Óli Stef: Madrid gaurunum gæti liðið eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim Einar Sigurvinsson skrifar 26. maí 2018 14:15 Ólafur Stefánsson í leik með Magdeburg. vísir/getty „Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa,“ segir handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson en hann var gestur í hlaðvarpsþætti kop.is. Stjórnendur þáttarins fengu Ólaf til sín í upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í kvöld, en þar mætir Liverpool núverandi meisturum í Real Madrid. Fáir Íslendingar hafa meiri reynslu af úrslitaleikjum en Ólafur Stefánsson. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta fjórum sinnum, einu sinni með Magdeburg og þrisvar með Ciudad Real. „Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita sem sagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu,“ segir Ólafur. Ólafur lýsti því hvernig hann telur að leikmönnum liðanna hafa liðið í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn. „Titringurinn í frumunum þínum byrjar að aukast, allar æfingar verða einbeittari, allur undirbúningur verður minna „ble ble“ og „hí hí“ eftir því sem þetta nálgast. Menn fara ómeðvitað með allt í kerfið vegna þess að það er orðið allt of sein að ætla að undirbúa sig á leikdegi og ætla að setja í gírinn þá. Ég held að það gerist ómeðvitað hjá leikmönnum að þeir byrja gírast upp dagana fyrir leikina.“ Mikill undirbúningur getur truflaðTvær vikur eru síðan Liverpool lék síðast leik og telur Ólafur að svo langur tími í undirbúning gæti truflað leikmenn liðsins. „Það getur komið mönnum úr takti og gírað menn of mikið upp. Þá eru menn of mikið að hugsa. Það er eiginlega versti óvinur íþróttamannsins, að byrja að hugsa meðvitað, þá fer það að vinna á móti þér. Þetta er allt í undirmeðvitundinni, það eina sem þú getur gert er að mæta bara í toppstandi og treysta á allt sem er búið að prenta í þig. „En menn kunna auðvitað á það að þeir mega ekkert fara yfir strikið spennulega séð, þá fer það að vinna á móti mönnum,“ segir Ólafur. Real Madrid hafa unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár og telur Ólafur að það muni hjálpa liðinu gríðarlega. „Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa. Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita semsagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu.“ Hann telur engur líkur séu á leikmenn Real Madrid verði minna hungraðir en Liverpool í sigurinn í kvöld „Ég held að þú sért aldrei kærulaus í úrslitaleik. Ég held þú þurfir að vera alveg steikur í hausnum til þess. Að fara eitthvað að slaka á, mér finnst það mjög ólíklegt.“ „En stundum geta ferskar og villtar lappir gert eitthvað líka, það er kannski vonin,“ segir Ólafur. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Sjá meira
„Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa,“ segir handboltagoðsögnin Ólafur Stefánsson en hann var gestur í hlaðvarpsþætti kop.is. Stjórnendur þáttarins fengu Ólaf til sín í upphitun fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í kvöld, en þar mætir Liverpool núverandi meisturum í Real Madrid. Fáir Íslendingar hafa meiri reynslu af úrslitaleikjum en Ólafur Stefánsson. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu í handbolta fjórum sinnum, einu sinni með Magdeburg og þrisvar með Ciudad Real. „Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita sem sagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu,“ segir Ólafur. Ólafur lýsti því hvernig hann telur að leikmönnum liðanna hafa liðið í undirbúningnum fyrir úrslitaleikinn. „Titringurinn í frumunum þínum byrjar að aukast, allar æfingar verða einbeittari, allur undirbúningur verður minna „ble ble“ og „hí hí“ eftir því sem þetta nálgast. Menn fara ómeðvitað með allt í kerfið vegna þess að það er orðið allt of sein að ætla að undirbúa sig á leikdegi og ætla að setja í gírinn þá. Ég held að það gerist ómeðvitað hjá leikmönnum að þeir byrja gírast upp dagana fyrir leikina.“ Mikill undirbúningur getur truflaðTvær vikur eru síðan Liverpool lék síðast leik og telur Ólafur að svo langur tími í undirbúning gæti truflað leikmenn liðsins. „Það getur komið mönnum úr takti og gírað menn of mikið upp. Þá eru menn of mikið að hugsa. Það er eiginlega versti óvinur íþróttamannsins, að byrja að hugsa meðvitað, þá fer það að vinna á móti þér. Þetta er allt í undirmeðvitundinni, það eina sem þú getur gert er að mæta bara í toppstandi og treysta á allt sem er búið að prenta í þig. „En menn kunna auðvitað á það að þeir mega ekkert fara yfir strikið spennulega séð, þá fer það að vinna á móti mönnum,“ segir Ólafur. Real Madrid hafa unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár og telur Ólafur að það muni hjálpa liðinu gríðarlega. „Ég held að það sé alltaf styrkleiki að hafa upplifað sigurinn. Að hafa upplifað það og vita þá af hverju þú ert að missa. Stóri munurinn gæti legið í því að Madrid gaurunum líði eins og Liverpool sé að taka eitthvað frá þeim. Þeir vita semsagt hvað það þýðir að sigra. Á meðan leikmenn Liverpool hafa aldrei upplifað það og eiga þá kannski undirmeðvitað, auðveldara með að sleppa af því takinu.“ Hann telur engur líkur séu á leikmenn Real Madrid verði minna hungraðir en Liverpool í sigurinn í kvöld „Ég held að þú sért aldrei kærulaus í úrslitaleik. Ég held þú þurfir að vera alveg steikur í hausnum til þess. Að fara eitthvað að slaka á, mér finnst það mjög ólíklegt.“ „En stundum geta ferskar og villtar lappir gert eitthvað líka, það er kannski vonin,“ segir Ólafur. Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu klukkan 18:45. Meistaradeildarupphitun hefst klukkan 18:15 í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Sjá meira