælasti akstursíþróttaviðburður heims ár hvert fer fram á sunnudag þegar að sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Mónakó. Eftirvæntingin er mikil og ekki skemmir fyrir að slagurinn um heimsmeistaratitilinn hefur verið gríðarlegur það sem af er ári. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes hefur yfirhöndina gegn Þjóðverjanum Sebastian Vettel á Ferrari eins og er. Lewis hefur 17 stiga forskot á Vettel fyrir kappaksturinn en 25 stig fást fyrir fyrsta sætið. Báðir þessir ökumenn eru að eltast við sinn fimmta heimsmeistaratitli í ár, og báðir hafa sigrað tvisvar í Mónakó á ferlinum. Keppt hefur verið á götum Mónakó síðan árið 1929. Brautin er mjög þröng sem gerir framúrakstur mjög erfiðan, sérstaklega á þessum breiðu bílum sem keppt er á í dag. Því geta tímatökurnar á laugardaginn skorið úr um kappaksturinn. Glamúrinn og fegurðin í Mónakó á sér enga hliðstæðu og því ekki að ástæðulausu að margir ökuþóranna kjósa að búa í borginni. Það má því með sanni seigja að Formúlan er á vissan hátt að koma heim þegar að bílarnir verða ræstir af stað klukkan 13:10 á sunnudaginn.Brautin í Mónakó er í stórglæsilegu umhverfivísir/gettyLewis Hamilton og Mercedes hafa unnið síðustu tvær keppnir og lítur út fyrir að uppfærslurnar sem liðið kom með í spænska kappaksturinn hafi skilað sér. Toto Wolff, stjóri liðsins, sagði þó í vikunni að Mercedes-bíllinn verði ekki sá hraðasti á götum Mónakó og það kom á daginn á fyrstu æfingum helgarinnar. Þar var það Red Bull sem átti lang hraðasta bílinn, en liðið hefur oft gert það gott á götum Mónakó. Lágur meðalhraði brautarinnar hentar Red Bull bílunum vel en bæði Ferrari og Mercedes voru í vandræðum á æfingum. Bæði Ferrari og Red Bull þurfa á góðum úrslitum að halda ef liðin ætla ekki að missa Mercedes allt of langt frá sér í baráttunni um titil bílasmiða. Því má búast við mikilli baráttu í þessum heimsfræga kappakstri sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun, laugardag. Formúla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Vinsælasti akstursíþróttaviðburður heims ár hvert fer fram á sunnudag þegar að sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram í Mónakó. Eftirvæntingin er mikil og ekki skemmir fyrir að slagurinn um heimsmeistaratitilinn hefur verið gríðarlegur það sem af er ári. Bretinn Lewis Hamilton á Mercedes hefur yfirhöndina gegn Þjóðverjanum Sebastian Vettel á Ferrari eins og er. Lewis hefur 17 stiga forskot á Vettel fyrir kappaksturinn en 25 stig fást fyrir fyrsta sætið. Báðir þessir ökumenn eru að eltast við sinn fimmta heimsmeistaratitli í ár, og báðir hafa sigrað tvisvar í Mónakó á ferlinum. Keppt hefur verið á götum Mónakó síðan árið 1929. Brautin er mjög þröng sem gerir framúrakstur mjög erfiðan, sérstaklega á þessum breiðu bílum sem keppt er á í dag. Því geta tímatökurnar á laugardaginn skorið úr um kappaksturinn. Glamúrinn og fegurðin í Mónakó á sér enga hliðstæðu og því ekki að ástæðulausu að margir ökuþóranna kjósa að búa í borginni. Það má því með sanni seigja að Formúlan er á vissan hátt að koma heim þegar að bílarnir verða ræstir af stað klukkan 13:10 á sunnudaginn.Brautin í Mónakó er í stórglæsilegu umhverfivísir/gettyLewis Hamilton og Mercedes hafa unnið síðustu tvær keppnir og lítur út fyrir að uppfærslurnar sem liðið kom með í spænska kappaksturinn hafi skilað sér. Toto Wolff, stjóri liðsins, sagði þó í vikunni að Mercedes-bíllinn verði ekki sá hraðasti á götum Mónakó og það kom á daginn á fyrstu æfingum helgarinnar. Þar var það Red Bull sem átti lang hraðasta bílinn, en liðið hefur oft gert það gott á götum Mónakó. Lágur meðalhraði brautarinnar hentar Red Bull bílunum vel en bæði Ferrari og Mercedes voru í vandræðum á æfingum. Bæði Ferrari og Red Bull þurfa á góðum úrslitum að halda ef liðin ætla ekki að missa Mercedes allt of langt frá sér í baráttunni um titil bílasmiða. Því má búast við mikilli baráttu í þessum heimsfræga kappakstri sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um helgina. Útsending frá tímatökunni hefst klukkan 12:50 á morgun, laugardag.
Formúla Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira