Nær Liverpool að velta Real Madrid úr sessi í Kænugarði? Hjörvar Ólafsson skrifar 26. maí 2018 10:30 Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á æfingu liðsins í gær. Fótbolti Real Madrid, sigursælasta félag Evrópukeppni meistaraliða sem varð síðar Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla, mætir Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Kiev í dag. Real Madrid hefur unnið keppnina 12 sinnum, en Liverpool hefur hins vegar lyft bikarnum í þessari keppni fimm sinnum. Real Madrid hefur unnið keppnina síðustu tvö ár, en hugur Liverpool-manna þarf að flögra allt aftur til Istanbúl árið 2005 til þess að rifja upp sigurstund í Meistaradeildinni. Liverpool vann þá eftirminnilegan sigur í keppninni eftir dramatískan sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni. Zinedine Zidane, sem nú stýrir skútunni hjá Real Madrid, hefur unnið keppnina einu sinni sem leikmaður, en það var árið 2001 þegar hann skoraði annað marka Real Madrid í 2-1 sigri gegn Bayer Leverkusen. Zidane klippti þá boltann laglega í markið og skoraði eitt af eftirminnilegustu mörkum í sögu keppninnar. Þá hefur Zidane stýrt Real Madrid tvisvar sinnum til sigurs í keppninni, tvö ár í röð eða bæði árin sem hann hefur verið við stjórnvölinn sem aðalþjálfari hjá liðinu. Þá var Zidane í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá Real Madrid þegar liðið vann keppnina árið 2014. Fara þarf 42 ár aftur í tímann til að finna síðasta lið sem tókst að vinna þáverandi Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð. Var þar að verki Bayern München. Hafa aðeins þrjú lið unnið þessa sterkustu deild heims þrjú ár í röð eða meira, fyrrnefnt lið Bayern München, Ajax og Real Madrid sem vann keppnina fyrstu fimm árin sem hún fór fram. Jürgen Klopp er að fara í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað skipti sem knattspyrnustjóri, en hann laut í lægra haldi þegar hann stýrði Borussia Dortmund í úrslitaleik keppninnar gegn Bayern München vorið 2013. Sé lítið til tölfræði yfir markaskorun í Meistaradeildinni á leiktíðinni má vænta þess að um markaleik verði að ræða. Liverpool hefur skorað liða mest eða 40 mörk og Real Madrid kemur næst með 30 mörk. Liverpool tók þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því spilað fleiri leiki en Real Madrid í keppninni á þessu tímabili. Þá eru markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar á þessu keppnistímabili í röðum liðanna, en Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er markahæstur með 15 mörk. Mohamed Salah og Roberto Firmino, sóknarmenn Liverpool, koma næstir á listanum með tíu mörk hvor og Sadio Mané, þriðji maðurinn í sóknarþríeyki Liverpool er í fjórða sæti listans með níu mörk. Það er hins vegar hætt við því að liðin mæti varkár til leiks, eins og gengur og gerist um úrslitaleiki af þessari stærðargráðu. Það er hins vegar vonandi að leikmenn liðanna sleppi fram af sér beislinu og sóknarleikurinn verði í hávegum hafður í Kiev í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira
Fótbolti Real Madrid, sigursælasta félag Evrópukeppni meistaraliða sem varð síðar Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla, mætir Liverpool í úrslitaleik keppninnar í Kiev í dag. Real Madrid hefur unnið keppnina 12 sinnum, en Liverpool hefur hins vegar lyft bikarnum í þessari keppni fimm sinnum. Real Madrid hefur unnið keppnina síðustu tvö ár, en hugur Liverpool-manna þarf að flögra allt aftur til Istanbúl árið 2005 til þess að rifja upp sigurstund í Meistaradeildinni. Liverpool vann þá eftirminnilegan sigur í keppninni eftir dramatískan sigur á AC Milan í vítaspyrnukeppni. Zinedine Zidane, sem nú stýrir skútunni hjá Real Madrid, hefur unnið keppnina einu sinni sem leikmaður, en það var árið 2001 þegar hann skoraði annað marka Real Madrid í 2-1 sigri gegn Bayer Leverkusen. Zidane klippti þá boltann laglega í markið og skoraði eitt af eftirminnilegustu mörkum í sögu keppninnar. Þá hefur Zidane stýrt Real Madrid tvisvar sinnum til sigurs í keppninni, tvö ár í röð eða bæði árin sem hann hefur verið við stjórnvölinn sem aðalþjálfari hjá liðinu. Þá var Zidane í þjálfarateymi Carlo Ancelotti hjá Real Madrid þegar liðið vann keppnina árið 2014. Fara þarf 42 ár aftur í tímann til að finna síðasta lið sem tókst að vinna þáverandi Evrópukeppni meistaraliða þrjú ár í röð. Var þar að verki Bayern München. Hafa aðeins þrjú lið unnið þessa sterkustu deild heims þrjú ár í röð eða meira, fyrrnefnt lið Bayern München, Ajax og Real Madrid sem vann keppnina fyrstu fimm árin sem hún fór fram. Jürgen Klopp er að fara í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað skipti sem knattspyrnustjóri, en hann laut í lægra haldi þegar hann stýrði Borussia Dortmund í úrslitaleik keppninnar gegn Bayern München vorið 2013. Sé lítið til tölfræði yfir markaskorun í Meistaradeildinni á leiktíðinni má vænta þess að um markaleik verði að ræða. Liverpool hefur skorað liða mest eða 40 mörk og Real Madrid kemur næst með 30 mörk. Liverpool tók þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar og hefur því spilað fleiri leiki en Real Madrid í keppninni á þessu tímabili. Þá eru markahæstu leikmenn Meistaradeildarinnar á þessu keppnistímabili í röðum liðanna, en Cristiano Ronaldo, framherji Real Madrid, er markahæstur með 15 mörk. Mohamed Salah og Roberto Firmino, sóknarmenn Liverpool, koma næstir á listanum með tíu mörk hvor og Sadio Mané, þriðji maðurinn í sóknarþríeyki Liverpool er í fjórða sæti listans með níu mörk. Það er hins vegar hætt við því að liðin mæti varkár til leiks, eins og gengur og gerist um úrslitaleiki af þessari stærðargráðu. Það er hins vegar vonandi að leikmenn liðanna sleppi fram af sér beislinu og sóknarleikurinn verði í hávegum hafður í Kiev í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Fótbolti Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Sjá meira