Trump segir fundinn enn mögulegan Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2018 08:00 Allra augu hafa beinst að þeim Donald Trump og Kim Jong-un undanfarna daga og vikur. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að enn komi til greina að hann muni funda með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn segir að „afar afkastamiklar“ viðræður um að endurvekja fundinn hafi þegar átt sér stað en hann sendi Kim bréf á fimmtudaginn þar sem hann lýsti því yfir að hann myndi ekki hitta einræðisherrann, vegna „fjandsemi“ Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna.Í tísti í nótt segir Trump að fundurinn gæti verið haldinn þann 12. júní, eða seinna.We are having very productive talks with North Korea about reinstating the Summit which, if it does happen, will likely remain in Singapore on the same date, June 12th., and, if necessary, will be extended beyond that date. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2018 Með þeirri ákvörðun að hætta við fundinn kom Trump bandamönnum sínum í Suður-Kóreu í opna skjöldu og sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, að hann hefði komið að fjöllum varðandi ákvörðunina og honum þætti miður að ekkert yrði af fundinum. Norður-Kórea sendi frá sér sáttatón og sagðist tilbúið til fundarins hvenær sem er. Þrátt fyrir breyttan tón Norður-Kóreu er ekkert sem hefur breyst varðandi stöðu ríkisins fyrir fundinni. Ef marka má yfirlýsingar ríkisins eru stjórnendur þess alls ekki tilbúnir til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og Bandaríkin segja ekkert annað koma til greina. Fyrr verði ekki létt á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart Norður-Kóreu. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir Norður-Kóreu leitast eftir annars konar samningi, þar sem báðar hliðar myndu gefa eftir jafnóðum. Þeir myndu láta vopn sín af hendi í skrefum og og þvinganir yrðu felldar niður samhliða þeim skrefum.Yfirvöld Norður-Kóreu hafa þó oftar en einu sinni skrifað undir slíka samninga án þess að standa við þá. Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41 Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un í Singapúr í júní. Aflýsti fundinum vegna reiði Norður-Kóreumanna sem hótuðu kjarnorkustríði og kölluðu varaforsetann heimskingja. Ekki er þó öll von úti enn, að mati skýranda BBC. 25. maí 2018 06:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að enn komi til greina að hann muni funda með Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, í Singapúr þann 12. júní. Forsetinn segir að „afar afkastamiklar“ viðræður um að endurvekja fundinn hafi þegar átt sér stað en hann sendi Kim bréf á fimmtudaginn þar sem hann lýsti því yfir að hann myndi ekki hitta einræðisherrann, vegna „fjandsemi“ Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna.Í tísti í nótt segir Trump að fundurinn gæti verið haldinn þann 12. júní, eða seinna.We are having very productive talks with North Korea about reinstating the Summit which, if it does happen, will likely remain in Singapore on the same date, June 12th., and, if necessary, will be extended beyond that date. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 26, 2018 Með þeirri ákvörðun að hætta við fundinn kom Trump bandamönnum sínum í Suður-Kóreu í opna skjöldu og sagði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, að hann hefði komið að fjöllum varðandi ákvörðunina og honum þætti miður að ekkert yrði af fundinum. Norður-Kórea sendi frá sér sáttatón og sagðist tilbúið til fundarins hvenær sem er. Þrátt fyrir breyttan tón Norður-Kóreu er ekkert sem hefur breyst varðandi stöðu ríkisins fyrir fundinni. Ef marka má yfirlýsingar ríkisins eru stjórnendur þess alls ekki tilbúnir til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi og Bandaríkin segja ekkert annað koma til greina. Fyrr verði ekki létt á viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum gagnvart Norður-Kóreu. Sérfræðingur sem AP fréttaveitan ræddi við segir Norður-Kóreu leitast eftir annars konar samningi, þar sem báðar hliðar myndu gefa eftir jafnóðum. Þeir myndu láta vopn sín af hendi í skrefum og og þvinganir yrðu felldar niður samhliða þeim skrefum.Yfirvöld Norður-Kóreu hafa þó oftar en einu sinni skrifað undir slíka samninga án þess að standa við þá.
Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37 Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00 Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41 Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un í Singapúr í júní. Aflýsti fundinum vegna reiði Norður-Kóreumanna sem hótuðu kjarnorkustríði og kölluðu varaforsetann heimskingja. Ekki er þó öll von úti enn, að mati skýranda BBC. 25. maí 2018 06:00 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Norður-Kórea vandar Pence ekki kveðjurnar Háttsettur norður-kóreskur segir að varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, sé heimskur fyrir að bera saman Norður-Kóreu og Líbýu. 24. maí 2018 06:37
Ekki í fyrsta sinn sem afvopnun er lofað Norður-Kórea lofar nú að losa sig við kjarnorkuvopnin. Ríkið segist ætla að hætta að vinna að kjarnorkuáætlun sinni. Þótt horfur nú séu góðar sýnir sagan að ríkið hefur áður gert samninga um slíkt og ekki staðið við þá. 17. maí 2018 06:00
Norður Kóreumenn reiðubúnir að leysa vanda hvar og hvenær sem er Greint var frá þessari yfirlýsingu vara utanríkisráðherrans, Kim Kye Gwan, í ríkisfjölmiðli Norður Kóreu. 24. maí 2018 23:41
Olli vonbrigðum með því að aflýsa fundinum Donald Trump mun ekki funda með Kim Jong-un í Singapúr í júní. Aflýsti fundinum vegna reiði Norður-Kóreumanna sem hótuðu kjarnorkustríði og kölluðu varaforsetann heimskingja. Ekki er þó öll von úti enn, að mati skýranda BBC. 25. maí 2018 06:00